Mótmæltu stríði á Ingólfstorgi 19. mars 2005 00:01 Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Er stríðinu í Írak lokið, nú tveimur árum eftir innrásina, og allt komið í farsælan og lýðræðislegan farveg í landinu? Um þetta deila stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur um allan heim en íslenskir andstæðingar Íraksstríðsins sýndu í það minnsta sína skoðun á þessu máli í dag þegar þeir fjölmenntu með mótmælaspjöld á Ingólfstorg til að lýsa yfir andúð sinni á stríðinu sjálfu og framferði Bandaríkjastjórnar í Írak. Jórunn Sigurðardóttir, einn mótmælenda, segist hafa komið til að mótmæla og sýna að hún sé ekki sammála þessu stríði. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig kom til að mótmæla, segir að flest það sem andstæðingar stríðsins hafi haldið fram fyrir tveimur árum hafi komið fram, m.a. að ástandið í Írak myndi ekki batna við innrásina heldur þveröfugt. Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem einnig var á Ingólfstorgi, sagðist vera komin til að nýta rétt sinn til þess að mótmæla Íraksstríðinu og öllum stríðum yfirhöfuð. Björk Davíðsdóttir, sjö ára, sagðist aðspurð vera á móti stríði. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, segir aðspurður að mótmælin séu ekki tímaskekkja í ljósi kosninga í Írak í lok janúar. Það sem hafi gerst allra síðustu daga og vikur í Írak sýni að sú furðulega bjartsýni manna um að allt yrði í himnalagi og pennastriki slegið yfir fortíðina vegna kosninganna sé fjarri sanni. Heimurinn horfi upp á borgarastyrjöld í Írak og ekkert bendi til þess að menn séu að nálgast frið og lýðræði í landinu og útlitið sé mjög skuggalegt. Stefán segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í Líbanon á dögunum að það væri ómögulegt að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar þar í landi með erlendan her í landinu. Það gildi í Írak ekki síður en Líbanon. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
Nokkur hundruð manns söfnuðust saman á Ingólfstorgi í dag til að krefjast þess að Bandaríkjastjórn dragi herlið sitt út úr Írak. Tilefnið? Jú, í dag eru liðin tvö ár frá því Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra, þar á meðal Íslendingar, ákváðu að koma Saddam Hussein frá völdum í Írak. Er stríðinu í Írak lokið, nú tveimur árum eftir innrásina, og allt komið í farsælan og lýðræðislegan farveg í landinu? Um þetta deila stjórnmálamenn, fræðimenn og almenningur um allan heim en íslenskir andstæðingar Íraksstríðsins sýndu í það minnsta sína skoðun á þessu máli í dag þegar þeir fjölmenntu með mótmælaspjöld á Ingólfstorg til að lýsa yfir andúð sinni á stríðinu sjálfu og framferði Bandaríkjastjórnar í Írak. Jórunn Sigurðardóttir, einn mótmælenda, segist hafa komið til að mótmæla og sýna að hún sé ekki sammála þessu stríði. Þorvaldur Þorvaldsson, sem einnig kom til að mótmæla, segir að flest það sem andstæðingar stríðsins hafi haldið fram fyrir tveimur árum hafi komið fram, m.a. að ástandið í Írak myndi ekki batna við innrásina heldur þveröfugt. Margrét Gauja Magnúsdóttir, sem einnig var á Ingólfstorgi, sagðist vera komin til að nýta rétt sinn til þess að mótmæla Íraksstríðinu og öllum stríðum yfirhöfuð. Björk Davíðsdóttir, sjö ára, sagðist aðspurð vera á móti stríði. Stefán Pálsson, formaður Samtaka herstöðvarandstæðinga, segir aðspurður að mótmælin séu ekki tímaskekkja í ljósi kosninga í Írak í lok janúar. Það sem hafi gerst allra síðustu daga og vikur í Írak sýni að sú furðulega bjartsýni manna um að allt yrði í himnalagi og pennastriki slegið yfir fortíðina vegna kosninganna sé fjarri sanni. Heimurinn horfi upp á borgarastyrjöld í Írak og ekkert bendi til þess að menn séu að nálgast frið og lýðræði í landinu og útlitið sé mjög skuggalegt. Stefán segir að Bush Bandaríkjaforseti hafi hitt naglann á höfuðið þegar hann sagði í Líbanon á dögunum að það væri ómögulegt að halda frjálsar og lýðræðislegar kosningar þar í landi með erlendan her í landinu. Það gildi í Írak ekki síður en Líbanon.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira