Fá verkið aldrei á sínum forsendum 21. mars 2005 00:01 "Það verður aldrei svo að þeir fái verkið á þeim forsendum sem þeir vilja jafnvel þó að þeir vinni dómsmálið," segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar hafa stefnt Vegagerðinni fyrir dómstóla og vilja að fyrra tilboð í framkvæmd Héðinsfjarðarganga, sem fram fór fyrir tveimur árum, verði áfram látið gilda. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti fyrir skömmu að gangagerðin yrði aftur boðin út nú í haust en það eru forsvarsmenn ÍAV ekki ánægðir með. Fyrirtækið átti lægsta boð í göngin í fyrra útboði og vill að það verði látið standa jafnvel þótt því hafi verið hafnað af hálfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Gunnar segir niðurstöðu dómsmálsins í raun engu skipta. "Jafnvel þó að dómurinn yrði þeim í vil liggur það fyrir að farið verður í annað útboð en vera má að ÍAV verði dæmdar skaðabætur af einhverju tagi." Hann segir tilboðinu hafa verið hafnað af ýmsum ástæðum sem enn séu í fullu gildi. "Tilboð þeirra var of hátt að okkar mati þó það hafi verið það lægsta sem fram kom. Einnig lék vafi á að okkur væri heimilt að taka tilboði þeirra þar sem þar væri mögulega brotið jafnræði á bjóðendum enda gerði ÍAV ráð fyrir að hefja framkvæmdir ekki fyrr en árið 2006. Aðrir bjóðendur settu engin slík skilyrði og hefðu þá mögulega getað lækkað tilboð sín." Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið væri alfarið á könnu Vegagerðarinnar. Engar hugmyndir eru uppi um afskipti af málinu enda sé það enn fyrir dómstólum og engin niðurstaða fengin. Vegagerðin þurfi að hafa frjálsar heimildir til að hafna eða taka tilboðum sem berist og stofnunin verði að standa og falla með ákvörðunum sínum án þess að ráðuneytið komi þar að. - aöe Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira
"Það verður aldrei svo að þeir fái verkið á þeim forsendum sem þeir vilja jafnvel þó að þeir vinni dómsmálið," segir Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóri. Íslenskir aðalverktakar hafa stefnt Vegagerðinni fyrir dómstóla og vilja að fyrra tilboð í framkvæmd Héðinsfjarðarganga, sem fram fór fyrir tveimur árum, verði áfram látið gilda. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra tilkynnti fyrir skömmu að gangagerðin yrði aftur boðin út nú í haust en það eru forsvarsmenn ÍAV ekki ánægðir með. Fyrirtækið átti lægsta boð í göngin í fyrra útboði og vill að það verði látið standa jafnvel þótt því hafi verið hafnað af hálfu Vegagerðarinnar á sínum tíma. Gunnar segir niðurstöðu dómsmálsins í raun engu skipta. "Jafnvel þó að dómurinn yrði þeim í vil liggur það fyrir að farið verður í annað útboð en vera má að ÍAV verði dæmdar skaðabætur af einhverju tagi." Hann segir tilboðinu hafa verið hafnað af ýmsum ástæðum sem enn séu í fullu gildi. "Tilboð þeirra var of hátt að okkar mati þó það hafi verið það lægsta sem fram kom. Einnig lék vafi á að okkur væri heimilt að taka tilboði þeirra þar sem þar væri mögulega brotið jafnræði á bjóðendum enda gerði ÍAV ráð fyrir að hefja framkvæmdir ekki fyrr en árið 2006. Aðrir bjóðendur settu engin slík skilyrði og hefðu þá mögulega getað lækkað tilboð sín." Hjá samgönguráðuneytinu fengust þær upplýsingar að málið væri alfarið á könnu Vegagerðarinnar. Engar hugmyndir eru uppi um afskipti af málinu enda sé það enn fyrir dómstólum og engin niðurstaða fengin. Vegagerðin þurfi að hafa frjálsar heimildir til að hafna eða taka tilboðum sem berist og stofnunin verði að standa og falla með ákvörðunum sínum án þess að ráðuneytið komi þar að. - aöe
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Fleiri fréttir Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Sjá meira