Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 17. september 2025 16:02 Oumar Diouck fékk að líta rautt spjald og missir af seinni leik einvígisins. Keflavík lenti tveimur mörkum undir en tókst að minnka muninn gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi umspilsins um sæti í Bestu deildinni. Njarðvík leiðir því einvígið 2-1 en verður án Omars Diouck í næsta leik því hann fékk sitt seinna gula spjald í uppbótartímanum fyrir að sparka boltanum burt eftir flaut. Omar skoraði fyrra mark Njarðvíkur í leiknum, Tómas Bjarki Jónsson tvöfaldaði síðan forystuna úr vítaspyrnu áður en Stefan Ljubicic minnkaði muninn fyrir Keflavík. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið skiptust á því að sækja. Keflavík komu sér oft í flottar stöður en þétt vörn Njarðvíkinga hélt aftur af þeim. Njarðvíkingar á móti voru skeinuhættir í skyndisóknum. Það dró til tíðinda á 20. mínútu leiksins þegar Njarðvíkingar fengu aukaspyrnu úti vinstra meginn og lyftu boltanum fyrir markið. Boltinn datt inn á teignum fyrir fætur Oumar Diouck sem kom gestunum yfir af harðfylgi. Það var svo á 31. mínútu leiksins þar sem Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu en Marin Brigic varnarmaður Keflvíkinga gerðist sekur um að sparka á eftir Valdimar Jóhannssyni innan teigs eftir að Sindri Kristinn var búin að handsama boltann og Twana gat lítið annað en að benda á punktinn. Á punktinn steig fyrirliðinn Tómas Bjarki Jónsson og hann gerði enginn mistök og tvöfaldaði forystu Njarðvíkinga. Njarðvíkingar fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. Keflavík mættu með krafti út í upphafi seinni hálfleiks en Njarðvíkingar stóðu af sér sóknir heimamanna. Það var svo á 68. mínútu þar sem Keflavík minnkaði muninn eftir hornspyrnu. Stefan Ljubicic átti flottan skalla sem endaði í netinu og Keflavík virtust fá mikinn kraft við þetta mark. Heimamenn fengu hörku færi til þess að jafna leikinn en Aron Snær Friðriksson í marki Njarðvíkinga bjargaði gestunum oft á tíðum frábærlega. Á 80. mínútu vildu Keflvíkingar fá víti þegar Aron Snær Friðriksson fer út á móti Stefán Ljubicic sem nær að pikka boltanum framhjá honum en Sigurjón Már Markússon, varnarmaður Njarðvíkinga nær að trufla Stefán Ljubicic og endar svo á að tækla hann inn í teig. Keflavík vildi vítaspyrnu en Twana dómari leiksins mat það sem svo að Sigurjón Már Markússon hafi tæklað boltann á undan við litla hrifningu heimamanna. Njarðvíkingar héldur út þrátt fyrir mikla pressu frá Keflavík. Gestirnir urðu fyrir því óláni að missa Oumar Diouck útaf á 94. mínútu með sitt seinna gula og þar með rautt en það kom ekki að sök og Njarðvíkingar höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu og leiða því einvígið fyrir seinni leikinn í Njarðvík á sunnudaginn kemur. Atvik leiksins Það má klárlega nefna það þegar Stefán Ljubicic fellur innan teigs í baráttu við Sigurjón Már Markússon í stöðunni 1-2 fyrir Njarðvík. Það hefði verið auðvelt að dæma vítaspyrnu á þetta við fyrstu sýn. Stefán Ljubicic var búin að fara framhjá Aroni Snær Friðrikssyni markmanni og var feldur innan teigs en Twana metur það sem svo að Sigurjón Már Markússon fari í boltann á undan. Klárt vafaatriði og menn ekki á einu máli hvort þetta hafi verið réttur dómur eða ekki. Stjörnur og skúrkar Aron Snær Friðriksson var frábær í marki Njarðvíkur og má vel færa rök fyrir því að hann sé stór ástæða þess að Njarðvíkingar leiða þetta einvígi fyrir seinni leikinn. Hjá Keflavík var Stefán Ljubicic skeinuhættur á köflum og skoraði svo gott mark. DómararnirTwana Khalid Ahmed var á flautunni í dag og honum til aðstoðar voru Þórður Arnar Árnason og Antoníus Bjarki Halldórsson.Dómgæslan var að mínu mati alls ekki nógu góð. Alltof tilviljunarkennd og línan var enginn. Dæmt á allt og ekkert til skiptis. Stemingin og umgjörðHöfum séð betri leiktíma en vegna birtuskilirða varð leikurinn að fara fram svona snemma er mér sagt. Þrátt fyrir það var virkilega vel mætt í dag og frábær umgjörð og stemning. Enda ekki við öðru að búast í svona nágrannaslag. ViðtölHaraldur Guðmundsson þjálfari KeflavíkurVíkurfréttir„Fannst ekkert að frammistöðunni“„Það er bara hálfleikur og við erum 2-1 undir“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í dag.„Mér fannst við spila fínan leik hérna í dag, hefðum vel geta skorað fleiri mörk. Við byrjum leikinn af krafti og fáum 2-3 mjög góð færi. Njarðvík á vissulega sín færi líka og skora svo úr föstu leikatriði, aukaspyrnu og svo úr víti sem að ég á reyndar eftir að sjá betur hvort að hafi verið víti en hann dæmdi víti og þar við sat“ „Mér fannst við koma af krafti út í seinni hálfleikinn og í raun taka öll völd, kannski eðlilega því Njarðvík var 2-0 yfir og fara aðeins neðar á völlinn“„Mér fannst ekkert að frammistöðunni, ekkert að framlaginu og menn voru að leggja allt í þetta og ég held að ef við komum með þennan kraft og þessa frammistöðu í seinni leikinn í þessu einvígi þá held ég að það endi vel“ sagði Haraldur Guðmundsson. Það átti sér stað umdeilt atvik á 80. mínútu leiksins þegar Stefán Ljubicic er feldur innan teigs en ekkert dæmt.„Miðað við snertinguna sem Marin Brigic fær á sig í fyrri hálfleik þá hefði ég haldið að þetta væri víti líka“ Lengjudeild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Íslenski boltinn Fótbolti
Keflavík lenti tveimur mörkum undir en tókst að minnka muninn gegn Njarðvík í fyrsta leik liðanna í undanúrslitaeinvígi umspilsins um sæti í Bestu deildinni. Njarðvík leiðir því einvígið 2-1 en verður án Omars Diouck í næsta leik því hann fékk sitt seinna gula spjald í uppbótartímanum fyrir að sparka boltanum burt eftir flaut. Omar skoraði fyrra mark Njarðvíkur í leiknum, Tómas Bjarki Jónsson tvöfaldaði síðan forystuna úr vítaspyrnu áður en Stefan Ljubicic minnkaði muninn fyrir Keflavík. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið skiptust á því að sækja. Keflavík komu sér oft í flottar stöður en þétt vörn Njarðvíkinga hélt aftur af þeim. Njarðvíkingar á móti voru skeinuhættir í skyndisóknum. Það dró til tíðinda á 20. mínútu leiksins þegar Njarðvíkingar fengu aukaspyrnu úti vinstra meginn og lyftu boltanum fyrir markið. Boltinn datt inn á teignum fyrir fætur Oumar Diouck sem kom gestunum yfir af harðfylgi. Það var svo á 31. mínútu leiksins þar sem Njarðvíkingar fengu vítaspyrnu en Marin Brigic varnarmaður Keflvíkinga gerðist sekur um að sparka á eftir Valdimar Jóhannssyni innan teigs eftir að Sindri Kristinn var búin að handsama boltann og Twana gat lítið annað en að benda á punktinn. Á punktinn steig fyrirliðinn Tómas Bjarki Jónsson og hann gerði enginn mistök og tvöfaldaði forystu Njarðvíkinga. Njarðvíkingar fóru því með tveggja marka forystu inn í hálfleikinn. Keflavík mættu með krafti út í upphafi seinni hálfleiks en Njarðvíkingar stóðu af sér sóknir heimamanna. Það var svo á 68. mínútu þar sem Keflavík minnkaði muninn eftir hornspyrnu. Stefan Ljubicic átti flottan skalla sem endaði í netinu og Keflavík virtust fá mikinn kraft við þetta mark. Heimamenn fengu hörku færi til þess að jafna leikinn en Aron Snær Friðriksson í marki Njarðvíkinga bjargaði gestunum oft á tíðum frábærlega. Á 80. mínútu vildu Keflvíkingar fá víti þegar Aron Snær Friðriksson fer út á móti Stefán Ljubicic sem nær að pikka boltanum framhjá honum en Sigurjón Már Markússon, varnarmaður Njarðvíkinga nær að trufla Stefán Ljubicic og endar svo á að tækla hann inn í teig. Keflavík vildi vítaspyrnu en Twana dómari leiksins mat það sem svo að Sigurjón Már Markússon hafi tæklað boltann á undan við litla hrifningu heimamanna. Njarðvíkingar héldur út þrátt fyrir mikla pressu frá Keflavík. Gestirnir urðu fyrir því óláni að missa Oumar Diouck útaf á 94. mínútu með sitt seinna gula og þar með rautt en það kom ekki að sök og Njarðvíkingar höfðu betur með tveimur mörkum gegn einu og leiða því einvígið fyrir seinni leikinn í Njarðvík á sunnudaginn kemur. Atvik leiksins Það má klárlega nefna það þegar Stefán Ljubicic fellur innan teigs í baráttu við Sigurjón Már Markússon í stöðunni 1-2 fyrir Njarðvík. Það hefði verið auðvelt að dæma vítaspyrnu á þetta við fyrstu sýn. Stefán Ljubicic var búin að fara framhjá Aroni Snær Friðrikssyni markmanni og var feldur innan teigs en Twana metur það sem svo að Sigurjón Már Markússon fari í boltann á undan. Klárt vafaatriði og menn ekki á einu máli hvort þetta hafi verið réttur dómur eða ekki. Stjörnur og skúrkar Aron Snær Friðriksson var frábær í marki Njarðvíkur og má vel færa rök fyrir því að hann sé stór ástæða þess að Njarðvíkingar leiða þetta einvígi fyrir seinni leikinn. Hjá Keflavík var Stefán Ljubicic skeinuhættur á köflum og skoraði svo gott mark. DómararnirTwana Khalid Ahmed var á flautunni í dag og honum til aðstoðar voru Þórður Arnar Árnason og Antoníus Bjarki Halldórsson.Dómgæslan var að mínu mati alls ekki nógu góð. Alltof tilviljunarkennd og línan var enginn. Dæmt á allt og ekkert til skiptis. Stemingin og umgjörðHöfum séð betri leiktíma en vegna birtuskilirða varð leikurinn að fara fram svona snemma er mér sagt. Þrátt fyrir það var virkilega vel mætt í dag og frábær umgjörð og stemning. Enda ekki við öðru að búast í svona nágrannaslag. ViðtölHaraldur Guðmundsson þjálfari KeflavíkurVíkurfréttir„Fannst ekkert að frammistöðunni“„Það er bara hálfleikur og við erum 2-1 undir“ sagði Haraldur Guðmundsson þjálfari Keflavíkur eftir tapið í dag.„Mér fannst við spila fínan leik hérna í dag, hefðum vel geta skorað fleiri mörk. Við byrjum leikinn af krafti og fáum 2-3 mjög góð færi. Njarðvík á vissulega sín færi líka og skora svo úr föstu leikatriði, aukaspyrnu og svo úr víti sem að ég á reyndar eftir að sjá betur hvort að hafi verið víti en hann dæmdi víti og þar við sat“ „Mér fannst við koma af krafti út í seinni hálfleikinn og í raun taka öll völd, kannski eðlilega því Njarðvík var 2-0 yfir og fara aðeins neðar á völlinn“„Mér fannst ekkert að frammistöðunni, ekkert að framlaginu og menn voru að leggja allt í þetta og ég held að ef við komum með þennan kraft og þessa frammistöðu í seinni leikinn í þessu einvígi þá held ég að það endi vel“ sagði Haraldur Guðmundsson. Það átti sér stað umdeilt atvik á 80. mínútu leiksins þegar Stefán Ljubicic er feldur innan teigs en ekkert dæmt.„Miðað við snertinguna sem Marin Brigic fær á sig í fyrri hálfleik þá hefði ég haldið að þetta væri víti líka“
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn