Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Bayern.
Harry Kane skoraði tvö mörk fyrir Bayern. Stefan Matzke - sampics/Getty Images

Bayern Munchen tók á móti Chelsea og vann 3-1 sigur í fyrstu umferð Meistaradeildarinnrar.

Chelsea varð fyrir áföllum snemma. Trevor Chalobah setti boltann óvart í eigið net og skömmu síðar braut Moises Caicedo af sér í vítateignum. Harry Kane skoraði úr vítinu og skyndilega var Chelsea lent tveimur mörkum undir.

Cole Palmer svaraði hins vegar snöggt og minnkaði muninn örskömmu síðar. Þrjú mörk skoruð milli tuttugustu og þrítugustu mínútu en svo dró ekki aftur til tíðinda fyrr en í seinni hálfleik.

Bayern komst í nokkur góð færi áður en Harry Kane fann loksins netmöskvana á ný, góð afgreiðsla eftir slæma sendingu til baka hjá Malo Gusto, bakverði Chelsea.

Chelsea virtist slegið út af laginu eftir þriðja mark Bayern og tókst ekki að minnka muninn. Cole Palmer kom boltanum reyndar í netið á lokamínútu leiksins en markið fékk ekki að standa.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira