Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Arnar Skúli Atlason skrifar 14. nóvember 2025 18:17 Sigtryggur Arnar Björnsson og félagar eru á sigurbraut. vísir/diego Tindastóll tók á móti Þór Þórlákshöfn í sjöundu umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki. Eftir frekar jafnan leik í fyrri hálfleik tóku Stólarnir til hjá sér í seinni hálfleik og sigldu þægilegum sigri heim 96-82. Þór byrjaði betur í kvöld en bæði lið áttu frekar erfitt með að setja boltann ofan í körfuna í upphafi. Þó voru Þórsarar betri framan af og var Lazor Lugic mikilvægur í upphafi leiks og áttu Stólastrákarnir erfitt með að stoppa hann. Um miðjan fjórðunginn vöknuðu þeir þó aðeins og náðu að komast inn í þetta með baráttu og Arnar Björnsson jafnaði leikinn áður en leikhlutinn var allur. Svipað var uppi á teningum í upphafi annars leikhluta en Djorde Dzeletovic kom öflugur inn og það kviknaði heldur betur á Jacoby Ross sem sullaði stigum á Tindasólsliðið. Tindastóll átti erfitt með að koma upp einhverri stemningu á báðum endum vallarins en þegar sóknirnar hjá Þór fóru að klikka komust Ivan Gavrilovic og Taiwo Badmus í auðveldar körfur og náðu að koma Tindastól yfir. Tindastóll leiddi í hálfleik 43-40. Tindastóll byrjaði af alvöru krafti í seinni hálfleik. Taiwo Badmus dróg heldur betur vagninn fyrir heimamenn og hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það var sama hvað Þór gerði alltaf skoraði Taiwo. Hann endaði leikhlutann með 18 stig persónulega og Tindastóll skoraði 37 í fjórðungnum. Staðan eftir hann 80-66. Þessi sprettur hjá Tindastól var nóg til að hrista Þórsara af sér og kláruðu þeir leikinn í fjórðaleikhlutanum án þess að leikurinn varð spennandi. Eins og áður sagði unnu Tindastóll 96-82. Eftir leikinn heldur Tindastóll enn í við Grindavík sem eru taplausir á toppnum en Tindastóll mætir einmitt Grindavík í næsta leik. Þór halda áfram að ströggla í næst neðsta sæti deildarinnar. Atvik leiksins Frammistaða Taiwo Badmus var rosaleg í þriðja leikhluta og ástæðan fyrir því að Tindastóll sigldi þessu þægilega yfir línuna og tók 2 stig í dag. Stjörnur Taiwo Badmus langbesti leikmaðurinn á vellinum og í kvöld heilt yfir. Tók yfir í 3. leikhluta og skoraði 18 stig, og endaði leikinn með 27 stig. Jacoby Ross er algjör stiga maskína í liði Þórs. Hann skoraði 30 stig í dag en honum sárlega vantaði hjá sóknarlega í kvöld. Dómararnir Leikurinn í kvöld var auðveldur leikur að dæma. Lentu aldrei í neinu veseni og ekki ein tæknivilla í dag. Stemmingin og umgjörð Sauðárkrókur er alltaf með þetta þegar kemur að umgjörð. Óvenjulegt að leikur byrji 19:00 og því voru ekkert of margir mættir þegar leikurinn byrjaði en það rættist úr þessu. Viðtöl Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóll var ánægður að vinna leikinn í kvöld. „Glaður að vinna. Safna sigrum. Það er raun það sem var sterkt.“ Stólarnir virkuðu þungir í upphafi leiks. „Það er engin þreyta í hópnum. Við spilum undir 30 mín á mann. Við æfum ekki mikið en við spilum mikið. Vikan hjá mínum strákum var ekki erfiðari en hjá Þór Þorlákshöfn. Engin ferðalög eða neitt. Við hinsvegar lentum í vandræðum með þá í upphafi. Þetta er mjög sterkt sóknarlið og voru að skora svolítið auðveldlega í byrjun. Þá fórum við að verða svolítið stressaðir og missa trúna á því sem við vorum að gera en svo lagaðist þetta.“ Það var alvöru kraftur í seinni hálfleiknum hjá Tindastól miðað við gæðaleysið í fyrri hálfleik. „Breytum ekki neinu. Við fórum að gera aðeins öðruvísi sóknarlega og aðeins öðruvísi varnarlega en engar stórkostlegar breytingar. Við spiluðum bara aðeins betur. Komumst hratt á þá og hratt upp völlinn þegar við loksins fráköstunum sem gekk helvíti brösulega í dag.“ Lárus Jónsson þjálfari Þórs var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tap í kvöld. „Bara ágætur leikur hjá okkur. Nýr kall kominn inn. Stundum stirðir sóknarlega en góð barátta. Mér fannst við svipaðir og Tindastóll í fráköstum það var eitt af okkar markmiðum. Við náðum ekki að stoppa hraðaupphlaup stigin og munurinn var eiginlega Taiwo í þriðja leikhluta. Hann bjó til munin sem var svo í endan.“ Galopinn klikkuð skot urðu Þór að falli í kvöld. „Mér fannst við vera að búa til góð skot og gera það sem sóknin okkar snýst um. Vorum að keyra inn í teiginn og kikka honum út en við bara hittum ekki. Það var ekki eins og það væri svakavörn og leikmenn að hlaupa út í okkur. Þetta var einn af þessum dögum að við hittum bara ekki.“ Lárus gat tekið jákvætt út úr leiknum í dag þrátt fyrir tap. „Mér fannst rosalega góð barátta í liðinu. Allir að leggja í púkkið. Sérstaklega kannski hjá Emil. Mér fannst á einhvern ótrúlegan hátt að ná fráköstum og reyna mikið.“ Bónus-deild karla Tindastóll Þór Þorlákshöfn
Tindastóll tók á móti Þór Þórlákshöfn í sjöundu umferð Bónus deildar karla í körfubolta í kvöld í Síkinu á Sauðárkróki. Eftir frekar jafnan leik í fyrri hálfleik tóku Stólarnir til hjá sér í seinni hálfleik og sigldu þægilegum sigri heim 96-82. Þór byrjaði betur í kvöld en bæði lið áttu frekar erfitt með að setja boltann ofan í körfuna í upphafi. Þó voru Þórsarar betri framan af og var Lazor Lugic mikilvægur í upphafi leiks og áttu Stólastrákarnir erfitt með að stoppa hann. Um miðjan fjórðunginn vöknuðu þeir þó aðeins og náðu að komast inn í þetta með baráttu og Arnar Björnsson jafnaði leikinn áður en leikhlutinn var allur. Svipað var uppi á teningum í upphafi annars leikhluta en Djorde Dzeletovic kom öflugur inn og það kviknaði heldur betur á Jacoby Ross sem sullaði stigum á Tindasólsliðið. Tindastóll átti erfitt með að koma upp einhverri stemningu á báðum endum vallarins en þegar sóknirnar hjá Þór fóru að klikka komust Ivan Gavrilovic og Taiwo Badmus í auðveldar körfur og náðu að koma Tindastól yfir. Tindastóll leiddi í hálfleik 43-40. Tindastóll byrjaði af alvöru krafti í seinni hálfleik. Taiwo Badmus dróg heldur betur vagninn fyrir heimamenn og hann skoraði körfur í öllum regnbogans litum. Það var sama hvað Þór gerði alltaf skoraði Taiwo. Hann endaði leikhlutann með 18 stig persónulega og Tindastóll skoraði 37 í fjórðungnum. Staðan eftir hann 80-66. Þessi sprettur hjá Tindastól var nóg til að hrista Þórsara af sér og kláruðu þeir leikinn í fjórðaleikhlutanum án þess að leikurinn varð spennandi. Eins og áður sagði unnu Tindastóll 96-82. Eftir leikinn heldur Tindastóll enn í við Grindavík sem eru taplausir á toppnum en Tindastóll mætir einmitt Grindavík í næsta leik. Þór halda áfram að ströggla í næst neðsta sæti deildarinnar. Atvik leiksins Frammistaða Taiwo Badmus var rosaleg í þriðja leikhluta og ástæðan fyrir því að Tindastóll sigldi þessu þægilega yfir línuna og tók 2 stig í dag. Stjörnur Taiwo Badmus langbesti leikmaðurinn á vellinum og í kvöld heilt yfir. Tók yfir í 3. leikhluta og skoraði 18 stig, og endaði leikinn með 27 stig. Jacoby Ross er algjör stiga maskína í liði Þórs. Hann skoraði 30 stig í dag en honum sárlega vantaði hjá sóknarlega í kvöld. Dómararnir Leikurinn í kvöld var auðveldur leikur að dæma. Lentu aldrei í neinu veseni og ekki ein tæknivilla í dag. Stemmingin og umgjörð Sauðárkrókur er alltaf með þetta þegar kemur að umgjörð. Óvenjulegt að leikur byrji 19:00 og því voru ekkert of margir mættir þegar leikurinn byrjaði en það rættist úr þessu. Viðtöl Arnar Guðjónsson þjálfari Tindastóll var ánægður að vinna leikinn í kvöld. „Glaður að vinna. Safna sigrum. Það er raun það sem var sterkt.“ Stólarnir virkuðu þungir í upphafi leiks. „Það er engin þreyta í hópnum. Við spilum undir 30 mín á mann. Við æfum ekki mikið en við spilum mikið. Vikan hjá mínum strákum var ekki erfiðari en hjá Þór Þorlákshöfn. Engin ferðalög eða neitt. Við hinsvegar lentum í vandræðum með þá í upphafi. Þetta er mjög sterkt sóknarlið og voru að skora svolítið auðveldlega í byrjun. Þá fórum við að verða svolítið stressaðir og missa trúna á því sem við vorum að gera en svo lagaðist þetta.“ Það var alvöru kraftur í seinni hálfleiknum hjá Tindastól miðað við gæðaleysið í fyrri hálfleik. „Breytum ekki neinu. Við fórum að gera aðeins öðruvísi sóknarlega og aðeins öðruvísi varnarlega en engar stórkostlegar breytingar. Við spiluðum bara aðeins betur. Komumst hratt á þá og hratt upp völlinn þegar við loksins fráköstunum sem gekk helvíti brösulega í dag.“ Lárus Jónsson þjálfari Þórs var ánægður með frammistöðuna þrátt fyrir tap í kvöld. „Bara ágætur leikur hjá okkur. Nýr kall kominn inn. Stundum stirðir sóknarlega en góð barátta. Mér fannst við svipaðir og Tindastóll í fráköstum það var eitt af okkar markmiðum. Við náðum ekki að stoppa hraðaupphlaup stigin og munurinn var eiginlega Taiwo í þriðja leikhluta. Hann bjó til munin sem var svo í endan.“ Galopinn klikkuð skot urðu Þór að falli í kvöld. „Mér fannst við vera að búa til góð skot og gera það sem sóknin okkar snýst um. Vorum að keyra inn í teiginn og kikka honum út en við bara hittum ekki. Það var ekki eins og það væri svakavörn og leikmenn að hlaupa út í okkur. Þetta var einn af þessum dögum að við hittum bara ekki.“ Lárus gat tekið jákvætt út úr leiknum í dag þrátt fyrir tap. „Mér fannst rosalega góð barátta í liðinu. Allir að leggja í púkkið. Sérstaklega kannski hjá Emil. Mér fannst á einhvern ótrúlegan hátt að ná fráköstum og reyna mikið.“