Audi vann Le Mans í 13. sinn Finnur Thorlacius skrifar 16. júní 2014 10:33 Audi R18 etron á fullri ferð í Le Mans um helgina. Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan. Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent
Audi ætlar ekki að sleppa hendinni af Le Mans bikarnum frekar en fyrri daginn þó sótt hafi verið meira að bílum þeirra í ár en oft áður. Audi átti tvo fyrstu bílana í þessum 24 klukkustunda akstri á 13 kílómetra langri brautinni í Le Mans í Frakklandi. Engu breytti að einum bíla Audi var gersamlega rústað degi fyrir keppnina og gerðu tæknimenn Audi sér lítið fyrir og standsettu nýjan keppnisbíl á innan við sólarhring og varð hann annar þessara fyrstu Audi bíla. Ökumenn sigurbílsins voru þeir Marcel Fassler, Andre Lotterer og Benoit Treluyer. Audi hefur nú unnið 12 sinnum á síðustu 14 árum. Þrátt fyrir að Audi hafi nú unnið 13 sinnum í Le Mans er Porsche ennþá sigursælast í keppninni með 16 sigra. Það var Toyota sem sótti mest að Audi þessu sinni og enduðu tveir Toyota bílar 3. og 4. sæti. Næstu 5 bílar voru allir frá Nissan.
Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent