Fréttamynd

Cecilía Rán hélt hreinu í sigri Inter

Ítalska úrvalsdeildin, Serie A, í kvennafótbolta hóf göngu sína í dag. Inter lagði Ternana á heimavelli næst örugglega 5-0. Cecilía Rán Rúnarsdóttir stóð í rammanum og hélt hreinu.

Fótbolti

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Upp­lifðu sigurstund Blika í ná­vígi

Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild kvenna með því að leggja Víking að velli 3-2 í Kópavoginum í gærkvöld. Þetta var þriðja tilraun Blika eftir skiptingu deildarinnar að tryggja sér titilinn og var fögnuðurinn ósvikinn í leikslok.

Fótbolti


Fréttamynd

Sigur í hjarta Muay Thai í­þróttarinnar opnar margar dyr

Þorgils Eiður Einarsson segir að sigur sinn í bardaga í hinni sögufrægu Rajadamnern höll í dag opni margar dyr fyrir sig. Heimsókn þjálfara hans til Íslands í miðjum kórónuveirufaraldrinum varð til þess að hann fékk tækifæri til að stunda Muay Thai í Taílandi.

Sport
Fréttamynd

Stólarnir fastir í München

Leikur Vals og Tindastóls í Bónus-deild karla hefur frestast fram á mánudag. Leikmenn Tindastóls komust ekki heim frá München í Þýskalandi í gær vegna drónaumferðar á flugvellinum.

Körfubolti
Fréttamynd

Sjáðu mark Hákonar og vítavörslurnar þrjár

Leikur Roma og Lille í Evrópudeildinni í gær var heldur betur dramatískur. Okkar maður tryggði sigurinn en leiksins verður örugglega minnst fyrir vítaspyrnufíaskó en Berke Ozer markvöður Lille varði þrjár vítaspyrnur í röð.

Fótbolti