Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Robert Wilson er látinn

Bandaríski leikstjórinn og leikskáldið Robert Wilson er látinn 83 ára að aldri. Hann er sagður hafa látist eftir snörp veikindi.

Lífið
Fréttamynd

Ætlar í pásu frá giggum

Tónlistarmaðurinn Aron Can Gultekin ætlar að taka sér pásu frá því að koma fram á tónleikum og öðrum viðburðum eftir verslunarmannahelgina. Hann hyggst einbeita sér að rekstri fyrirtækis síns.

Lífið
Fréttamynd

Fyrstu tón­leikar Purrksins í fjöru­tíu ár

Purrkur Pillnik, ein ástsælasta pönksveit landsins, mun um helgina frumflytja þrjú glæný lög. Þetta er í fyrsta sinn í fjörutíu ár sem sveitin spilar nýja hljóma en þeir segjast alls ekki ætla að baða sig í fortíðinni. Yrkisefni pönkaranna er að þessu sinni loftslagsváin og kórónuveirufaraldurinn meðal annars, að sögn aðalsöngvarans.

Lífið
Fréttamynd

Sögu­legur klæðnaður á dreglinum

Það hefur vart farið fram hjá neinum aðdáanda skvísukvikmynda eða chick flicks að Lindsay Lohan og Jaime Lee Curtis eiga nú sögulega endurkomu á stóra skjánum. Tvíeykið hefur vakið mikla athygli á dreglum víða um heim og sömuleiðis hjartaknúsarinn Chad Michael Murray.  

Lífið
Fréttamynd

„Öll dýrin í skóginum voru vinir“

„Við erum bara algjörlega í skýjunum með hvernig þetta fór,“ segir tónlistarmaðurinn Jökull Júlíusson, aðalsöngvari Kaleo í samtali við blaðamann um vel heppnaða tónleika hljómsveitarinnar í Vaglaskógi.

Tónlist
Fréttamynd

Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið

Þríeykið á bak við hlaðvarpið Veisluna kemur fram á stóra sviðinu á Þjóðhátíð í ár. Það eru þeir Gústi B, Arnór Snær og Siggi Bond en vinirnir eru gríðarlega spenntir og segja mikla vinnu hafa farið í undirbúning atriðisins sem er á dagskrá á laugardagskvöldinu.

Tónlist
Fréttamynd

Jóhanna Guð­rún og Ólafur giftu sig

Jóhanna Guðrún Jónsdóttir tónlistarkona og Ólafur Friðrik Ólafsson gengu í hjónaband í Hafnarfjarðarkirkju í gær. Gríðarleg stemning var í brúðkaupsveislunni á Nasa ef marka má samfélagsmiðlafærslurnar.

Lífið
Fréttamynd

Skötumessur Ás­mundar Frið­riks­sonar gefa vel af sér

Á annað hundrað milljónir króna hafa safnast í Skötumessu á sumri, sem fyrrverandi þingmaður, Ásmundur Friðriksson hefur séð um að skipuleggja í að verða tuttugu ár í Garðinum í Suðurnesjabæ. Allur peningurinn hefur farið í að styrkja góð málefni, ekki síst fólk, sem hefur lent í áföllum eða glímir við fötlun.

Innlent
Fréttamynd

Unaðsvörur Harry Styles valda titringi

Poppstjarnan Harry Styles hefur gefið út titrara og sleipiefni gegnum lífstílsmerki sitt Pleasing. Aðdáendur Styles virðast ánægðir með gjörninginn þó þeir hefðu frekar viljað að hann gæfi út nýja tónlist.

Lífið
Fréttamynd

Will Smith við Davíð Goða: „Haltu á­fram að skapa“

Kvikmyndagerðarmaðurinn Davíð Goði Þorvarðarson opnaði Instagram á miðvikudag og sá óvænt skilaboð frá Hollywood-stjörnunni Will Smith. Leikarinn hafði hrifist af myndatöku Davíðs, hrósaði honum í hástert og hvatti hann til að halda áfram að skapa.

Lífið
Fréttamynd

Hneig niður vegna flogakasts

Tónlistarmaðurinn Aron Can, sem hneig niður á sviði á bæjarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar í gærkvöldi, greinir frá því að hann hafi fengið flogakast. Hann segist hafa farið í blóðprufur og rannsóknir sem komu vel út þó þær skýri ekki flogakastið. Honum líði vel í dag.

Innlent
Fréttamynd

Mannauðsstjórinn segir einnig upp

Kristin Cabot, mannauðsstjórinn sem gripin var glóðvolg við framhjáhald með forstjóra sama fyrirtækis á Coldplay tónleikum fyrr í mánuðinum, hefur einnig sagt upp störfum. 

Lífið
Fréttamynd

Bylgju­lestin heim­sækir Vagla­skóg

Síðasti viðkomustaður Bylgjulestarinnar í sumar er Vaglaskógur en þangað mætir hún á morgun laugardag. Þar fara fram stórtónleikarnir Vor í Vaglaskógi þar sem Kaleo og fjöldi listamanna troðið upp.

Lífið samstarf
Fréttamynd

Vók Ofur­menni slaufað

Ofurmennið Kal-El er snúinn aftur og hefur sjaldan verið jafn teiknimyndasögulegur og skrípó. Samt þarf hann að glíma við slaufun, auðjöfur sem kaupir sér umræðuna og þjóð sem hernemur nágrannaríki. Myndin er út um allt en samt með hjartað á réttum stað.

Gagnrýni
Fréttamynd

Aron Can heill á húfi

Tónlistarmaðurinn Aron Can er heill á húfi eftir að hafa hnigið niður á tónlistarhátíðinni Hjarta Hafnarfjarðar fyrr í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Lit­ríkur karakter sem var engum líkur

„Það var á svona degi kom maður sem hét Gylfi Ægisson í land fyrir norðan og samdi þar eitthvert lag á dekkinu sem síðan Hljómsveit Ingimars Eydal, sem voru jú norðanmenn, sáu til þess yrði greyptur í vínyl og varð landsfrægur,“ segir Þorger Ásvaldsson um tilurð Í sól og sumaryl, eftir vin hans Gylfa Ægisson sem nú er látinn.

Lífið