Menning

Menning

Sviðslistir, bókmenntir, sagnfræði, tónlist, myndlist og aðrar listasýningar.

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Justin Bieber nýtur sín norður í landi

Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri.

Lífið
Fréttamynd

Fimm­tán ára og gefur út frum­samda plötu

„Ég fæ alltaf svakalega dellu fyrir hlutum og tek tímabil þar sem ég er óstöðvandi í að semja tónlist,“ segir ungstirnið Urður Óliversdóttir sem notast við listamannsnafnið Undur. Urður, sem er í tíunda bekk, var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og stefnir langt í heimi tónlistarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Ís­lendingar vekja at­hygli í menningar­lífi Kaup­manna­hafnar

Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur.

Menning
Fréttamynd

Fimm­tíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA

„Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA.

Menning
Fréttamynd

Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína!

Rithöfundar sigruðu útgefendur 2-0 í æsispennandi leik á Valbjarnarvelli í Laugardal í gær. Leikurinn er árleg hefð í tengslum við Bókmenntahátíð í Reykjavík og höfðu útgefendur unnið síðustu þrjú ár í röð.

Lífið
Fréttamynd

Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna

Tónlistarmaðurinn Friðrik Dór býður landsmönnum í einstaka tónlistarveislu í haust þegar hann hyggst flytja allar plöturnar sínar í heild sinni í Bæjarbíói í Hafnarfirði. Tónleikaröðin markar tímamót á ferli hans þar sem hann gefur aðdáendum tækifæri til að heyra öll lögin sín í lifandi flutningi.

Lífið
Fréttamynd

Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó

Bandaríska danshljómsveitin Hercules & Love Affair stígur á svið í Austurbæjarbíói í kvöld klukkan 22 en húsið opnar tveimur tímum fyrr með plötusnúðsupphitun. Áhorfendur fá tækifæri til að upplifa lifandi flutning frá einni áhrifamestu hljómsveit síðustu tveggja áratuga í raf- og danstónlist.

Lífið
Fréttamynd

Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin

Lar Park Lincoln, sem er þekktust fyrir hlutverk sín í sápuóperunni Knots Landing og hrollvekjunni Friday the 13th Part VII: The New Blood, er látinn 63 ára að aldri eftir glímu við brjóstakrabbamein.

Lífið
Fréttamynd

Syngja Húsa­vík á Húsa­vík með stúlknakórnum

Tónlistarmyndbandið fyrir „Húsavík (My Hometown)“ í flutningi Remember Monday, sem keppir fyrir hönd Bretlands í Eurovision 2025, er komið út. Myndbandið er tekið upp á Húsavík og syngur stúlknakór Húsavíkur með þríeykinu.

Lífið
Fréttamynd

Fyrsta ís­lenska myndin í Cannes Premiere-flokki

Kvikmyndin Ástin sem eftir er eftir Hlyn Pálmason, með Sögu Garðarsdóttur og Sverri Guðnasyni í aðalhlutverkum, verður heimsfrumsýnd á Cannes kvikmyndahátíðinni í maí. Myndin verður sýnd í Cannes Premiere-flokki hátíðarinnar, fyrst íslenskra mynda.

Bíó og sjónvarp