Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fólkið sem gleymdist í Grinda­vík

Það var mikið fagnaðarefni þegar stjórnvöld stofnuðu Fasteignafélagið Þórkötlu til að kaupa fasteignir í Grindavík í kjölfar náttúruhamfaranna. Margir fundu þá von um að geta hafið nýtt líf, án þess að sitja uppi með verðlausar eignir og vanmátt.

Skoðun
Fréttamynd

Em­bætti þitt geta allir séð

Ungur drengur frá Columbiu kynnist barnabörnum mínum í skólanum. Hann var hér á landi með ofbeldisfullum föður sínum og þráði ekkert heitar en eðlilegt fjölskyldulíf og öryggi. Faðir hans flúði glæpagengi í Columbíu sem höfðu sýnt honum banatilræði vegna mútugreiðslna sem hann vildi ekki borga. Drengurinn kom hingað til lands með föður sínum og varð að þola gróft ofbeldi frá honum.

Skoðun
Fréttamynd

Opið bréf til hæst­virts innviðaráðherra, Eyjólfs Ár­manns­sonar, um ís­lensku og á­byrgð

Við hlustun á viðtal við þig hæstvirtan innviðaráðherra, Eyjólf Ármannsson,í Bítinuþar sem ný leigubílalög voru til umræðu, gat ég ekki orða bundist. Ég er sammála þér að fólk eigi að geta talað íslensku og þá sérstaklega í þjónustustörfum. En það sem ég er ósammála er þegar tungumál er notað sem lás í staðinn fyrir lykil að samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Hver á dómur að vera hjá ung­menni fyrir að fremja al­var­legt af­brot, jafn­vel morð?

Miðað við þær athugasemdir og ummæli sem ég hef verið að lesa á samfélagsmiðlum landsins við þá frétt hefur fólk sterkar skoðanir á málefnum ungra afbrotamanna hér á landi í dag og sér í lagi þegar þau fremja jafn alvarlegt sem þetta afbrot er, þó svo að mér finnist ríkisvaldið ekki hafa staðið sig við að veita þá stoðþjónustu sem þarf til að koma í veg fyrir að svona gerist.

Skoðun
Fréttamynd

Sigursaga Evrópu í 21 ár

Þann 1. maí 2004 gengu tíu ný ríki í Evrópusambandið. Þetta voru Eistland, Lettland, Litháen, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland, Slóvenía, Malta og Kýpur. Þetta var stærsta stækkun sambandsins í sögunni og um leið táknræn sameining Evrópu eftir áratugi aðskilnaðar milli austurs og vesturs. 

Skoðun
Fréttamynd

Verka­lýðs­hreyfingin, Dag­björt og ESB

Talsvert athyglisverð grein birtist fyrr í dag á Vísi eftir Dagbjörtu Hákonardóttur, þingmann Samfylkingarinnar, þar sem hún hvatti verkalýðshreyfinguna til þess að beita sér í umræðunni um það hvort Ísland ætti að ganga í Evrópusambandið eða ekki.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin á Gasa

Við sem fylgjumst með fréttum og megum varla missa úr fréttatíma getum ekki lengur horft eða hlustað aðgerðarlaus á fréttirnar frá Gasa. Nú er komið nóg nú segi ég stopp!

Skoðun
Fréttamynd

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?

Staða fatlaðs fólks á vinnumarkaði er almennt verri en annarra. Þrátt fyrir það og fögur fyrirheit um mikilvægi fjölbreytileika á vinnumarkaði er nánast útilokað fyrir fatlað fólk að fá vinnu við hæfi og getu. Þetta er augljós og þekkt staðreynd og kemur væntanlega engum á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ert þú að gera?

Í íslensku samfélagi byrja nær öll samtöl á milli fólks sem er að kynnast á því að spyrja hvað viðkomandi sé að gera eða við hvað hann vinni, það gerist oft áður en spurt er til nafns.

Skoðun
Fréttamynd

Rauðir sokkar á 1. maí

Þegar þetta er skrifað að morgni 1. maí, eru 55 ár síðan ég gekk niður Laugaveg, fram hjá meðal annars stórri styttu af konu og hópi kvenna sem flestar voru á rauðum sokkum.

Skoðun
Fréttamynd

Á milli steins og sleggju Heinemann

Nú styttist í að þýzka fyrirtækið Heinemann taki formlega við rekstri Fríhafnarinnar á Keflavíkurflugvelli, eftir að hafa unnið útboð á vegum opinbera hlutafélagsins Isavia. Undirritaður hefur áður fjallað hér á Vísi um það hvernig Heinemann virðist nú þegar, við undirbúning innkaupa á vörum fyrir Fríhöfnina, ganga gegn útboðsskilmálunum.

Skoðun
Fréttamynd

Janus og jakkalakkarnir

Hvað er fólk að pæla? Mig langaði mest að kalla ráðherra drullusokk (en lét það vera) er ég heyrði af lokun eins fárra úrræða geðþjónustu einhverfra ungmenna, Janus endurhæfingu.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?

Sonur minn sem er 7 ára var lengi vel harðákveðinn í því að hann ætlaði að verða þrifmaður á sjúkrahúsi þegar hann yrði stór. Þessu svaraði hann til í marga mánuði í hvert sinn sem einhver spurði hann þeirri algengu spurningu: Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór?

Skoðun
Fréttamynd

Sam­talið um dauðann veldur okkur ó­öryggi

Umræðan um dánaraðstoð kallar óhjákvæmilega á djúpar og oft óþægilegar hugsanir um dauðann – ekki aðeins sem persónulega eða tilvistarlega upplifun heldur einnig sem raunverulegan og yfirvofandi atburð.

Skoðun
Fréttamynd

Sköpum störf við hæfi!

Skilgreining fötlunar er breytileg og því er erfitt að segja til um hversu margir einstaklingar í heiminum teljast fatlaðir. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) telur að um 13-20% íbúa í hinum vestræna heimi búi við fötlun eða nokkur hundruð milljónir einstaklinga. Með hækkandi aldri, sjúkdóma og árekstra fer sú tala hækkandi.

Skoðun