Lögreglumál

Lögreglumál

Fréttir af verkefnum lögreglunnar á Íslandi.

Fréttamynd

Óska eftir mynd­efni af gröfunni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til eigenda eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn að kanna hvort að þar leynist myndefni af vinnuvél, sem notuð var við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ.

Innlent

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Van­ræksla stað­fest en niður­felling málsins líka

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni.

Innlent
Fréttamynd

Enginn hand­tekinn vegna þjófnaðar á hrað­banka í Mos­fells­bæ

Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um par að slást

Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum í Reykjavík. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að.

Innlent
Fréttamynd

Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum

Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött.

Lífið
Fréttamynd

Hús­leit á heimili þekkts brotamanns

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag.

Innlent
Fréttamynd

Kanna starfs­hætti, verk­lag og að­stæður

Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Notuðu gröfu til að brjótast inn í hrað­banka

Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi.

Innlent
Fréttamynd

Hringir dag­lega í brotaþola og lykilvitni

Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma.

Innlent
Fréttamynd

Braust inn á flugvallarsvæðið

Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Innlent
Fréttamynd

Blaða­við­tal við Matthías lagt fram í gögnum málsins

Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögn­um máls­ins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið.

Innlent