Óska eftir myndefni af gröfunni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu biðlar til eigenda eftirlitsmyndavéla í Mosfellsbæ og við Hafravatn að kanna hvort að þar leynist myndefni af vinnuvél, sem notuð var við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Innlent 21.8.2025 11:58
Fannst heill á húfi Maðurinn sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir fyrr í dag er fundinn, heill á húfi. Innlent 21.8.2025 10:55
Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu Héraðsdómur Reykjavíkur hefur hafnað beiðni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um aðild að þjófnaði á hraðbanka í Mosfellsbæ á dögunum. Innlent 21.8.2025 10:32
Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. Innlent 20. ágúst 2025 14:16
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. Innlent 20. ágúst 2025 11:41
Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Innlent 20. ágúst 2025 11:01
Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna 15 ára ungmenna sem voru sögð með áfengi við grunnskóla í Reykjavík. Innlent 20. ágúst 2025 06:24
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19. ágúst 2025 19:25
Tilkynnt um par að slást Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum í Reykjavík. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að. Innlent 19. ágúst 2025 18:17
Bubbi segir Hróa Hattar-brag á stuldinum Bubbi Morthens, einn ástsælasti tónlistarmaður þjóðarinnar, hefur tjáð sig um hraðbankaþjófnað sem varð í Mosfellsbæ í nótt. Bubbi segir stuldinn hafa minnt sig á goðsagnapersónuna Hróa Hött. Lífið 19. ágúst 2025 15:21
Húsleit á heimili þekkts brotamanns Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur farið í tvær húsleitir með aðstoð sérsveitar í dag vegna rannsóknar sinnar á þjófnaði úr hraðbanka í Mosfellsbæ í nótt. Samkvæmt heimildum fréttastofu býr Stefán Blackburn, þekktur brotamaður, á öðru heimilinu sem lögreglan heimsótti í dag. Innlent 19. ágúst 2025 14:28
Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar ætlar að láta kanna starfshætti, verklag og aðstæður á leikskólanum Múlaborg eftir að í ljós kom að starfsmaður þar er grunaður um kynferðisbrot gegn barni. Þetta kemur fram í skriflegu svari frá sviðinu. Borgin segist ekki geta gefið upplýsingar um hvort eftirlit hafi verið með hinum grunaða á leikskólanum á síðasta ári. Innlent 19. ágúst 2025 11:40
Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Maður sem hafði réttarstöðu sakbornings í Gufunesmálinu svokallaða játaði að hafa stolið riffli nokkrum dögum áður en atburðirnir sem málið varðar áttu sér stað. Lögregla taldi að til hafi staðið að nota vopnið í tengslum við Gufunesmálið. Innlent 19. ágúst 2025 08:46
Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Þjófar stálu hraðbanka Íslandsbanka og milljónum sem í honum voru þegar þeir brutust inn í hraðbankaútibú Íslandsbanka í nótt. Hraðbankinn var staðsettur við bæjarskrifstofur Mosfellsbæjar í Þverholti í Mosfellsbæ. Fleiri en einn er grunaður um þjófnaðinn samkvæmt lögreglu og er grunur um að grafan sem var notuð við þjófnaðinn hafi verið tekin á byggingarsvæði á Blikastaðalandi. Innlent 19. ágúst 2025 08:31
Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Flösku með bensíni var kastað í hús í Hafnarfirði í gær og kveikt í, að því er segir í yfirliti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu yfir verkefni gærkvöldsins og næturinnar. Innlent 19. ágúst 2025 06:49
Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Kona sem er ákærð fyrir að bana föður sínum og tilraun til að bana móður sinni hringir nær daglega í móður sína úr gæsluvarðhaldi þrátt fyrir að hún sé bæði brotaþoli og lykilvitni. Konan er grunuð um að hafa beitt foreldra sína margvíslegu ofbeldi í lengri tíma. Innlent 18. ágúst 2025 18:57
Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manninum á meðfylgjandi myndum vegna máls sem er til rannsóknar. Innlent 18. ágúst 2025 16:34
„Þetta er stórt mál og tekur auðvitað tíma“ Rannsókn lögreglunnar á andláti tveggja ferðamanna á hótelinu Reykjavík Edition miðar ágætlega, en konan sem grunuð er um manndráp hefur verið úrskurðuð í gæsluvarðhald til 27. ágúst. Innlent 18. ágúst 2025 11:00
Í gæsluvarðhaldi fram í september Gæsluvarðhald yfir karlmanni um fertugt sem grunaður er um alvarlega líkamsárás í Úlfarsárdal í maí hefur verið framlengt og gildir nú til 10. september. Innlent 18. ágúst 2025 10:49
Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Einn var handtekinn á höfuðborgðarsvæðinu í gærkvöldi eða nótt grunaður um líkamsárás og annar grunaður um innbrot og þjófnað. Báðir voru vistaðir í fangageymslu. Innlent 18. ágúst 2025 06:16
Braust inn á flugvallarsvæðið Maður var handtekinn fyrir að fara inn á svæði Reykjavíkurflugvallar. Hann var vistaður í fangaklefa vegna málsins og tekin var skýrsla af honum þegar af honum var runnið. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku. Innlent 17. ágúst 2025 17:50
Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Lögreglufulltrúi hjá miðlægri rannsóknardeild segir ekkert benda til þess að leikskólastarfsmaður, sem er grunaður um að hafa brotið kynferðislega á barni á leikskólanum, hafi brotið á fleiri börnum. Innlent 17. ágúst 2025 17:48
Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Lögregla kærði í gær íþróttafélag í Reykjavík fyrir að veita áfengi utandyra á íþróttakappleik. Innlent 17. ágúst 2025 12:17
Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Blaðaviðtal við 19 ára mann sem er ákærður fyrir manndráp í Gufunesi í mars hefur verið lagt fram sem eitt af gögnum málsins. Það er aftur á móti lögmaður annars sakbornings sem leggur fram viðtalið, en þar neitaði maðurinn sök og gaf eina ítarlegustu lýsingu á málsatvikum sem fram hefur komið. Innlent 17. ágúst 2025 11:01