Enski boltinn

Enski boltinn

Fréttir, myndbönd og tölfræði úr ensku deildinni.

Leikirnir





    Fréttamynd

    Brynjólfur Ander­sen með tvö gegn Wrex­ham

    Brynjólfur Andersen Willumsson skoraði tvö mörk þegar Groningen lagði Hollywood-lið Wrexham í æfingaleik á laugardag. Groningen leikur í efstu deild Hollands á meðan Wrexham er nýliði í ensku B-deildinni þrátt fyrir að vera staðsett í Wales.

    Fótbolti

    Fréttir í tímaröð

    Fréttamynd

    Davíð Snær og Guð­laugur Victor lögðu upp mörk

    Davíð Snær Jóhannsson kom inn af bekknum og lagði upp eitt marka Álasunds í sigri liðsins í norsku B-deildinni í fótbolta. Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliði Plymouth Argyle og lagði upp mark liðsins í 1-3 tapi gegn Barnsley.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins?

    Það virðist sífellt óumflýjanlegra að Liverpool klófesti framherjann Alexander Isak á metfé frá Newcastle United. Hann myndi bætast við ógnvænlega sterka framlínu liðsins. Varnarleikurinn hefur aftur á móti verið áhyggjuefni sumarsins.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Liðin sem verða að gera betur á markaðnum

    Misvel gengur hjá liðum í ensku úrvalsdeildinni að styrkja leikmannahópa sína fyrir komandi leiktíð. Englandsmeistarar Liverpool hafa stolið flestum fyrirsögnum, líkt og silfurlið Arsenal, á meðan öðrum virðist ganga hægt.

    Enski boltinn
    Fréttamynd

    Félix sá fjórði dýrasti saman­lagt

    Portúgalinn Joao Felix hefur enn á ný verið keyptur fyrir stóran pening og nú er svo komið að portúgalski framherjinn er kominn upp í fjórða sætið á athyglisverðum lista.

    Fótbolti