Lífið

Fréttamynd

Skúli og Gríma fengu sér hund

Athafnamaðurinn Skúli Mogensen og innanhússhönnuðurinn Gríma Björg Thorarensen, eru búin að fá sér hund. Gríma birti mynd af nýjasta fjölskyldumeðlimnum á Instagram-síðu sinni í gær.

Lífið

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Menningar­legt heimili með stór­brotnu út­sýni

Við Skildingatanga í Skerjafirði stendur einstaklega glæsilegt einbýlishús á þremur hæðum, byggt árið 1968. Húsið er 450 fermetrar að stærð, teiknað af Kjartani Sveinssyni, og hefur verið mikið endurnýjað. Óskað er eftir tilboði í eignina.

Lífið
Fréttamynd

„Þetta er lúmskt skrímsli“

„Ég var svolítið mikið í sviðsljósinu á ákveðnum tímapunkti. Það var gaman þegar það var en svo fylgir því mikill kvíði, samanburður, sjálfsefi og fleira leiðinlegt,“ segir lífskúnstnerinn Donna Cruz en hún hefur komið víða við í íslensku samfélagi og er viðmælandi í Einkalífinu.

Lífið
Fréttamynd

Forsalan sögð slá öll fyrri met

Forsala í miðasölu á söngleikinn Moulin Rouge! hefur slegið öll fyrri met, að sögn Borgarleikhússins. Aldrei hafi jafn mikill fjöldi miða verið seldur á fyrstu klukkustundum forsölu hjá Borgarleikhúsinu. Þá hafi álagið á miðasölukerfi hússins verið mikið.

Lífið
Fréttamynd

Hver myndi vinna í slag, hundrað gaurar eða ein górilla?

Hver myndi vinna slag milli hundrað gaura og einnar górilla? Þessi spurning hefur tröllriðið netheimum undanfarið. Górillan er margfalt sterkari en meðalmaður en mennirnir eru aftur á móti ansi margir. Sérfræðingar virðast sammála um úrslit bardagans.

Lífið
Fréttamynd

Gengst við kókaínfíkn sinni

Eurovision-sigurvegarinn Måns viðurkennir að hafa glímt við kókaínfíkn eftir að hafa áður neitað því. Fyrrverandi eiginkona Måns sakaði hann um vímuefnaneyslu, framhjáhöld og ofbeldi. Måns neitar því að hafa beitt fjölskyldu sína ofbeldi og segist ekki hafa neytt vímuefna fyrir framan börn sín.

Lífið
Fréttamynd

Justin Bieber nýtur sín norður í landi

Poppstjarnan Justin Bieber er staddur norður í landi á lúxushótelinu Deplum í Fljótum. Tæp níu ár eru síðan kanadíski tónlistarmaðurinn hélt tvenna tónleika í Kórnum og tók upp tónlistarmyndband í Fjaðrárgljúfri.

Lífið
Fréttamynd

Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris

Áður en við fáum bílpróf þurfum við að ljúka ökuskóla 1, 2 og 3 auk verklegra tíma og prófa. Það þykir eðlilegt og sjálfsagt að fá fræðslu áður en næstu skref eru stigin í námi eða starfi. En þegar það kemur að kynlífi er enn þann dag í dag ekki búið að tryggja nægilega vel að ungmenni um allt land fái öfluga kynfræðslu.

Lífið
Fréttamynd

Jón Gnarr birtir sönnunar­gagn A um ADHD

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur ótal sinnum talað um áhrif þess að vera með athyglisbrest og ADHD. Í dag birti hann svo á samfélagsmiðli sínum mynd sem kjarnar, að hans mati, hans eigið ADHD.

Lífið
Fréttamynd

Nýtur lífsins í viktorísku koti í London

Fyrirsætan og verkefnastjórinn Anna Jia hefur búið í London síðastliðin sex ár og nýtur lífsins í botn þar með eiginmanni sínum og dóttur þeirra Lily Björk. Fjölskyldan keypti gamalt viktorískt kot sem þau gerðu upp og þau þrífast vel í fjölbreyttu og skemmtilegu mannlífi stórborgarinnar. Blaðamaður ræddi við Önnu um lífið úti.

Lífið
Fréttamynd

Snorri og Nadine eignuðust son

Hjónin Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hafa eignast son.

Lífið