
Innherji

Gengisstyrking seinkar markmiði Controlant um arðsemi fram á næsta ár
Þrátt fyrir nokkurn vöxt í kjarnatekjum og rekstrarbata á fyrri árshelmingi þá er útlit fyrir að heildartekjur Controlant á árinu 2025 verði við neðri mörk útgefinnar afkomuspár, að sögn stjórnenda, og markmið um EBITDA-hagnað náist ekki fyrr en á næsta ári. Það skýrist alfarið af ytri þáttum, einkum gengisstyrkingu gagnvart Bandaríkjadal, en þær umfangsmiklu hagræðingaraðgerðir sem var gripið til í fyrra eru sagðar vera að skila félaginu í átt að sjálfbærum rekstri.
Fréttir í tímaröð

Vara við áhrifum verðleiðréttingar á erlenda fjármögnun íslenskra félaga
Alþjóðlegir eignamarkaðir eru hátt verðlagðir um þessar mundir og því gæti „snörp verðleiðrétting“ haft neikvæð áhrif á bæði aðgengi og kjör íslenskra fyrirtækja þegar kemur að erlendri fjármögnun, að sögn fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankans. Nefndin leggur sérstaka áherslu á mikilvægi þess að vera með sterka erlenda stöðu og öflugan gjaldeyrisforða nú þegar „umtalsverð“ óvissa er í alþjóðamálum.

Heildarvirði Alvogen metið á tvo milljarða dala við sölu á félaginu til Lotus
Alvogen Pharma í Bandaríkjunum, sem er að stórum hluta í eigu fjárfestingafélags Róberts Wessman, hefur verið selt til Lotus í Taívan en heildarvirði samheitalyfjafyrirtækisins í viðskiptunum getur numið um tveimur milljörðum Bandaríkjadala. Þetta er önnur risasala Róberts á félögum í lyfjageiranum þar sem hann fer með ráðandi hlut á fáeinum mánuðum.

Hækkun veiðigjalda mun setja „töluverða pressu“ á framlegðarhlutfall Brims
Áhrifin af hækkun veiðigjalda munu þýða að EBITDA-hlutfall Brims lækkar nokkuð á komandi árum og nálgast um fimmtán prósent, samkvæmt nýrri verðmatsgreiningu á félaginu, en líklegt er að stjórnendum takist smám saman að snúa við þeirri þróun með markvissum hagræðingaraðgerðum. Með auknum veiðigjöldum, hækkandi kolefnissköttum og skerðingum í aflamarkaði þá kæmi ekki á óvart ef eldri og óhagkvæmari skipum yrði lagt innan fárra ára.

„Allt í boði“ með einföldun regluverks sem minnkar verulega þróunarkostnað
Áform eftirlitsstofnana beggja vegna Atlantshafsins um að einfalda regluverk og kröfur þegar kemur að klínískum rannsóknum á líftæknilyfjum mun minnka verulega þróunarkostnað og leiða til þess að það verður arðbærara að fara í þróun á mun fleiri hliðstæðum en áður, að sögn forstjóra Alvotech. Hann er afar gagnrýninn á einkaleyfakerfið í Bandaríkjunum, sem búi til hindranir fyrir innkomu líftæknilyfjafélaga, og þá skaði það mjög samkeppnisumhverfið hvernig framleiðendur frumlyfja fái að „læsa markaðinum“ í aðdraganda þess að einkaleyfi þeirra rennur út.

Vilja að ráðherra fái heimild til að hefja sölu á hlutum ríkisins í Landsbankanum
Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa lagt fram frumvarp um að fjármála- og efnahagsráðherra fái heimild til að selja eignarhluti ríkissjóðs í Landsbankanum í gegnum almennt markaðssett útboð, sambærilegt því og var gert í nýafstaðinni sölu á Íslandsbanka. Greinendur hafa áætlað að virði alls eignarhlutar ríkisins í Landsbankanum gæti verið yfir 350 milljarðar.

„Mikil vonbrigði“ að bankarnir í eigendahópi VBM nýti sér ekki þjónustu félagsins
Á hluthafafundi Verðbréfamiðstöðvar Íslands í sumar, sem hefur á undanförnum árum reynt að ná markaðshlutdeild af Nasdaq hér á landi án árangurs, var meðal annars lýst yfir „miklum vonbrigðum“ að stóru bankarnir sem eru í eigendahópnum væru ekki að beina viðskiptum sínum til félagsins.

Miklar launahækkanir hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“
Að undanförnu hefur munurinn á milli innlendrar og innfluttrar vöruverðbólgu farið töluvert vaxandi en þar eru greinileg áhrif mikilla launahækkana sem hafa haldið innlendum hluta verðbólgunnar „lifandi“ og unnið þannig gegn hjöðnun hennar, að sögn varaseðlaseðlabankastjóra peningastefnu. Löskuð kjölfesta verðbólguvæntinga hefur kallað á harðari viðbrögð Seðlabankans en í flestum öðrum iðnríkjum og áhrifin af beitingu peningastefnunnar á verðbólgu taki lengri tíma að koma fram.

Kæmi „verulega á óvart“ ef fjármögnunin hjá Play væri ekki sú síðasta í langan tíma
Play er ekki að fara draga saman seglin frekar en það sem kynnt hefur verið samhliða umbreytingu á viðskiptalíkani félagsins, að sögn forstjórans, sem telur að „mikill“ afkomubati sé í kortunum og það kæmi honum því „verulega á óvart“ ef nýafstaðin fjármögnun væri ekki sú síðasta í langan tíma. Hann viðurkennir að það hefðu verið margir kostir við að afskrá flugfélagið úr Kauphöllinni, eins og meðal annars færri ástæður til að skrifa fréttir um fyrirtækið oft byggðar á „litlum og jafnvel úreltum“ upplýsingum, en hins vegar var skýr krafa meðal lykilfjárfesta að Play yrði áfram á markaði.

„Eilítil vonbrigði“ að bætt afkoma sé ekki nýtt til að loka fjárlagagatinu
Skuldabréfafjárfestar taka fremur vel í fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar, sem sé „skárra“ fyrir verðbréfamarkaðinn en búist var við, þótt sumir hefðu viljað sjá umtalsvert betri afkomu á yfirstandandi ári nýtta til að stefna að afgangi á fjárlögum á árinu 2026. Sjóðstjóri segir markaðsaðila horfa mest til væntrar samsetningar á áformaðri 300 milljarða lántöku en furðar sig á því að horft sé til þess að lengja í endurgreiðsluferlinum með hliðsjón af því að meðallánstími skulda ríkissjóðs sé búinn að rjúka upp að undanförnu.

Aukningin í innlánum eldri kynslóða um áttfalt meiri en fólks á miðjum aldri
Sú mikla aukning sem hefur orðið á undanförnum árum í innlánaeign heimilanna er nánast einvörðungu bundin við eldri kynslóðir en sparnaður þeirra samhliða háu vaxtastigi hefur að jafnaði vaxið margfalt meira en hjá fólki undir fimmtíu ára aldri.

Afkoman batnar frá fjármálaáætlun en aðhaldsstigið „því sem næst hlutlaust“
Samkvæmt boðuðu fjárlagafrumvarpi verður meiri afgangur á frumjöfnuði og minni halli á heildarafkomu ríkissjóðs á árinu 2026 miðað við það sem var gert ráð fyrir í fjármálaáætlun stjórnvalda frá því sumar, en fjármálaráðuneytið metur aðhaldsstig ríkisfjármálanna samt óbreytt og það verði „því sem næst hlutlaust“ á næsta ári. Viðbrögð skuldabréfafjárfesta á markaði hafa verið takmörkuð en útlit er fyrir nærri 300 milljarða lánsfjárþörf á næsta ári og því verður vaxtaáhætta ríkissjóðs áfram veruleg.

Afkoma Landsbréfa í sérflokki á árinu þegar viðsnúningurinn lét enn bíða eftir
Áframhaldandi óvissa og viðvarandi hátt raunvaxtastig hefur gert helstu sjóðastýringarfyrirtækjum landsins erfitt um vik en Landsbréf var eina félagið sem sýndi rekstrarbata á fyrri árshelmingi. Sé litið á tekjur fimm félaga þá skruppu þær á heildina litið saman á meðan afkoman minnkaði að meðaltali um nærri tuttugu prósent.

Boða lagabreytingu til að heimila SKE að stöðva tímafresti við rannsókn samruna
Til stendur að hækka veltumörk tilkynningarskyldra samruna til samræmis við hækkun verðlags á undanförnum árum og jafnframt að gefa Samkeppniseftirlitinu meðal annars heimildir til að stöðva tímafresti í samrunamálum ef fyrirtæki er talið hafa veitt villandi upplýsingar. Lögmaður varar við því að þetta kunni að leiða til þess að málsmeðferðin verði „talsvert lengri“ og valdið mögulegt tjóni fyrir samrunaaðila.

Óheflaður formaður og ráðherra í gjörgæslu
Orð Formanns félags íslenskra atvinnuflugmanna um rekstur og framtíðarhorfur Play benda til þess að viðkomandi valdi ekki þeirri ábyrgð sem honum hefur verið falin.

Miðað við arðsemi eru íslenskir bankar „á tilboði“ í samanburði við þá norrænu
Verðlagning á íslenskum bönkum, einkum Arion, er nokkuð lág ef litið er til arðsemi þeirra í samanburði við norræna banka og má segja að þeir séu á „tilboði í Kauphöllinni,“ samkvæmt nýrri hlutabréfagreiningu. Gangi boðaður samruni Arion og Kviku eftir gæti hann skilað sér í um sjö milljarða samlegð og þá um leið verulegri hækkun til viðbótar á verðmati Arion banka.

Kaldbakur hagnast um 2,6 milljarða en segir „krefjandi aðstæður“ framundan
Félagið Kaldbakur, sem heldur utan um fjárfestingareignir sem áður voru í eigu Samherja, skilaði um 2,3 milljarða króna hagnaði í fyrra, talsvert minna en árið áður. Forstjóri Kaldbaks segir „krefjandi aðstæður“ framundan hjá fyrirtækjum sem þjónusta sjávarútveginn og þess sjáist nú þegar merki í samdrætti í pöntunum þeirra.

Veikar hagvaxtartölur afhjúpa áhættuna við Ódysseifska leiðsögn Seðlabankans
Tæplega tveggja prósenta samdráttur í landsframleiðslu á öðrum fjórðungi, sem er óravegu frá spá Seðlabankans, endurspeglar að áhrifa tollastríðs bandarískra yfirvalda er farið að gæta í tölunum og sennilegt að útflutningsgreinarnar muni áfram glíma við mótbyr. Aðalhagfræðingur Kviku segir tölurnar „afhjúpa“ áhættuna við skilyrta leiðsögn Seðlabankans hvað þurfi að gerast svo vextir verði lækkaðir frekar en telur sjálfur að auknar líkur séu núna á að vaxtalækkunarferlið fari af stað á nýjan leik snemma næsta árs.

„Þurfum að spyrja hvort samkeppnin sé farin valda okkur of miklum kostnaði“
Framkvæmdastjóri eins stærsta lífeyrissjóðs landsins setur spurningamerki við skynsemi þess að leggja tvo ljósleiðara í nánast öll hús á landinu og mögulega sé kominn tími á að velta því upp hvort áherslan þar á samkeppni sé „farin að valda okkur of miklum kostnaði.“ Þá segist hann hafa persónulega lítinn skilning á því, sem virðist vera „tabú“ í umræðu hér á landi, af hverju einkafjárfestar megi ekki hafa aðkomu að fjárfestingu í félagslegum innviðum og hagnast á henni.

Raungengið „ekkert mikið hærra“ en sem samræmist þjóðhagslegu jafnvægi
Þrátt fyrir að raungengið sé sögulega séð afar hátt um þessar mundir þá er það ekkert „mjög fjarri því“ sem getur talist vera jafnvægisgildi krónunnar, að mati seðlabankastjóra, en á mælikvarða hlutfallslega verðlags hefur það hækkað um tuttugu prósent frá ársbyrjun 2023.

Skortur á erlendum sérfræðingum helsta hindrunin fyrir vöxt hugverkaiðnaðar
„Flókið, tímafrekt og ófyrirsjáanlegt“ umsóknarferli þegar kemur að dvalar- og atvinnuleyfum fyrir sérfræðimenntað starfsfólk skapar óvissu og tafir fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði, að sögn hagsmunasamtaka greinarinnar, sem aftur dregur úr vaxtarmöguleikum þeirra. Kallað er eftir markvissum aðgerðum stjórnvalda til að tryggja nægjanlegt framboð erlendra sérfræðinga og eins að stuðningsumhverfi vaxtarfyrirtækja verði eflt þegar þau eru í þeim sporum að hefja framleiðslu og markaðssókn þannig að starfsemin haldist í landinu.

Vanmetið verðbólguálag hefur reynst fjárfestum dýrkeypt undanfarin ár
Fjárfestar sem á undanförnum árum treystu á óverðtryggð skuldabréf hafa í reynd fengið litla sem enga raunávöxtun, en þeir sem sóttu í verðtryggð bréf hafa staðið mun betur að vígi. Samkvæmt nýrri greiningu er fullyrt að markaðurinn hafi kerfisbundið vanmetið verðbólguálag og þar með sjálft verðmæti þess að verja sig gegn miklum sveiflum í verðbólgu.

Til að halda trúverðugleika gæti bankinn þurft að „knýja fram harða lendingu“
Ef það fer að hægja nokkuð á umsvifum í hagkerfinu á sama tíma og verðbólgan reynist áfram þrálát kann það leiða til þess að peningastefnan muni „knýja fram harða lendingu“ í efnahagslífinu, að sögn seðlabankastjóra, ætli bankinn sér að standa við þá skýru leiðsögn um hvað þurfi að gerast áður en vextir lækki frekar. Hann segir fátt mæla með því að fara að slaka á lánþegaskilyrðum fasteignalána á meðan verðhækkanir á þeim markaði eru enn vandamál við að ná niður verðbólgunni.

Vextir óbreyttir og ekki eru aðstæður til að slaka á raunaðhaldinu
Vaxtalækkunarferlið sem hófst undir lok síðasta árs er núna komið í biðstöðu með ákvörðun peningastefnunefndar að halda vöxtum óbreyttum, sem var í samræmi við væntingar, en samkvæmt nýrri spá Seðlabankans er útlit fyrir að verðbólga fari hækkandi næstu mánuði. Nefndin heldur óbreyttri leiðsögn um að ekki sé hægt að slaka á núverandi raunvaxtaaðhaldi í kringum fjögur prósent meðan það er enn nokkur verðbólguþrýstingur til staðar.