
Kröftugur vöxtur ISB í þóknana- og vaxtatekjum skilar afkomu umfram væntingar
Hagnaður Íslandsbanka á öðrum fjórðungi var nokkuð umfram spár greinenda og var afkoman drifin áfram af kröftugri aukningu bæði í hreinum vaxtatekjum og þóknanatekjum. Bankinn, sem hóf endurkaup á eigin bréfum í byrjun júlí, áætlar núna að hann sé með um 40 milljarða í umfram eigið fé.