„Annar fóturinn í úrslitaleikinn en ekkert er búið enn“ „Kantmaðurinn“ Harry Maguire var léttur á fæti þegar hann ræddi við blaðamenn eftir sjaldséðan 3-0 útisigur Manchester United. Maguire átti sinn þátt í fyrsta marki Man United gegn Athletic Bilbo ytra með frábærum einleik á hægri vængnum. Fótbolti 1.5.2025 23:03
„Þetta var hið fullkomna kvöld“ Enzo Maresca var í skýjunum eftir 4-1 útisigur sinna minna í Stokkhólmi í fyrri leik Chelsea gegn Djurgården í undanúrslitum Sambandsdeildar Evrópu. Fótbolti 1.5.2025 22:16
„Þetta er ekki búið“ Eftir frækinn 3-0 útisigur í fyrri leik Manchester United og Athletic Bilbao í undanúrslitum Evrópudeildarinnar í fótbolta sagði Ruben Amorim, þjálfari Rauðu djöflanna, að einvígið væri hvergi nærri búið. Ævintýrið gegn Lyon enn í fersku minni og leikmenn hans mega ekki við neinu vanmati. Fótbolti 1.5.2025 21:47
Grindavík snýr aftur heim: „Heimavöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Ungmennafélagið Grindavík mun snúa aftur til Grindavíkur. Munu meistaraflokkar í fótbolta og körfubolta leika leiki sína, allavega að hluta, innan bæjarmarkanna á þessu ári. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá félaginu. Fótbolti 1. maí 2025 17:22
Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Svíþjóðarmeistarar Rosengård máttu þola 5-0 tap gegn toppliði Hammarby þegar liðin mættust í undanúrslitum sænsku bikarkeppninnar í fótbolta. Tvær íslenskar landsliðskonur komu við sögu í leiknum. Fótbolti 1. maí 2025 16:30
Glódís bikarmeistari með Bayern Bayern München vann 4-2 sigur á Werder Bremen í úrslitaleik þýsku bikarkeppninnar í fótbolta í dag. Glódís Perla Viggósdóttir er fyrirliði Bayern sem vann bæði deild og bikar. Fótbolti 1. maí 2025 15:56
„Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ Sérfræðingar Bestu marka kvenna fóru yfir mikilvægi Fanndísar Friðriksdóttur í sóknarleik Vals í síðasta þætti. Íslenski boltinn 1. maí 2025 15:17
„Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Spænska ungstirnið Lamine Yamal er á allra vörum eftir magnaða frammistöðu í 3-3 jafntefli Barcelona og Inter í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Knattspyrnustjóri Inter segir að leikmenn eins og Yamal komi ekki fram nema á hálfrar aldar fresti. Fótbolti 1. maí 2025 13:00
Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enska knattspyrnusambandið hefur greint frá því að frá og með 1. júní verði trans konum óheimilt að spila í kvennaflokki. Enski boltinn 1. maí 2025 11:31
Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Eftir erfiða tíma getur Glódís Perla Viggósdóttir, fyrirliði Bayern Munchen, náð sögulegum árangri með liði sínu í dag takist þeim að tryggja sér tvennuna í Þýskalandi með sigri í bikarúrslitum. Fótbolti 1. maí 2025 11:02
„Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Franska knattspyrnugoðsögnin Thierry Henry hlóð ungstirni Barcelona, Lamine Yamal, lofi eftir frammistöðu Spánverjans í leik Barcelona og Inter Milan í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær. Henry segir Yamal hafa spilað líkt og hann hafi verið andsetinn. Fótbolti 1. maí 2025 10:31
Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Íslenski landsliðsfyrirliðinn Glódís Perla Viggósdóttir, sýnir áhyggjum landsliðsþjálfarans varðandi stöðu hennar vegna meiðsla og mögulegri þátttöku á EM í Sviss skilning. Sjálf hefur hún ekki áhyggjur og er á góðri leið. Fótbolti 1. maí 2025 09:32
„Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Það er kannski skrýtið að hugsa til þess núna, tveimur Íslandsmeistaratitlum, fjórum bikarmeistaratitlum og einstöku Evrópuævintýri síðar, en þegar Arnar Gunnlaugsson var ráðinn þjálfari Víkings höfðu fáir trú á því að hann ætti eftir að ná langt með liðið. Íslenski boltinn 1. maí 2025 09:01
Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Það voru skoruð stórglæsileg mörk þegar Barcelona og Inter gerðu 3-3 jafntefli í fyrri leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta í kvöld. Mörkin má nú sjá á Vísi. Fótbolti 1. maí 2025 08:02
Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Gæti Arna Eiríksdóttir, fyrirliði FH, átt eftir að feta í fótspor systur sinnar Hlínar með því að komast út í atvinnumennsku og í A-landsliðið? Sérfræðingarnir í Bestu mörkunum eru sannfærðir um það. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 23:17
Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Leikmennirnir ungu Chido Obi og Sekou Kone voru hafðir með í hópi Manchester United sem ferðaðist til Spánar fyrir leikinn við Athletic Bilbao annað kvöld en mega samt ekki spila. Enski boltinn 30. apríl 2025 21:45
Chelsea meistari sjötta árið í röð Yfirburðir Chelsea í knattspyrnu kvenna á Englandi halda áfram en liðið varð í kvöld Englandsmeistari sjötta árið í röð. Enski boltinn 30. apríl 2025 21:41
Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Spænski miðjumaðurinn Rodri, núverandi handhafi Gullboltans, er byrjaður að æfa með liði Manchester City að nýju eftir að hafa slitið krossband í hné í september í fyrra. Enski boltinn 30. apríl 2025 19:46
Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Cristiano Ronaldo þarf enn að bíða eftir fyrsta stóra titlinum með Al Nassr eftir að sádiarabíska liðið tapaði 3-2 gegn Kawasaki Frontale frá Japan í undanúrslitum Meistaradeildar Asíu í dag. Fótbolti 30. apríl 2025 19:04
Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Staðan er 3-3 eftir hreint ótrúlegan fyrri leik Barcelona og Inter í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, á Camp Nou í kvöld. Fótbolti 30. apríl 2025 18:30
Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Íslandsmeistarar Breiðabliks og Þróttur eru í hópi fjögurra efstu liða Bestu deildar kvenna í fótbolta eftir þrjár umferðir, eftir sigurleiki í gærkvöld. Mörkin úr leikjunum má sjá á Vísi. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 17:35
Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Félög í sádísku úrvalsdeildinni í fótbolta eru sögð renna hýru auga til þriggja framherja Liverpool í von um að tryggja sér þjónustu þeirra í sumar. Ólíklegt þykir að Liverpool hyggist selja svo marga úr framlínu liðsins. Enski boltinn 30. apríl 2025 16:00
Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Ef spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna liðanna í Lengjudeildunum rætist standa Fylkir og Keflavík uppi sem sigurvegarar í þeim. Íslenski boltinn 30. apríl 2025 14:43
„Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að liðið verði að gera eitthvað einstakt í París ef liðið ætlar að slá Paris Saint-Germain úr leik og komast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Fótbolti 30. apríl 2025 13:45