Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Forsalan sögð slá öll fyrri met

Forsala í miðasölu á söngleikinn Moulin Rouge! hefur slegið öll fyrri met, að sögn Borgarleikhússins. Aldrei hafi jafn mikill fjöldi miða verið seldur á fyrstu klukkustundum forsölu hjá Borgarleikhúsinu. Þá hafi álagið á miðasölukerfi hússins verið mikið.

Lífið


Fréttamynd

Fimm­tán ára og gefur út frum­samda plötu

„Ég fæ alltaf svakalega dellu fyrir hlutum og tek tímabil þar sem ég er óstöðvandi í að semja tónlist,“ segir ungstirnið Urður Óliversdóttir sem notast við listamannsnafnið Undur. Urður, sem er í tíunda bekk, var að gefa út sína fyrstu breiðskífu og stefnir langt í heimi tónlistarinnar.

Tónlist
Fréttamynd

Getum verið gröð án þess að blotna eða fá ris

Áður en við fáum bílpróf þurfum við að ljúka ökuskóla 1, 2 og 3 auk verklegra tíma og prófa. Það þykir eðlilegt og sjálfsagt að fá fræðslu áður en næstu skref eru stigin í námi eða starfi. En þegar það kemur að kynlífi er enn þann dag í dag ekki búið að tryggja nægilega vel að ungmenni um allt land fái öfluga kynfræðslu.

Lífið

Mest lesið

Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.

Fréttamynd

Jón Gnarr birtir sönnunar­gagn A um ADHD

Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, hefur ótal sinnum talað um áhrif þess að vera með athyglisbrest og ADHD. Í dag birti hann svo á samfélagsmiðli sínum mynd sem kjarnar, að hans mati, hans eigið ADHD.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingar vekja at­hygli í menningar­lífi Kaup­manna­hafnar

Íslensku myndlistarkonurnar Elísabet Olka og Högna Heiðbjört Jónsdóttir opnuðu sýninguna Montage með stæl í Kaupmannahöfn í byrjun apríl. Íslenska þemað var tekið alla leið þar sem sýningin fór fram í galleríinu Wild Horses sem er rekið af myndlistarkonunni og hönnuðinum Sigurrós Eiðsdóttur.

Menning
Fréttamynd

Nýtur lífsins í viktorísku koti í London

Fyrirsætan og verkefnastjórinn Anna Jia hefur búið í London síðastliðin sex ár og nýtur lífsins í botn þar með eiginmanni sínum og dóttur þeirra Lily Björk. Fjölskyldan keypti gamalt viktorískt kot sem þau gerðu upp og þau þrífast vel í fjölbreyttu og skemmtilegu mannlífi stórborgarinnar. Blaðamaður ræddi við Önnu um lífið úti.

Lífið
Fréttamynd

Snorri og Nadine eignuðust son

Hjónin Nadine Guðrún Yaghi, forstöðumaður samskipta- og markaðssviðs flugfélagsins Play, og Snorri Másson, þingmaður Miðflokksins, hafa eignast son.

Lífið
Fréttamynd

Hryllingskvöld hjá GameTíví

Strákarnir í GameTíví ætla að upplifa hrylling í kvöld. Dói mun spila Until Dawn leikinn, í tilefni af því að kvikmyndin er að koma út og gefa áhorfendum miða í bíó.

Leikjavísir
Fréttamynd

Fimm­tíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA

„Samferðamaður“ er yfirskrift sýningar sem opnuð verður á Ljósmyndasafni Reykjavíkur laugardaginn 3. maí kl. 15. Á sýningunni er farið yfir ríflega fimmtíu ára feril Gunnars V. Andréssonar fréttaljósmyndara – frá 1966 til 2017. Myndir hans voru í gegnum tíðina merktar GVA.

Menning
Fréttamynd

Giftu sig við per­sónu­lega at­höfn í sólinni

Leikkonan og Twilight stjarnan Kristen Stewart er gift kona. Hún gekk að eiga sína heittelskuðu, kvikmyndagerðakonuna Dylan Meyer, í lítilli og persónulegri athöfn í Los Angeles 20. apríl síðastliðinn og birti Meyer fallegar myndir af þeim hjónum á Instagram um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Ást­fangnar í fjöru­tíu ár

Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra og fyrsti opinberlega samkynhneigði þjóðarleiðtogi heims, og eiginkona hennar, Jónína Leósdóttir rithöfundur, fagna fjörutíu ára sambandsafmæli sínu í dag. 

Lífið
Fréttamynd

Sumarið er komið á Boozt

Sumarið er komið samkvæmt dagatalinu og tími til kominn að fríska upp á fataskápinn í takt við hlýnandi veður. Litapallettan í tísku, förðun og heimilisvörum verður aðeins ljósari og litríkari í sumar.

Lífið samstarf