Menning

Fréttamynd

Upp­selt á fimm­tíu sýningar á Línu Langsokk

Það gekk mikið á í Þjóðleikhúsinu um helgina og mun ganga á næstu vikur og mánuði því Lína Langsokkur er mætt á svið leikhússins með sinn munnsöfnuð, stríðni og krafta. Uppselt er á 50 sýningar, sem þýðir að um 25 þúsund manns hafa tryggt sér miða á leikritið.

Menning

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Ný við­bygging við Þjóð­leik­húsið „lang­þráður draumur“

Ríkisstjórnin hyggst fjármagna nýja viðbyggingu við Þjóðleikhúsið sem á að rýma um 250 til 300 manns. Gert er ráð fyrir að byggingin mun kosta um tvo milljarða og að hún geti verið tilbúin árið 2030. Þjóðleikhússtjóri segir bygginguna langþráðan draum. Byggingin mun hýsa nýtt svið, æfingaaðstöðu og búninga- og leikmunasafna leikhússins. 

Menning
Fréttamynd

Kol­finna leik­stýrir kærastanum í annað sinn

Kolfinna Nikulásdóttir mun leikstýra einu þekktasta og vinsælasta verki leikhússögunnar, sjálfum Hamlet, sem verður frumsýnt í Borgarleikhúsinu þann 31. október næstkomandi. Leikarinn Sigurbjartur Sturla Atlason, betur þekktur sem Sturla Atlas og jafnframt kærasti Kolfinnu, fer með aðalhlutverk sýningarinnar. 

Menning
Fréttamynd

Opnar femínískt myndlistagallerí í Vestur­bænum

Um miðjan ágúst mun fjölmiðlakona opna dyrnar að femíníska myndlistagalleríinu SIND. Hún kveðst ekki vita til þess að nokkuð annað gallerí hérlendis byggi á sömu hugsjón. Listakonan Rúrí verður fyrst til að halda einkasýningu í SIND.

Menning
Fréttamynd

„Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“

„Maður þarf að hafa fyrir því að halda í vináttuna. Og mig langaði að fjalla um hvernig ég hef gert það, hvernig ég upplifi vináttu. Og það hefur gerst að maður missir vini,“ segir tónlistarkonan Iðunn Einars, hið 26 ára tónskáldið, er hún talar um breiðskífu sína Í hennar heimi sem kom út í fyrra og var meðal annars tilnefnd til plötu ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum í vor.

Menning
Fréttamynd

Nýr barna­kór Hall­gríms­kirkju stofnaður

Barnakór Hallgrímskirkju verður stofnaður í haust undir stjórn Fjólu Kristínar Nikulásdóttur. Kórinn er ætlaður börnum í þriðja til fimmta bekk og tekur þátt í helgihaldi kirkjunnar tvisvar á önn og heldur einnig sína eigin tónleika.

Menning
Fréttamynd

Risa­stór menningar­há­tíð á Flat­eyri

Listalífið á Flateyri iðar sem aldrei fyrr en næstkomandi laugardag hefst þar menningarhátíðin ListaVestrið. Fjöldi íslenskra kanóna koma að hátíðinni og má þar nefna Gabríelu Friðriksdóttur og Hrafnkel Sigurðsson.

Menning
Fréttamynd

Of­boðs­lega fal­leg ber­skjöldun

„Fyrir mér þýðir þetta bara að ég sé að fylgja sjálfri mér og gera það sem ég elska að vera gera,“ segir fjöllistakonan Bryndís Magnúsdóttir sem var að opna sína fyrstu einkasýningu.

Menning
Fréttamynd

„Ég er sáttur við það dags­verk“

Helgi Jónsson, ritstjóri Glatkistunnar, vonar að einhver taki að sér að reka tónlistargagnagrunninn þó hann hyggist sjálfur ekki lengur halda honum úti. Að óbreyttu ratar Glatkistan í glatkistuna eftir ár, en Helgi gengur sáttur frá borði.

Menning
Fréttamynd

Glat­kistunni lokað

Glatkistunni, stærsta gagnagrunni sem er að finna um tónlistarlíf á Íslandi, verður að óbreyttu lokað eftir ár. Illa hefur gengið að fá auglýsendur til að styðja við verkefnið og styrkir frá hinu opinbera hafa verið fáir. Fleira efni mun ekki birtast á síðunni „nema auðvitað eitthvað stórkostlegt gerist,“ segir ritstjórinn.

Menning
Fréttamynd

Stór­stjörnur úr dansheiminum í Tjarnar­bíói

Það er mikil dansveisla í vændum í Reykjavík en 19. og 20. júní næstkomandi mun listahópurinn Source Material frumsýna verkið Life in this House is Over í Tjarnarbíói. Leikstjóri er Samantha Shay og á verkið rætur sínar að rekja í samvinnu hennar við sögulega dansflokkinn Pina Bausch.

Menning