Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Forsvarsmenn samfélagsmiðlafyrirtækisins Meta, sem rekur meðal annars Facebook, Instagram og aðra samfélagsmiðla, birtu í gær fjórðungsuppgjör sem þykir mjög jákvætt. Fyrirtækið hagnaðist um rúma átján milljarða dala á öðrum ársfjórðungi þessa árs. Viðskipti erlent 31.7.2025 09:49
Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Ókei. Það verða auðvitað einhverjir að taka það að sér að halda samfélaginu gangandi um verslunarhelgina. Og VINNA! Atvinnulíf 31.7.2025 07:02
„Verið að auglýsa öryggi sem er falsöryggi“ Viðskiptavinir Vís sem greitt hafa fyrir ferðatryggingu með korti frá Íslandsbanka fá ferð ekki bætta vegna forfalla af völdum veikinda ef þeir sóttu sér aðstoð tengda þeim veikindum hálfu ári áður en ferðin var keypt. Neytendur 30.7.2025 16:53
Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Sigurður H. Ólafsson hefur verið ráðinn viðskiptastjóri innviðalausnasviðs tæknifyrirtækisins Ofar. Innviðalausnir eru nýtt svið hjá Ofar en Sigurður býr að 30 ára reynslu úr upplýsingatæknigeiranum. Viðskipti innlent 29.7.2025 11:21
Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Bílaleigan Blue Car Rental við Keflavíkurflugvöll hagnaðist um 721 milljón króna á árinu 2024, samanborið við 1.168 milljónir króna árið áður. Um er að ræða 38 prósenta samdrátt í hagnaði milli ára. Viðskipti innlent 29.7.2025 10:13
Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Við gerum okkur oft ekki grein fyrir því hvað það eru margir sem vinna einir. Til dæmis í lítilli verslun eða sjoppu, iðnaðarmenn, fólk í sérhæfðum störfum eins og þýðendur eða fólk í fjarvinnu. Fólk í viðgerðarþjónustu og fleira. Atvinnulíf 29.7.2025 07:01
Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Maroš Šefčovič, framkvæmdastjóri viðskiptamála hjá Evrópusambandinu, segir tollasamkomulagið milli ESB og Bandaríkjanna sem tilkynnt var um í gær, besta kostinn í erfiðum aðstæðum. Viðskipti erlent 28.7.2025 11:19
Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Þingmenn Norðvesturkjördæmis munu funda með utanríkisráðherra á fimmtudag, vegna fyrirhugaðra tolla Evrópusambandsins á íslenskt kísiljárn. Fyrsti þingmaður kjördæmisins segir fjölda starfa undir, og að þingmenn séu sammála um að koma verði í veg fyrir álagningu tollanna. Viðskipti innlent 28.7.2025 11:03
Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Spurning barst frá þrjátíu og tveggja ára karlmanni: Viðskipti innlent 28.7.2025 07:00
Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Lagardère Travel Retail, sem rekur mathöllina Aðalstræti, Bakað kaffihúsin, Loksins Café & Bar, KEF Diner og Sbarro, mun hætta starfsemi sinni á flugvellinum í lok sumars, fyrr en áætlað var. Nýir aðilar munu taka tímabundið við rekstri meðan á undirbúningi nýrra útboða stendur. Viðskipti innlent 27.7.2025 17:26
„Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Uppbygging Laxeyjar í Vestmannaeyjum er stærsta einkaframkvæmd í sögu eyjanna. Stækka þurfti hlutafjárútboð fyrirtækisins í sumar vegna umframeftirspurnar en stefnt er á fyrstu slátrun laxa í nóvember. Viðskipti innlent 27.7.2025 08:59
Rukkuð vegna þegar greiddra bílastæða og fá engin svör Viðskiptavinir bílastæðafyrirtækisins Lagningar hafa margir fengið kröfu í pósthólfið sitt frá Isavia þrátt fyrir að hafa þegar greitt fyrir bílastæði við Keflavíkurflugvöll. Einhverjir segjast hvorki hafa fengið endurgreitt né svar frá fyrirtækinu svo vikum skiptir. Eigandi Lagningar segir vandamálið ekki hjá fyrirtækinu og að unnið sé að endurgreiðslum. Neytendur 26.7.2025 17:21
Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Landsbankinn hefur tekið tilboði Landsbyggðar ehf. í Landsbankahúsið við Austurstræti 11 og húsin að Hafnarstræti 10, 12 og 14. Söluverð húsanna er 2,85 milljarðar króna. Landsbyggð ehf. er í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, sem kenndur er við Samherja, og Leós Árnasonar. Húsið er þriðja fyrrverandi bankaútibúið sem félög tengd Kristjáni kaupir af Landsbankanum. Viðskipti innlent 25.7.2025 14:41
Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Öllum fjórum sjómönnum Einhamars í Grindavík var sagt upp störfum um mánaðamótin. Að sögn eigandans er þó aðeins um skipulagsbreytingar að ræða og öllum verði boðin staða á ný um áramótin að loknum sex mánaða uppsagnarfresti. Ástæður breytinganna séu minnkandi aflaheimildir og hækkuð veiðigjöld. Viðskipti innlent 25.7.2025 13:22
„Ekki mistök“ að brauð með engu kostaði tvö þúsund krónur Viðskiptavinur skyndibitastaðarins Subway í Borgarnesi uppgötvaði á dögunum að hann hafði verið rukkaður um 1969 krónur fyrir tólf tommu bát með engu á. Rekstrarstjóri Subway segir ekki um mistök að ræða. Neytendur 24.7.2025 18:58
Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Kanadískt orkufyrirtæki hefur tilkynnt um stóran olíufund um sex kílómetra út af pólska hafnarbænum Świnoujście við Eystrasaltið. Talið er fundurinn sé upp á 200 milljónir olíutunnuígilda og að ríflega 400 milljónir tunna sé að finna á umráðasvæði fyrirtækisins. Það gerir olíufundinn þann stærsta í sögu Póllands og þann stærst í Evrópu síðastliðinn áratug. Viðskipti erlent 24.7.2025 14:39
Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Hampiðjan hefur keypt ástralskan kaðlaframleiðanda. Kaupverð er ekki gefið upp en EBIDTA ástralska félagsins nam í fyrra 56 milljónum króna. Viðskipti erlent 24.7.2025 14:20
Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Verðbólga hjaðnar lítillega á milli mánaða en hagfræðingur býst við því að hún aukist aftur og verði á sömu slóðum út árið. Stýrivaxtalækkun í næsta mánuði sé nánast útilokuð. Viðskipti innlent 24.7.2025 11:51
Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Bakaríið Hygge opnaði loks á þriðjudag eftir 245 daga bið eftir rekstrarleyfi. Eigandinn segir það mikið spennufall að fá loks leyfið. Hann er ósáttur með samskiptaleysi yfirvalda. Viðskipti innlent 24.7.2025 10:48
Verðbólgan hjaðnar á ný Tólf mánaða verðbólga hjaðnaði um 0,2 prósentustig milli mánaða og er nú fjögur prósent. Verðbólga án húsnæðisliðar er þrjú prósent. Viðskipti innlent 24.7.2025 09:08
Í vinnutengdri ástarsorg Nei við erum ekki að fara að tala um framhjáhaldið sem óvart virtist komast upp á Coldplay-tónleikunum um daginn. En við erum samt að fara að tala um ástarsorg í vinnunni. Atvinnulíf 24.7.2025 07:00
Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Félagarnir Hlynur Snær Stefánsson og Zakarías Friðriksson hættu að nenna að standa í því að selja notaðar íþróttavörur á Facebook og hafa því boðað opnun Sportbássins. Þangað getur fólk komið með íþróttavörur sem safna ryki og þeir sjá um að koma þeim í verð. Viðskipti innlent 23.7.2025 15:57
Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Stofnendur umboðsskrifstofunnar Atelier Agency, Guðmundur Birkir„Kíró“ Pálmason og Kristjana Björk Barðdal, hafa endurskipulagt rekstur fyrirtækisins og stofnað nýju umboðsskrifstofuna og ráðgjafafyrirtækið Fura media. Um leið hættir Kristjana sem umboðsmaður Guðmundar. Viðskipti innlent 23.7.2025 13:03
Tekjur jukust um helming milli ára Tekjur Arctic Truck International námu 1,47 milljarði króna árið 2024 og jukust um 46 prósent frá fyrra ári. Hagnaður ársins nam 105,7 milljónum króna, samanborið við 82,9 milljónir árið áður. Eigið fé samstæðunnar í árslok var 444,6 milljónir króna, þar af 89,3 milljónir í hlutafé. Viðskipti innlent 23.7.2025 11:41