McIlroy tók heim með sér ellefu hundruð smáfána af Mastersmótinu Norður-írski kylfingurinn Rory McIlroy tæmdi búðina á Mastersmótinu eftir að hann tryggði sér sigurinn á mótinu í vor. Með þessum sigri á Augusta í apríl fullkomnaði McIlroy risamótaalslemmuna. Golf 20.8.2025 22:31
Skjálfandi í keppni eftir of stóran skammt af kreatíni Kylfingurinn Ben Griffin var í tómu tjóni í upphafi lokahringsins á BMW meistaramótinu í golfi í gær og fjórpúttaði (!) til að mynda á fyrstu holu. Ástæðan er vægast sagt óvenjuleg. Golf 18.8.2025 11:02
Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Scottie Scheffler átti stórkostlega vippu á næstsíðustu holunni á BMW meistaramótinu í golfi í gær og tryggði sér í kjölfarið fimmta sigurinn á PGA-mótaröðinni á þessu tímabili. Skotinn Robert MacIntyre var hins vegar vægast sagt fúll eftir að hafa endað í 2. sæti. Golf 18.8.2025 08:00
Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Guðrún Brá Björgvinsdóttir tryggði sér Íslandsmeistaratitil kvenna í dag eftir umspil þegar mótinu lauk á Hvaleyrarvelli í dag. Hulda Clara Gestsdóttir hafði leitt með fimm höggum fyrir lokadaginn en eftir mjög slæma byrjun hennar fuðraði forskotið upp og eftir æsispennandi hring þurfti umspil til að skera úr um meistara. Golf 10. ágúst 2025 19:19
Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Íslandsmótinu í golfi lauk í dag á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Dagbjartur Sigurbrandsso er Íslandsmeistari árið 2025 eftir æsispennandi lokahring og lokaholu. Dagbjartur lauk leik á fimm undir pari. Golf 10. ágúst 2025 17:42
Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Íslandsmótið í golfi klárast á Hvaleyrinni í dag. Þetta er stór dagur fyrir eina fjölskyldu sem á tvo fulltrúa í baráttunni um Íslandsmeistaratitlana. Golf 10. ágúst 2025 10:42
Axel heldur fast í toppsætið Heimamaðurinn Axel Bóasson leiðir Íslandsmótið í golfi fyrir lokadaginn en forskotið er þó ekki mikið. Sport 9. ágúst 2025 18:49
Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Hulda Clara Gestsdóttir er sem fyrr í efsta sæti á Íslandsmótinu í golfi. Hún mun fara inn í lokadaginn með fimm högga forskot. Sport 9. ágúst 2025 18:15
Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Heiðar Snær Bjarnason átti líklegast högg dagsins á Íslandsmótinu í golfi sem stendur nú yfir á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði. Golf 9. ágúst 2025 16:19
Axel leiðir að öðrum degi loknum Axel Bóasson, kylfingur úr Golfklúbbnum Keili, situr einn á topp í Íslandsmótsins í golfi þegar búið er að spila tvo hringi. Hann deildi efsta sætinu með Dagbjarti Sigurbrandssyni eftir fyrsta daginn en náði forskotinu með því að spila á tveimur höggum undir pari í dag. Golf 8. ágúst 2025 19:03
Hulda Clara ein á toppnum eftir dag númer tvö á Íslandsmótinu í golfi Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG tók afgerandi forystu í Íslandsmótinu í golfi sem fram fer á Hvaleyrarvellinum í Hafnarfirði í dag. Var þetta annar dagur Íslandsmótsins og spilaði Hulda á 71 höggum í dag og er fjórum höggum undir pari. Golf 8. ágúst 2025 18:45
Hlynur sigurvegari á Forsbacka Open í Svíþjóð Atvinnukylfingurinn Hlynur Bergsson úr GKG vann sinn fyrsta sigur á Nordic Tour mótaröðinni sem talin er vera sú þriðja sterkasta í Evrópu. Hann hafði spilað á 17 mótum á árinu og hafði best náð níunda sæti. Golf 8. ágúst 2025 18:00
Framkvæmdastjórinn fær frí til að vera kylfusveinn Stjórn Golfklúbbs Borgarness samþykkti sérstaka beiðni á dögunum en missa fyrir vikið framkvæmdastjórann sinn í smá tíma. Golf 8. ágúst 2025 13:31
Samdi við kríuna um að koma sér á brott Íslandsmótið í golfi hófst á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í gærmorgun og hefur sérlega mikið verið lagt í umgjörð mótsins í ár. Golf 8. ágúst 2025 10:01
Hulda Clara og Karen Lind efstar Kylfingarnir Hulda Klara Gestsdóttir og Karen Lind Stefánsdóttir, báðar úr GKG, eru leiða eftir fyrsta hring á Íslandsmótinu í golfi. Mótið fer að þessu sinni fram á Hvaleyrarvelli Golfklúbbsins Keilis. Golf 7. ágúst 2025 19:40
Axel og Dagbjartur leiða Kylfingarnir Axel Bóasson og Dagbjartur Sigurbrandsson leiða Íslandsmótið í golfi þegar fyrsta hring er lokið. Golf 7. ágúst 2025 19:31
Smokkamaðurinn enn ófundinn Óprúttinn aðili sem ók inn á Svarfhólsvöll aðfaranótt síðasta föstudags, vann skemmdir á vellinum og skildi eftir sig smokk, er enn ófundinn. Innlent 7. ágúst 2025 16:17
Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Íslandsmótið i golfi 2025 hófst í morgun. Hulda Bjarnadóttir, forseti GSÍ, setti mótið með formlegum hætti. Golf 7. ágúst 2025 10:25
Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Rástímar hafa nú verið birtir fyrir Íslandsmótið í golfi en öll augu kylfinga verða á Hafnarfirðinum næstu daga. Golf 6. ágúst 2025 15:31
Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Vallarstarfsmaður Golfklúbbs Þorlákshafnar varð fyrir golfbolta í gær. Höggið mun hafa verið þungt, og lent örskammt frá höfði starfsmannsins. Innlent 6. ágúst 2025 15:13
Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Einvígið á Nesinu, árlegt góðgerðargolfmót Nesklúbbsins, fór fram í dag. Allir kylfingar klæddust bleiku. Golf 4. ágúst 2025 18:32
Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Aðstaða fyrir áhorfendur á Íslandsmótinu í golfi verður einkar vegleg þetta árið. Að erlendri fyrirmynd verður risaskjá komið fyrir á Hvaleyrarvelli og sérstakt áhorfendasvæði verður opnað, ásamt veitingatjaldi sem rúmar hundrað manns. Frítt er inn á mótið fyrir alla sem vilja fylgjast með. Golf 4. ágúst 2025 14:47
Einvígið á Nesinu safnar í ár fyrir minningarsjóð Bryndísar Klöru Nesklúbburinn verður með sitt árlega góðgerðarmót, Einvígið á Nesinu, á Frídegi verslunarmanna. Þetta í tuttugasta og níunda skipti sem það fer fram. Golf 1. ágúst 2025 12:46
Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Óprúttinn aðili ók um golfvöllinn Svarfhólsvöll með þeim afleiðingum að skemmdir urðu á grasinu í nótt. Viðkomandi skildi jafnframt smokk eftir á vellinum og ók niður stöng. Innlent 1. ágúst 2025 11:53