Tíska og hönnun

Tíska og hönnun

Allt það nýjasta úr heimi tískunnar og fréttir af sviði hönnunar.

Fréttamynd

Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba

„Lífið hefur breyst rosalega mikið á þessu ári,“ segir ungstirnið Maron Birnir sem skaust upp á stjörnuhimininn fyrir stuttu síðan. Maron, sem er átján ára gamall, lifir og hrærist á tónlistinni og hefur stefnt hátt frá ungum aldri. Blaðamaður tók púlsinn á nýjustu stjörnu landsins.

Tónlist

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Fann ástina í ör­laga­ríkum kjól

„Ég trúi á mikilvægi þess að gera eitthvað skapandi á hverjum degi. Að klæða sig upp er hin fullkomna útrás fyrir sköpun,“ segir Auður Mist Eydal, betur þekkt sem Auja Mist. Auja er 24 ára gömul myndlistarkona úr vesturbænum sem ber af í klæðaburði. Blaðamaður fékk að taka púlsinn á hennar persónulega stíl, fataskáp og skemmtilegum tískusögum.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitasta handatískan í dag

Tískubylgjur koma fram á ýmsum sviðum og eru neglur og hendur þar engin undantekning. Ljósmyndari í New York fylgist grant með þessu á hverjum degi og myndaði á dögunum hendurnar á aðal tískusérfræðingunum á tískuvikunni í stórborginni.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

TikTok besta leitar­vélin í ferðinni til Suður-Kóreu

„Tískan í Seoul var svo sturluð, ég rankaði oft við mér stara á fólk því þau voru öll svo sjúklega töff,“ segir hin 26 ára gamla athafnakona Sofia Elsie Nielsen sem var að koma heim úr ógleymanlegri vinnuferð til Suður-Kóreu. Hún segir Seoul orðna sína eftirlætis borg og fékk endalausar hugmyndir að skemmtilegum hlutum til að gera í gegnum TikTok.

Ferðalög
Fréttamynd

Ís­lenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar

Fatahönnuðurinn og listakonan Sól Hansdóttir er stödd á tískuviku í London þar sem hún sýndi nýjustu línuna sína við góðar viðtökur. Vogue blaðakonan Mosha Lundström Halbert lét sig ekki vanta og dró fyrrum forsetafrúna og tískudrottninguna Dorrit Moussaieff með sér á sýninguna.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý

Ný sýning Johönnu Seeleman, Vitrum, opnaði í HAKK gallerý við Óðinsgötu 1 á föstudag. Á sýningunni vinnur hún með Íspan-Glerborg, Anders Vange glerlistamanni og Hildiberg lýsingarhönnuðum að því að gefa gleri sem annars væri urðað, nýtt líf.

Menning
Fréttamynd

Heitustu naglatrendin fyrir haustið

Haustið og veturinn kalla á djúpa og hlýja liti, og það á ekki síður við í naglatískunni. Litir eins og rauðbrúnn og súkkulaðibrúnn eru sérstaklega vinsælir þessa dagana, ásamt klassískum nöglum skreyttum fíngerðum doppum, dýramynstri, french-tip eða glansandi krómáferð.

Lífið
Fréttamynd

Heklaði á sig forsýningarkjólinn

„Ég í raun gekk frá síðustu saumum rétt áður en ég mætti niður í Háskólabíó, ákveðinn stemning í því,“ segir leikkonan Hera Hilmar sem mætti á forsýningu Reykjavík Fusion í splunkunýjum kjól sem hún byrjaði að hekla í tökum í Búdapest í sumar.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Ástin sigrar í nýrri her­ferð gegn of­beldi

„Útkoman var þessi bolur sem táknar það að jákvæðni og skilningur leiði gott af sér og ef maður einbeitir sér að því að sjá það fallega í fólki mun ástin sigra að lokum,“ segir Helga Lilja Magnúsdóttir, sem er hönnuðurinn á bak við nýjan FO-bol UN Women á Íslandi.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York

„Mér fannst ótrúlega óraunverulegt að sjá myndband af Opruh Winfrey með mínu lagi undir,“ segir tónlistarkonan Árný Margrét en splunkunýtt lag úr hennar smiðju ómaði á tískupöllum í gær á tískuvikunni í New York. 

Tónlist
Fréttamynd

Í þrjá­tíu ára gömlum fötum af mömmu

Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður hjá Sjálfstæðisflokknum, vakti athygli á þingsetningu í gær fyrir mjög einstakan klæðaburð. Hún var ólíklega í hættu á að rekast á annan þingmann í svipaðri múnderingu þar sem klæðin eru þrjátíu ára gömul.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Víbrur borgarinnar taka nú breytingum, brúnir og rauðir litir eru hægt og rólega að færast í aukana, umferðin er stöðugt að þyngjast, yfirhafnirnar eru komnar upp úr geymslunni og fólk þeytist um á meiri hraða. Haustið er komið í allri sinni dýrð en það er uppáhalds árstíð margra tísku- og rútínuunnenda.

Lífið
Fréttamynd

Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt

„Mér finnst mjög gaman að nota fötin mín á alls konar vegu,“ segir Hekla Nína Hafliðadóttir, 25 ára gömul leirlistakona sem rekur Stúdíó Hekla Nína og hefur vakið mikla athygli að undanförnu fyrir hönnun sína.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Fá­klædd og flott á dreglinum

Margar af heitustu stjörnum tónlistarbransans komu saman í New York gærkvöldi á verðlaunahátíðinni VMA. Svo virðist sem Bianca Censori hafi haft mikil áhrif á tískuna á dreglinum eftir að hún mætti svo gott sem nakin á Grammy verðlaunin fyrr á árinu þar sem margar stjörnurnar leyfðu holdinu að njóta sín í gær. 

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Þykkari augn­hár og auga­brúnir – vísindin á bak við UKLASH

Þétt augnhár og skarpar augabrúnir eru meira en tískufyrirbæri – þær ramma inn andlitið og gefa svip. Maskari, gerviaugnhár og microblading er frábærar lausnir, en nútímaserum bjóða hins vegar upp á milda og vísindalega studda lausn sem styður við heilbrigðan vöxt og er einfalt og árangsríkt til að byrja á heima fyrir.

Lífið samstarf