Skoðun

Fréttamynd

Leik­skóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni vel­ferð barna

Anna Elísa Hreiðarsdóttir og Svava Björg Mörk skrifa

Nýverið hafa nokkur sveitarfélög lagst í breytingar á rekstrarfyrirkomulagi leikskóla og eins og gefur að skilja hefur það leitt af sér þó nokkra opinbera umræðu og sýnist sitt hverjum. Höfundar hafa fylgt breytingunum eftir með rannsókn í tveimur þessara sveitarfélaga og tvisvar í ferlinu sent út spurningalista á þrjá hópa innan 17 skóla; skólastjórnendur, deildarstjóra og annað starfsfólk og fengið ágæta svörun.

Skoðun

Fréttamynd

Þor­gerður og er­lendu dóm­stólarnir

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Fram kom í máli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanns Viðreisnar, í umræðum um frumvarp hennar um bókun 35 við EES-samninginn á Alþingi á dögunum að hún teldi meiri brag á því að hlýta tilmælum Hæstaréttar Íslands, sem hefði veitt skýra leiðsögn um það að bókunin hefði ekki verið innleidd með réttum hætti, „heldur en að fara með málið fyrir erlendan dómstól.“ Þetta er sama Þorgerður Katrín sem vill að Ísland gangi í Evrópusambandið þar sem æðsta dómsvaldið hér á landi yrði ekki lengur Hæstiréttur heldur dómstóll sambandsins.

Skoðun
Fréttamynd

Barna­fjöl­skyldur í Reykja­vík eiga betra skilið

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun.

Skoðun
Fréttamynd

Lyftum um­ræðunni á ör­lítið hærra plan

Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar

Frétt í Morgunblaðinu 28. september s.l. hefur vakið athygli undanfarið. Hún fjallaði um starfslaun listamanna. Þar kom fram að 10 rithöfundar, 3 konur og 7 karlar hefðu hvert um sig fengið greidda fjárhæð sem nemur meira en hundrað milljón krónum í opinbera styrki á tímabili sem spannar næstum þrjá áratugi. Til að setja tölurnar í samhengi er vert að geta þess að með sömu aðferðafræði væru samanlagðar tekjur fyrir einstakling á meðallaunum um 250 milljónir króna.

Skoðun
Fréttamynd

Lykillinn að hamingju og heil­brigði

Auður Kjartansdóttir skrifar

Í gær fagnaði Garðyrkjufélag Íslands 140 ára afmæli með málþingi þar sem fjallað var um gildi gróðurs í borgarumhverfi. Þar komu fram áhugaverðar niðurstöður sem minna okkur á að tré og gróður eru ekki munaður eða skraut heldur nauðsynlegt stoðkerfi fyrir heilsu og vellíðan okkar.

Skoðun
Fréttamynd

Staða bænda styrkt

Hanna Katrín Friðriksson skrifar

Í dag birtust í samráðsgátt stjórnvalda drög að frumvarpi um breytingar á búvörulögum sem ég hyggst mæla fyrir nú á haustþingi. Með frumvarpinu er lagt til að fyrirtækjum í eigu eða undir beinum yfirráðum bænda verði heimilt að eiga með sér samstarf um afmarkaða þætti, þrátt fyrir tiltekin ákvæði samkeppnislaga.

Skoðun
Fréttamynd

Transumræðan og ruglið um fjölda kynja

Einar Steingrímsson skrifar

Í stuttu máli: Höldum áfram að skamma fólk sem segir ógeðslega hluti um og við transfólk. En fyrir alla muni hættum þruglinu um að meðal mannskepnunnar séu til fleiri en tvö líffræðileg kyn. Það er skaðlegt fyrir transumræðuna og fóður fyrir ýmis vafasöm öfl.

Skoðun
Fréttamynd

Leik­skólar eru ekki munaður

Íris Eva Gísladóttir skrifar

Umræðan um fækkun fæðinga á Íslandi hefur vakið mikla athygli. Frjósemi hefur aldrei mælst lægri og margir spyrja: hvers vegna?

Skoðun
Fréttamynd

Vísinda­rannsóknir og þróun – til um­hugsunar í til­tekt

Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar

Íslenskt vísindasamfélag hefur um árabil haft þungar áhyggjur af óviðunandi fjárveitingum til vísinda og rannsókna. Þegar fjárlagafrumvarpið var kynnt undir yfirskriftinni „Tiltekt og umbætur“ (Stjórnarráð 2025, 8. september) vakti það blendnar tilfinningar meðal vísindafólks.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar þurfa bara að vera dug­legri

Björg Magnúsdóttir skrifar

Þó það sé ástæða til þess að fagna því að Reykjavíkurborg sé að gera eitthvað í leikskólamálum er ástæða til þess að staldra við. Í tillögudrögum frá borgarráði í vikunni eru kynntar hugmyndir til þess að bæta náms- og starfsumhverfi leikskóla.

Skoðun
Fréttamynd

Dýr­keypt eftir­lits­leysi

Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar

Starfsemi fjölda fyrirtækja sem ganga inn á verksvið snyrtifræðinga hér á landi hefur verið til umræðu þar sem grunur leikur á mansali og óviðunandi starfsaðstæðum erlends starfsfólks sem hefur lagt allt sitt undir í leit að betra lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­gjöf Reykja­víkur­borgar í leik­skóla­málum

Finnbjörn A. Hermannsson og Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifa

Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár leikskóla eru reiðarslag fyrir barnafjölskyldur og jafnrétti. Þær valda ASÍ og BSRB gríðarlegum áhyggjum.

Skoðun
Fréttamynd

Svindl eða sjálfsvernd?

Sigurður Árni Reynisson skrifar

Það hefur lengi verið þekkt að börn skrökvi stundum eða leiti leiða til að komast hjá því að axla ábyrgð. En, þegar við sjáum barn í grunnskóla svindla á prófi og síðan neita að viðurkenna það, þá vaknar önnur spurning.

Skoðun
Fréttamynd

Magga Stína!

Helga Völundardóttir skrifar

Við sem heima sitjum og höfum gert undanfarið ár með annan fótinn í eigin heimi sem gengur sinn vanagang og hinn á samfélagsmiðlum að fylgjast með þjóðarmorði þar sem börn eru drepin, skilin eftir limlest og brennd, svipt foreldrum, framtíð og lífi.

Skoðun
Fréttamynd

Mannauðurinn á vinnu­staðnum þarf góða inni­vist til að dafna

Ásta Logadóttir skrifar

Það er einfalt: ef við viljum að fólk standi sig, njóti sín og þrífist í vinnunni, þá verðum við að skapa aðstæður sem gera það mögulegt. Samt sjáum við of oft að innivistarþættir eins og dagsljós, hljóðvist, loftgæði og hitastig eru afgangsstærðir í hönnun vinnustaða.

Skoðun
Fréttamynd

Þetta er námið sem lifir á­fram

Bryngeir Valdimarsson skrifar

Mælingar í skólastarfi skipta máli. Hin ýmsu próf gegna ákveðnu hlutverki og án þeirra myndi okkur vanta mikilvægan grunn til að sjá hvar staðan sé, hvar megi finna styrkleika og veikleika, bæði hjá nemendum sjálfum og skólunum í heild. Þau duga þó ekki ein og sér. Framtíðin krefst meira en réttra svara í formi staðreyndaþekkingar. Hún krefst gagnrýninnar hugsunar, lausnaleitar og hugrekkis til að prófa nýjar leiðir.

Skoðun
Fréttamynd

Tökum á glæpa­hópum af meiri þunga

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Skipulögð glæpasamtök eru ógn við samfélagið allt. Þau grafa undan kerfinu. Kosta ríkissjóð mikið, skerða samkeppnishæfni heiðarlegra fyrirtækja og ógna öryggi okkar allra. Aðgerðir lögreglu gegn skipulagðri glæpastarfsemi undanfarna mánuði hafa vakið athygli.

Skoðun
Fréttamynd

Minntist ekkert á Evrópu­sam­bandið

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Flokkstjórnarfundur Samfylkingarinnar fór fram á Hellu um síðustu helgi en á meðal þess sem vakti athygli á honum var að Kristrún Frostadóttir, forsætisráðherra og formaður flokksins, skyldi ekki minnast einu orði á Evrópusambandið og fyrirhugaða þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvort sækjast eigi eftir inngöngu í það í langri ræðu sinni.

Skoðun
Fréttamynd

Hugsum stórt í skipu­lags- og sam­göngu­málum

Hilmar Ingimundarson skrifar

Íslendingar hafa í gegnum tíðina sýnt að þegar stórar ákvarðanir eru teknar af festu og með framtíðarsýn, skila þær ávinningi fyrir heilar kynslóðir. Uppbygging hitaveitunnar á sínum tíma er skýrasta dæmið: þá þótti hugmyndin ævintýraleg, en reyndist lykill að uppgangi, bættum lífsgæðum og hagkvæmu samfélagi.

Skoðun
Fréttamynd

Eitt ei­lífðar smá­blóm

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Í liðinni viku sat ég allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna sem utanríkisráðherra og fulltrúi Íslands. Dagskráin var þéttskipuð frá morgni til kvölds, og allar vökustundir nýttar til að mynda tengsl, eiga samtal, lesa salinn, koma sjónarmiðum okkar á framfæri, skilja betur önnur sjónarmið og verja hagsmuni Íslands. Standa með okkar gildum og láta rödd okkar heyrast.

Skoðun
Fréttamynd

Betri mönnun er lykillinn

Skúli Helgason og Sabine Leskopf skrifa

Miklar áskoranir varðandi mönnun hafa mætt leikskólum um land allt undanfarin ár og áratugi.Ljóst er að vanhugsaðar ákvarðanir Alþingis um lengingu kennaranáms árið 2008 höfðu þau óæskilegu en að mörgu leyti fyrirsjáanlegu áhrif að aðsókn ungs fólks í kennaranám hrundi og verulegur skortur á leikskólakennurum fylgdi í kjölfarið sem enn hefur ekki tekist að vinna til baka þrátt fyrir batamerki hin síðari ár.

Skoðun
Fréttamynd

Borgar­hönnunar­stefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykja­vík

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Það eru stór tímamót að kynna fyrstuBorgarhönnunarstefnu Reykjavíkur.Stefnan er sett fram til að huga betur að gæðum í uppbyggingu og þróun borgarinnar. Innleiða stóra sýn aðalskipulagsins um grænt og manneskjuvæntumhverfi í hinu smáa sem skiptir svo ótrúlega miklu máli.

Skoðun
Fréttamynd

Hversu oft á að fresta fram­tíðinni?

Erna Magnúsdóttir og Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifa

Íslenskt þjóðfélag stendur nú á krossgötum með ómetanleg tækifæri í höndunum. Samt eru þau lítt rædd og fáir gera sér grein fyrir þeim.

Skoðun
Fréttamynd

Getur Ís­land staðið fremst í heilsutækni?

Arna Harðardóttir skrifar

Heilbrigðisráðuneytið og menningar, - nýsköpunar - og háskólaráðuneytið héldu í gær ráðstefnu þar sem fjallað var um hvernig heilsutæknilausnir og nýsköpun innan heilbrigðiskerfisins geta stuðlað að betri og skilvirkari heilbrigðisþjónustu.

Skoðun
Fréttamynd

Slæm inni­vist skerðir af­köst og hækkar kostnað

Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar

Við tölum gjarnan um mannauð eins og hann sé töflureiknir, hæfni inn, afköst út. En fólk vinnur ekki í tómarúmi. Það andar, hugsar, lærir og lifir í raunverulegu rými – með lofti, birtu, hljóði, hita og raka þ.e. þáttum innivistar sem annaðhvort styðja okkur eða hamla.

Skoðun

Alþingis- og sveitarstjórnarmenn

Barna­fjöl­skyldur í Reykja­vík eiga betra skilið

Sem ráðherra jafnréttismála og þingmaður Reykvíkinga þótti mér áhugavert að fylgjast með nýjasta útspili meirihlutans í borginni. Nú á að stytta dvalartíma barna, festa skráningarskyldu í sessi og hækka gjaldskrár fyrir heilsdagsvistun.


Meira

Arna Lára Jónsdóttir

Auðlindarentan heim í hérað

Nú á dögunum úthlutaði stjórn Fiskeldissjóðs rúmlega 465 milljónum króna til 15 verkefna í sjö fiskeldissveitarfélögum. Sjóðnum er ætlað að veita sveitarfélögum styrki til uppbyggingar innviða þar sem fiskeldi í sjókvíum er stundað, og styrkja þar með samfélög og stoðir atvinnulífs á þeim svæðum.


Meira

Diljá Mist Einarsdóttir

Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera dug­legri að harka af sér?

Fjölmiðlar hafa undanfarnar vikur fjallað um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hætta að greiða niður þjónustu við vökvagjöf vegna svokallaðs POTS-heilkennis frá og með 1. október nk. Á Heilsuveru er hægt að fræðast um heilkennið sem veldur t.a.m. aukinni hjartsláttartíðni. Nýlega voru Samtök um POTS á Íslandi stofnuð, m.a. til að stuðla að aukinni vitundarvakningu um heilkennið.


Meira

Sigmar Guðmundsson

Konukot

Það er ár síðan Reykjavíkurborg auglýsti eftir nýju húsnæði fyrir Konukot sem er neyðarskýli fyrir heimilislausar konur. Starfsemin er rekin í Eskihlíð og í raun var húsnæðið sprungið fyrir mörgum árum. Nýtt húsnæði fannst í Ármúlanum.


Meira

Ragnar Þór Ingólfsson

Grafið undan grunn­stoð ríka sam­fé­lagsins

Í nýlega birtri grein skrifaði Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, að ríkisstjórnin væri að grafa undan grunnstoð samfélagsins með því að vega að fjölskyldunni. Hann vísar þar til þriggja atriða sem eigi að lækka lífskjör fólks í landinu, og lýsir þeim sem skattahækkunum á millistéttina. Athugum nánar hvað Vilhjálmur á við.


Meira

Sigurður Ingi Jóhannsson

Grímu­laus að­för að lands­byggðinni

Ríkisstjórnin hefur að undanförnu boðað breytingar sem munu markvisst fækka störfum æðstu embættismanna á landsbyggðinni. Þetta er sérstaklega alvarlegt í ljósi þess að hlutfall opinberra starfa á landsbyggðinni er nú þegar lægra en á höfuðborgarsvæðinu.


Meira

Svandís Svavarsdóttir

Skortur á metnaði í loftslagsmálum

Stjórnvöld ætla að setja fram skýr töluleg markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda skv. tillögu umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að uppfærðu loftslagsmarkmiði Íslands undir Parísarsamningnum. Það er mikilvægt og því ber að fagna. En markmiðin eru of máttlaus, dregið hefur verið úr fjármögnun aðgerða í þágu loftslagsmála og tækifærið til að byggja ofan á þann grunn sem fyrri ríkisstjórn lagði er látið renna Íslandi úr greipum, nema breytingar verði gerðar á tillögunni.


Meira

Snorri Másson

Á hvaða ári er Inga Sæ­land stödd?

Að sjálfsögðu eiga foreldrar að fá að ákveða alveg sjálfir hvernig þeir ráðstafa fæðingarorlofsréttinum, óháð því hvað Samfylkingunni eða Vinstri grænum finnst um skipulag fjölskyldulífs þeirra. Þetta er mikilvægt efnahagsmál fyrir margar fjölskyldur, sem getur ráðið úrslitum um það hvort fólk haldi áfram í barneignum.


Meira

Sanna Magdalena Mörtudóttir

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.


Meira

Kolbrún Halldórsdóttir

Launa­munur kynjanna eykst – Hvar liggur á­byrgðin?

Samkvæmt tölum Hagstofunnar fyrir 2024 mældist óleiðréttur launamunur kynjanna 10,4%. Þetta er annað árið í röð sem launabilið milli kynjanna eykst, þvert á væntingar og yfirlýst markmið í jafnréttismálum.


Meira

Finnbjörn A. Hermannsson


Meira

Halla Gunnarsdóttir

Átta at­riði sem sýna fram á vanda há­vaxta­stefnunnar

Seðlabankinn hefur nú tilkynnt að stýrivextir muni standa í stað næstu mánuði og hefur hávaxtastefna bankans varað í rúm þrjú ár. Í aðdraganda ákvörðunarinnar stigu sífellt fleiri aðilar fram og bentu á að hávaxtastefnan væri gengin sér til húðar og þarfnaðist endurskoðunar.


Meira

Sonja Ýr Þorbergsdóttir


Meira

Heiðrún Lind Marteinsdóttir

Öndum ró­lega

Síðustu daga hafa býsna margar fréttir borist af „hamförum“ í Haukadalsá. Þeim hefur reyndar fækkað eftir að í ljós kom að megnið af löxunum dularfullu virðast vera hnúðlaxar. Það er merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun og passar engan veginn við vísindi fiskifræðinnar.


Meira