Úrval Útsýn hefur svarað kalli um björgunarfargjöld Ferðaskrifstofan Úrval Útsýn ákvað strax að svara kalli stjórnvalda um björgunarfargjöld fyrir farþega í vanda eftir fall Play. Frá því að staðan kom upp hefur ferðaskrifstofan aðstoðað fjölda farþega en bæta nú við enn fleiri sætum. Lífið samstarf 3.10.2025 14:09
Ísland land númer 197 Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. Innlent 30.9.2025 21:31
„Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Forstjóri Úrvals Útsýnar segist hafa hætt viðskiptum við flugfélagið Play fyrir mörgum mánuðum. Hún gagnrýnir stjórnvöld fyrir að vera ekki með betra eftirlit með slíkum rekstri. Fjöldi ferðaskrifstofa sitji uppi með gríðarlegt tjón í kjölfar gjaldþrots Play. Viðskipti innlent 30.9.2025 17:35
Skapaðu góðar minningar með Heimsferðum Ferðaskrifstofan Heimsferðir býður upp á fjölmargar spennandi og skemmtilegar ferðir í vetur fyrir þá landsmenn sem vilja sól á kroppinn, lenda í ævintýrum eða kynnast framandi menningu. Lífið samstarf 18. september 2025 14:27
Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Hæstaréttarlögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson og kærasta hans, Eva Margrét Ásmundsdóttir fasteignasali, eru á rómantísku ferðalagi um Suður- og Mið-Ítalíu. Eva birti ævintýralegar myndir úr ferðinni á Instagram-síðu sinni. Lífið 18. september 2025 09:13
Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Icelandair mun hefja flug til Feneyja á Ítalíu næsta sumar. Flogið verður þrisvar í viku frá 22. maí til 18. október, á þriðjudögum, föstudögum og sunnudögum. Borgin er þriðji áfangastaður Icelandair á Ítalíu, ásamt Róm og Mílanó. Viðskipti innlent 15. september 2025 13:11
Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Ferðamaður sem bókaði pakkaferð á fjarlægar slóðir með íslenskri ferðaskrifstofu fær ferðina endurgreidda þótt hann hafi ekki óskað eftir afbókun fyrr en þremur dögum fyrir brottför. Verulegar breytingar sem ferðaskrifstofan gerði á hinni bókuðu ferð veittu ferðamanninum rétt til þess að mati kærunefndar vöru- og þjónustukaupa. Neytendur 15. september 2025 07:02
Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum „Ég held að það séu ekkert allir sem átta sig á því að það þarf ekki að vera rándýrt að ferðast, þetta snýst allt um skipulag og rétta forgangsröðun,” segir Ingibjörg Halla Ólafsdóttir 24 ára grunnskólakennari en hún er með gífurlega ástríðu fyrir ferðalögum og hefur í dag heimsótt þrjátíu lönd. Lífið 14. september 2025 11:02
Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Íslendingar eiga enn eftir að uppgötva Grænland sem ferðamannaland en yfirgnæfandi meirihluti farþega Icelandair þangað eru útlendingar. Innlent 11. september 2025 21:41
Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Áhrifavaldarnir Brynja Bjarnadóttir Anderiman og Arnar Gauti Arnarsson, betur þekktur sem Lil Curly, eru nýkomin heim úr fríi í Frakkland þar sem þau nutu sólarinnar í ævintýralegu umhverfi. Lífið virðist leika við þau! Lífið 11. september 2025 14:03
Kjölur ekki á dagskrá Vegabætur á Kili eru ekki á áætlun þrátt fyrir að teikningar hafi verið til í nokkur ár. Vegagerðin segir málið snúast um forgangsröðun. Allt að fimm hundruð bílum er ekið daglega yfir Kjöl þegar mest er. Innlent 5. september 2025 22:00
Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Ástand Kjalvegar hefur verið mjög slæmt á köflum í sumar. Ferðaþjónustufólk vill sjá úrbætur á veginum og að sem flestum verði gert kleift að njóta hálendisins. Innlent 4. september 2025 23:02
Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Um 140 þúsund ferðamenn hafa heimsótt gestastofuna í Skaftafelli það sem af er ári. Um 10% af ferðamönnunum eru Íslendingar. Mikil ánægja er með tjaldsvæðið í Skaftafelli og allan aðbúnað á staðnum. Innlent 1. september 2025 20:03
Framkvæmdir við Fjallaböðin í fullum gangi Framkvæmdir við Fjallaböðin eru í fullum gangi í Þjórsárdal og er uppsteypa á mannvirkinu sjálfu hafin. Stærsti hluti byggingarinnar verður inni í fjalli. Innlent 30. ágúst 2025 09:30
Fárveik í París Linda Benediktsdóttir, uppskriftahöfundur og matgæðingur, er á ferðalagi um Frakkland með eiginmanni sínum, Ragnar Einarssyni, forstöðumanni færsluhirðingar hjá Landsbankanum. Linda segir að París hafi staðist allar væntingar þrátt fyrir veikindi hafi sett strik í reikninginn. Lífið 27. ágúst 2025 10:58
Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Vöruskiptahalli hefur aldrei verið meiri á Íslandi sem skýrist þó aðallega af stórauknum vöruinnflutningi, einkum á tölvubúnaði í tengslum við uppbyggingu gagnavera. Á sama tíma hafa Íslendingar aldrei ferðast eins mikið til útlanda og í ár. Neytendur 19. ágúst 2025 18:46
Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Það hefur verið meira en nóg að gera hjá landvörðum á Jökulsárlóni í sumar við að sinna og þjónusta ferðamenn því þangað komu um hundrað þúsund ferðamenn í júlí og reiknað er með svipuðum fjölda nú í ágúst og september. Forvitnir selir á svæðinu vekja alltaf mikla athygli. Innlent 17. ágúst 2025 21:04
„Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Eigendur Metta Sport, Pétur Kiernan og Samúel Ásberg O’Neill, eru nýkomnir heim úr sumarfríi í Króatíu ásamt kærustum sínum, Valdísi Hörpu Porcu og Þuríði Guðrúnu Pétursdóttur. Ferðalagið einkenndist af sólríkum dögum og vellystingum ef marka má myndir á samfélagsmiðlum. Lífið 14. ágúst 2025 11:54
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda segir gullgrafaræði skýra þá þróun sem hefur verið í bílastæðamálum og segir hana græðgisvæðingu sem hafi fengið að ganga allt of langt. Hann skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stigið fastar niður nú þegar. Viðskipti innlent 12. ágúst 2025 12:01
Víkurverk hefur allt fyrir ferðalagið og meira til Þessa dagana stendur yfir útsala hjá Víkurverk þar sem vörur eru á allt að 50% afslætti. Víkurverk býður upp á fjölbreytt úrval af vörum fyrir ferðalagið, á pallinn, í veiðina eða lautarferðina auk þess að bjóða upp á gott úrval af gjafavöru. Lífið samstarf 11. ágúst 2025 10:01
Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Húsvíkingi hefur verið falið að segja heiminum söguna af því þegar tveir frægustu landkönnuðir 20. aldarinnar héldu í leiðangur á Norðurpólinn. Örlygur Hnefill Örlygsson er nú, ásamt afkomendum brautryðjendanna, í fimmtán daga leiðangri á pólnum þar sem hann fangar sögu þeirra í heimildarmynd. Fréttastofa fékk að kíkja í heimsókn hjá pólfaranum á Húsavík áður en hann fór í reisuna miklu. Innlent 6. ágúst 2025 19:54
Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út auk um tuttugu björgunarsveitarmanna um tvöleytið í dag eftir að tilkynnt var um veikan göngumann á Fimmvörðuhálsi. Innlent 6. ágúst 2025 14:39
Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Sérfræðingur á sviði öryggismála hjá Ferðamálastofu hefur mikla trú á að þær aðgerðir sem landeigendur Reynisfjöru ákváðu að grípa til í gær muni koma til með að bæta öryggi töluvert á svæðinu. Hann segir að kjarninn í góðum gæða -og öryggiskerfum sé að rýna hvað betur megi gera þegar slys verða. Innlent 6. ágúst 2025 12:44
Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Stjórnvöld vestanhafs hyggjast ráðast í tilraunaverkefni þar sem ferðamönnum frá ákveðnum ríkjum verður gert að leggja fram allt að 15.000 dala tryggingu áður en þeir koma til Bandaríkjanna. Erlent 5. ágúst 2025 07:40