Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. október 2025 15:47 Það var bið, endalaus bið hjá Klemenz Bjarka og Unni á flugvellinum á Tenerife. Þau voru komin heim til sín í Svarfaðardal upp úr hádegi í dag eftir að hafa verið vakandi í 31 klukkustund. Hjón í Svarfaðardal segja farir sínar ekki sléttar eftir ferðalagið heim úr sólinni á Spáni. Eftir níu klukkustunda bið á flugvellinum á Tenerife sáu Norðanmenn rúmið í hyllingum þegar flugstjórinn tilkynnti um breytingar. Lent yrði á Keflavíkurflugvelli en boðið upp á rútuferðir norður. Hjónin Unnur Valgeirsdóttir og Klemenz Bjarki Gunnarsson nutu dásamlegra níu daga í sólinni á Tenerife ásamt þremur unglingsstúlkum. Áætluð heimkoma var um níuleytið í gærkvöldi en hjónin voru nýkomin heim í Svarfaðardal þegar blaðamaður heyrði í Unni á þriðja tímanum. „Við vorum bara að renna í hlað, búin að vera vakandi í 31 klukkustund,“ segir Unnur, merkilega hress miðað við svefnleysið. Sex klukkutíma seinkun á Akureyri Hjónin fengu veður af því á Spáni að einhver frestun gæti orðið á heimferðinni. Þannig er að foreldrar Unnar voru á leið með vöskum eldri borgurum norðan heiða með Heimsferðum í leiguflugi með Neos til Kanaríeyja í gærmorgun. Flugið átti upphaflega að fara frá Akureyri upp úr klukkan átta að morgni en farið var í borð um vélina klukkan 13. Vélin fór svo í loftið þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í þrjú. „Þegar það var búið að fljúga þeim til Kanarí átti vélin eftir að græja sig yfir til Tenerife að sækja okkur,“ segir Unnur. Unnur segir ferðalangana hafa fengið tilkynningu um seinkun augnablikum eftir að hjónin höfðu skilað af sér herbergjum sínum. Þar var brýnt fyrir fólki að mæta á flugvöllinn samkvæmt áætlun því innritunarborðinu yrði lokað á réttum tíma. „Við áttum að fara í loftið rúmlega fimm en fórum svo í loftið korter í tólf í gærkvöldi,“ segir Unnur. 1100 króna inneign til farþega Hún segir dvölina á flugvellinum hafa liðið hægt, níu klukkustundir í heildina. Ferðalangarnir hafi fengið inneign upp á átta evrur vegna tafarinnar sem svari til um 1100 króna. Eiginmaður hennar hafi stytt sér stundir með því að horfa á amerískan fótbolta í tölvunni. Biðin á flugvellinum á Tenerife bjóði auk þess ekki upp á þægindi. Járnhandföng séu á milli allra sæta svo aðeins hafi verið hægt að leggja sig á gólfinu. Feðginin Klemenz Bjarki Gunnarsson og Úlfhildur Embla Klemenzdóttir. Gott netsamband tryggði áhorf á NFL Red Zone Sýnar. Farþegar, allt frá hálfs árs og upp í nírætt, hafi svo farið um borð og vélin hafið sig á loft rétt fyrir miðnætti. Flugið heim hafi verið rólegt og farþegar séð heimili sín á Akureyri og nágrenni í hyllingum þegar tilkynning barst í kerfinu. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ segir Unnur. Stemningin um borð hafi breyst á augabragði. Blíðviðri á Akureyri? „Samkvæmt Veður.is var vindur 1 m/s,“ segir Unnur. Svipað hafi verið uppi á teningnum um morguninn við brottför foreldra hennar frá Akureyri. Blíðviðri en flugfélagið borið fyrir sig hliðarvindi. Önnur flug hafi komið og farið samkvæmt áætlun. „Það var gríðarlegt svekkelsi að fá þessar upplýsingar. Það höfðu allir verið mjög rólegir enda nótt en þarna stóðu allir á fætur, fóru að tala saman og já, það var bara öngþveiti í vélinni.“ Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur í nótt. Farþegum var þakkað fyrir ferðina á upptöku á íslensku og hvatt til að ferðast aftur með Neos. Unnur segir að þá hafi heyrst um alla vél: „Nei.“ Sex tíma rútuferð norður Farþegar fengu þær upplýsingar að unnið væri að því að finna rútur fyrir farþega til að keyra norður yfir heiðar. Unnur og Klemenz voru á meðal þeirra sem fóru um borð í rútu klukkan hálf sjö í morgun. Sumir hafi þó fengið nóg að sögn Unnar, jafnvel pantað leigubíl til Reykjavíkur og reynt að verða sér úti um innanlandsflug í dag, eitthvað sem hún hefur fullan skilning á. Ljósið í myrkrinu hafi verið morgunverður á Hótel Hamri utan við Borgarnes á norðurleiðinni og svo hafi rúturnar rennt í hlað á Akureyri um eittleytið. Þau hjónin búa í Svarfaðardal og þangað voru þau komin rúmum hálftíma síðar. Varðandi stemninguna á leiðinni heim segir Unnur: „Fólk var náttúrulega mjög pirrað,“ segir Unnur sem lenti líka í seinkun á brottför þegar haldið var utan frá Akureyri fyrir níu dögum. Þeir fjórir tímar, þar sem bættist við klukkutími og svo annar í tvær til þrjár vikur, séu þó smámunir miðað við heimferðina í gær. Þau hafi verið mjög þreytt við komuna heim. Misstu af skóla og vinnu „Við vorum með þrjár unglingsstelpur sem áttu auðvitað að mæta í skólann í morgun og maðurinn minn í vinnu.“ Hún segir fólk að norðan vant því að flug falli niður yfir vetrartímann. „Það getur alltaf gerst en í svona veðri þá skilur enginn neitt.“ Hún ber þó ferðinni í heild sinni vel söguna, níu dagar í sólinni og ekki yfir neinu að kvarta. Ábyrgðin liggi hjá Neos Í tölvupósti sem Heimsferðir sendu farþegum í dag er beðist velvirðingar á óþægindum vegna seinkunar á fluginu. Heimsferðir notast reglulega við flugfélagið Neos í leiguflugi sínu. „Þegar svona aðstæður koma upp er það á ábyrgð flugrekanda að tryggja öryggi farþega og leysa úr málum á eins farsælan hátt og hægt er. Hlutverk Heimsferða er að upplýsa farþega um stöðuna og þær ákvarðanir sem flugfélagið tekur í svona aðstæðum. Heimsferðir vænta þess að flugfélagið Neos gefi út yfirlýsingu vegna þessarar ófyrirséðu seinkunar og munum við upplýsa alla farþega eins fljótt og kostur er,“ segir í yfirlýsingunni. „Aftur þá þykir okkur mjög miður hvernig heimferðinni var háttað og vonumst við til að við getum gefið ykkur frekari svör von bráðar.“ Lumarðu á frétt? Sendu okkur fréttaskot hérna. Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Neytendur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira
Hjónin Unnur Valgeirsdóttir og Klemenz Bjarki Gunnarsson nutu dásamlegra níu daga í sólinni á Tenerife ásamt þremur unglingsstúlkum. Áætluð heimkoma var um níuleytið í gærkvöldi en hjónin voru nýkomin heim í Svarfaðardal þegar blaðamaður heyrði í Unni á þriðja tímanum. „Við vorum bara að renna í hlað, búin að vera vakandi í 31 klukkustund,“ segir Unnur, merkilega hress miðað við svefnleysið. Sex klukkutíma seinkun á Akureyri Hjónin fengu veður af því á Spáni að einhver frestun gæti orðið á heimferðinni. Þannig er að foreldrar Unnar voru á leið með vöskum eldri borgurum norðan heiða með Heimsferðum í leiguflugi með Neos til Kanaríeyja í gærmorgun. Flugið átti upphaflega að fara frá Akureyri upp úr klukkan átta að morgni en farið var í borð um vélina klukkan 13. Vélin fór svo í loftið þegar klukkan var tuttugu mínútur gengin í þrjú. „Þegar það var búið að fljúga þeim til Kanarí átti vélin eftir að græja sig yfir til Tenerife að sækja okkur,“ segir Unnur. Unnur segir ferðalangana hafa fengið tilkynningu um seinkun augnablikum eftir að hjónin höfðu skilað af sér herbergjum sínum. Þar var brýnt fyrir fólki að mæta á flugvöllinn samkvæmt áætlun því innritunarborðinu yrði lokað á réttum tíma. „Við áttum að fara í loftið rúmlega fimm en fórum svo í loftið korter í tólf í gærkvöldi,“ segir Unnur. 1100 króna inneign til farþega Hún segir dvölina á flugvellinum hafa liðið hægt, níu klukkustundir í heildina. Ferðalangarnir hafi fengið inneign upp á átta evrur vegna tafarinnar sem svari til um 1100 króna. Eiginmaður hennar hafi stytt sér stundir með því að horfa á amerískan fótbolta í tölvunni. Biðin á flugvellinum á Tenerife bjóði auk þess ekki upp á þægindi. Járnhandföng séu á milli allra sæta svo aðeins hafi verið hægt að leggja sig á gólfinu. Feðginin Klemenz Bjarki Gunnarsson og Úlfhildur Embla Klemenzdóttir. Gott netsamband tryggði áhorf á NFL Red Zone Sýnar. Farþegar, allt frá hálfs árs og upp í nírætt, hafi svo farið um borð og vélin hafið sig á loft rétt fyrir miðnætti. Flugið heim hafi verið rólegt og farþegar séð heimili sín á Akureyri og nágrenni í hyllingum þegar tilkynning barst í kerfinu. „Klukkustund fyrir lendingu var okkur sagt að búið væri að breyta stefnu vélarinnar. Við værum á leiðinni til Keflavíkur vegna óhagstæðra veðurskilyrða á Akureyri,“ segir Unnur. Stemningin um borð hafi breyst á augabragði. Blíðviðri á Akureyri? „Samkvæmt Veður.is var vindur 1 m/s,“ segir Unnur. Svipað hafi verið uppi á teningnum um morguninn við brottför foreldra hennar frá Akureyri. Blíðviðri en flugfélagið borið fyrir sig hliðarvindi. Önnur flug hafi komið og farið samkvæmt áætlun. „Það var gríðarlegt svekkelsi að fá þessar upplýsingar. Það höfðu allir verið mjög rólegir enda nótt en þarna stóðu allir á fætur, fóru að tala saman og já, það var bara öngþveiti í vélinni.“ Flugvélinni var lent á Keflavíkurflugvelli klukkan fjögur í nótt. Farþegum var þakkað fyrir ferðina á upptöku á íslensku og hvatt til að ferðast aftur með Neos. Unnur segir að þá hafi heyrst um alla vél: „Nei.“ Sex tíma rútuferð norður Farþegar fengu þær upplýsingar að unnið væri að því að finna rútur fyrir farþega til að keyra norður yfir heiðar. Unnur og Klemenz voru á meðal þeirra sem fóru um borð í rútu klukkan hálf sjö í morgun. Sumir hafi þó fengið nóg að sögn Unnar, jafnvel pantað leigubíl til Reykjavíkur og reynt að verða sér úti um innanlandsflug í dag, eitthvað sem hún hefur fullan skilning á. Ljósið í myrkrinu hafi verið morgunverður á Hótel Hamri utan við Borgarnes á norðurleiðinni og svo hafi rúturnar rennt í hlað á Akureyri um eittleytið. Þau hjónin búa í Svarfaðardal og þangað voru þau komin rúmum hálftíma síðar. Varðandi stemninguna á leiðinni heim segir Unnur: „Fólk var náttúrulega mjög pirrað,“ segir Unnur sem lenti líka í seinkun á brottför þegar haldið var utan frá Akureyri fyrir níu dögum. Þeir fjórir tímar, þar sem bættist við klukkutími og svo annar í tvær til þrjár vikur, séu þó smámunir miðað við heimferðina í gær. Þau hafi verið mjög þreytt við komuna heim. Misstu af skóla og vinnu „Við vorum með þrjár unglingsstelpur sem áttu auðvitað að mæta í skólann í morgun og maðurinn minn í vinnu.“ Hún segir fólk að norðan vant því að flug falli niður yfir vetrartímann. „Það getur alltaf gerst en í svona veðri þá skilur enginn neitt.“ Hún ber þó ferðinni í heild sinni vel söguna, níu dagar í sólinni og ekki yfir neinu að kvarta. Ábyrgðin liggi hjá Neos Í tölvupósti sem Heimsferðir sendu farþegum í dag er beðist velvirðingar á óþægindum vegna seinkunar á fluginu. Heimsferðir notast reglulega við flugfélagið Neos í leiguflugi sínu. „Þegar svona aðstæður koma upp er það á ábyrgð flugrekanda að tryggja öryggi farþega og leysa úr málum á eins farsælan hátt og hægt er. Hlutverk Heimsferða er að upplýsa farþega um stöðuna og þær ákvarðanir sem flugfélagið tekur í svona aðstæðum. Heimsferðir vænta þess að flugfélagið Neos gefi út yfirlýsingu vegna þessarar ófyrirséðu seinkunar og munum við upplýsa alla farþega eins fljótt og kostur er,“ segir í yfirlýsingunni. „Aftur þá þykir okkur mjög miður hvernig heimferðinni var háttað og vonumst við til að við getum gefið ykkur frekari svör von bráðar.“ Lumarðu á frétt? Sendu okkur fréttaskot hérna.
Ferðalög Akureyri Fréttir af flugi Kanaríeyjar Íslendingar erlendis Neytendur Mest lesið Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Erlent Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Innlent Fleiri fréttir Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Sjá meira