Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Innlent 20.8.2025 17:30 „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. Innlent 20.8.2025 16:55 Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Innlent 20.8.2025 16:47 Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Starfsmaður leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 20.8.2025 16:05 Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyri eru líklegri til að vera einhleypar, að hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. Innlent 20.8.2025 15:44 Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. Innlent 20.8.2025 14:16 Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. Innlent 20.8.2025 14:14 Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20.8.2025 13:15 „Þetta er innrás“ Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Innlent 20.8.2025 13:01 Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. Innlent 20.8.2025 11:41 Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um óbreytta stýrivextir. Seðlabankastjóri biður um þolinmæði en formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina vera að þróast í ranga átt. Innlent 20.8.2025 11:37 Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Innlent 20.8.2025 11:18 Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Innlent 20.8.2025 11:01 Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024. Innlent 20.8.2025 10:50 Mínútuþögn á Menningarnótt Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun. Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. Innlent 20.8.2025 10:18 Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. Innlent 20.8.2025 10:11 „Það er engin sleggja“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. Innlent 20.8.2025 10:02 Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera. Innlent 20.8.2025 09:01 Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Mannleg mistök leiddu til þess að drög umsagnar skipulagsfulltrúa um framkvæmdir við Álfabakka 2a voru hengd við dagskrárlið 23 afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa í skjalakerfi Reykjavíkurborgar, í stað endanlegrar útgáfu umsagnarinnar. Innlent 20.8.2025 06:46 Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna 15 ára ungmenna sem voru sögð með áfengi við grunnskóla í Reykjavík. Innlent 20.8.2025 06:24 Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Innlent 19.8.2025 22:00 Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Innlent 19.8.2025 21:01 Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari. Innlent 19.8.2025 20:04 „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Það er óalgengt að rottur hoppi upp í rúm fólks meðan það sefur enda eru þær ekki sérstaklega mannblendnar verur, að sögn meindýraeyðis. Kakkalökkum hefur fjölgað til muna í Reykjavík síðustu mánuði. Innlent 19.8.2025 19:42 Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.8.2025 19:25 Tilkynnt um par að slást Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum í Reykjavík. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að. Innlent 19.8.2025 18:17 Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 19.8.2025 18:00 Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Lík sjúklings á Landspítalanum lá ekki innan um aðra sjúklinga á sjúkrastofu um klukkutímaskeið að nóttu til á dögunum, heldur var það eitt á sjúkrastofu. Innlent 19.8.2025 16:50 Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Innlent 19.8.2025 16:40 Ekki allt sem sýnist varðandi launin Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. Innlent 19.8.2025 16:19 « ‹ 1 2 3 4 5 6 7 … 334 ›
„Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Saint Paul Edeh er ekki lengur með atvinnuréttindi til að starfa sem leigubílstjóri, samkvæmt vef Samgöngustofu. Myndskeið af honum vakti athygli í síðustu viku þegar hann sást hnakkrífast við ferðamenn. Þegar fréttastofa ræddi við hann fyrr í dag sagðist hann þó ekki vera upplýstur um að hann hafi verið sviptur atvinnuleyfinu. Innlent 20.8.2025 17:30
„Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Skólastjóri í Hörðuvallaskóla segir að ekki sé verið að fara leggja samræmd próf fyrir nemendur Kópavogsbæjar. Um sé að ræða stöðupróf sem séu hluti af nýja námsmatskerfinu Matsferli. Allir skólar á landinu ættu að fylgja kerfinu. Innlent 20.8.2025 16:55
Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Logi Einarsson hefur, sem staðgengill umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, lagt fram tillögu um flokkun Hamarsvirkjunar í biðflokk verndar- og orkunýtingaráætlunar. Verkefnisstjórn verndar- og orkunýtingaráætlunar hefur lagt til að virkjunin fari í verndarflokk frekar. Innlent 20.8.2025 16:47
Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Starfsmaður leikskólans Múlaborgar, sem grunaður er um kynferðisbrot gegn barni, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald. Innlent 20.8.2025 16:05
Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Konur með örorkulífeyri eru líklegri til að vera einhleypar, að hafa verið í krefjandi vinnu, þolendur ofbeldis og í erfiðri fjárhagsaðstæðum samkvæmt nýrri skýrslu. Sextíu prósent kvenna með örorkulífeyri eru yfir fimmtíu ára gamlar. Innlent 20.8.2025 15:44
Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Ríkissaksóknari hefur ákveðið að falla frá saksókn á hendur lækni á höfuðborgarsvæðinu sem þó er talið ljóst að hafi sýnt af sér vanrækslu í starfi þegar kona leitaði á bráðamóttöku Landspítalans. Konan lést hálfri annarri klukkustund eftir að hafa verið útskrifuð af bráðamóttökunni. Innlent 20.8.2025 14:16
Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Þrír karlmenn hafa verið dæmdir til fangelsisvistar fyrir innflutning á kókaínbasa, sem samsvarar um einu kílói kókaíns. Einn til þrettán mánaða vistar og hinir tveir til tíu mánaða. Þeir síðarnefndu voru svokölluð burðardýr í málinu. Innlent 20.8.2025 14:14
Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við Aldrei hafa fleiri hlauparar skráð sig til leiks í Reykjavíkurmaraþonið sem haldið er árlega á Menningarnótt. Veðurfræðingur spáir hægum vind á laugardagsmorgun en bæta mun í þegar líður á morguninn. Innlent 20.8.2025 13:15
„Þetta er innrás“ Formaður Veiðifélags Vatnsdalsár segir stjórnvöld hafa skilað auðu í málum er varða sjókvíaeldi og verndun íslenska laxastofnsins. Niðurstöðu úr erfðarannsókn á löxum sem veiddust í Haukadalsá í síðustu viku er enn beðið. Innlent 20.8.2025 13:01
Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Faðir sem grunaður er um að hafa brotið kynferðislega á dóttur sinni vill ekki heimila lögreglu aðgang að síma sínum og tölvu við rannsókn málsins. Hann segir að þar sé að finna viðkvæm gögn sem tengist tilteknum stjórnmálaflokki. Innlent 20.8.2025 11:41
Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Peningastefnunefnd Seðlabankans tilkynnti í morgun um óbreytta stýrivextir. Seðlabankastjóri biður um þolinmæði en formaður Verkalýðsfélags Akraness segir hlutina vera að þróast í ranga átt. Innlent 20.8.2025 11:37
Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Allir íbúar Borgarbyggðar og Skorradalshrepps sem hafa náð 16 ára aldri þann 20. september munu geta greitt atkvæðu um sameiningu sveitarfélaganna í íbúakosningu sem fer fram á tímabilinu 5. til 20. september næstkomandi. Formlegar viðræður um sameiningu hófust í fyrra. Innlent 20.8.2025 11:18
Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Enginn hefur enn verið handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ í gær. Milljónir voru í hraðbankanum. Hjördís Sigurbjartsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við fréttastofu að ekkert nýtt sé að frétta af rannsókn lögreglunnar. Innlent 20.8.2025 11:01
Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, undrast að borgarstjóri tali eins og alvanalegt sé að starfsfólk á leikskólum borgarinnar sé undir eftirliti við störf. Komið hefur fram að 22 ára karlmaður grunaður um kynferðisbrot á leikskólanum Múlaborg sætti slíku eftirliti árið 2024. Innlent 20.8.2025 10:50
Mínútuþögn á Menningarnótt Einnar mínútu þögn verður á Arnarhóli á Menningarnótt í ár til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur. Þetta kom fram á blaðamannfundi vegna hátíðarinnar á Ingólfstorgi í morgun. Þar var farið yfir dagskrá hátíðarinnar, lokanir í miðborginni og aðgengis- og öryggismál. Innlent 20.8.2025 10:18
Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Nemendum í grunnskólum Kópavogsbæjar verður skylt að taka samræmt námspróf frá og með vorinu 2026 að sögn bæjarstjóra. Aðgerðin er ein af sextán umbótatillögum sem svara eiga ákalli kennara, nemenda og foreldra í málefnum grunnskóla. Innlent 20.8.2025 10:11
„Það er engin sleggja“ Formaður Sjálfstæðisflokksins segir forsætisráðherra ekki hafa staðið við kosningaloforð sitt um að vextir yrðu negldir niður með sleggju. Innlent 20.8.2025 10:02
Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins slökkti í eldi sem kviknaði í íbúð í fjölbýlishúsi í Vesturbergi í Breiðholti í morgun. Allt tiltækt slökkvilið var kallað út þegar útlit var fyrir að eldurinn væri meiri en hann reyndist svo vera. Innlent 20.8.2025 09:01
Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Mannleg mistök leiddu til þess að drög umsagnar skipulagsfulltrúa um framkvæmdir við Álfabakka 2a voru hengd við dagskrárlið 23 afgreiðslufundar skipulagsfulltrúa í skjalakerfi Reykjavíkurborgar, í stað endanlegrar útgáfu umsagnarinnar. Innlent 20.8.2025 06:46
Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í gærkvöldi og nótt og var meðal annars kölluð til vegna 15 ára ungmenna sem voru sögð með áfengi við grunnskóla í Reykjavík. Innlent 20.8.2025 06:24
Ísland frumstætt samanborið við Noreg Norskir kafarar hafa verið við störf í Haukadalsá í Dalasýslu í dag, og leitað að eldislöxum. Þeir hófu störf um hálfþrjúleytið í dag, og skömmu síðar skutluðu þeir í fyrsta laxinn sem þeim þótti grunsamlegur. Þeir náðu að minnsta kosti fjórum löxum sem þeir telja mögulega eldislaxa í dag. Innlent 19.8.2025 22:00
Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Útitónleikar bæjarhátíðar Mosfellsbæjar hafa verið færðir yfir á sunnudag, einhverjum bæjarbúum til ama. Verkefnastjóri segir núllstillingu mikilvæga eftir erfiða atburði í kringum hátíð síðasta árs. Innlent 19.8.2025 21:01
Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Kinnhestur er nafn á nýjum bjór, sem frumsýndur var í dag en það sem vekur athygli er að bjórinn er sérstaklega framleiddur fyrir fjögurra daga Njáluhátíð í Rangárþingi. Fréttamaður okkar fékk vænan kinnhest frá einum þekktasta leikara landsins í tilefni dagsins. Sjón er sögu ríkari. Innlent 19.8.2025 20:04
„Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Það er óalgengt að rottur hoppi upp í rúm fólks meðan það sefur enda eru þær ekki sérstaklega mannblendnar verur, að sögn meindýraeyðis. Kakkalökkum hefur fjölgað til muna í Reykjavík síðustu mánuði. Innlent 19.8.2025 19:42
Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Ekkert bendir til tengsla milli hraðbankaþjófnaðar í Mosfellsbæ í nótt og Gufunesmálsins svokallaða að sögn Hjördísar Sigurbjartsdóttur, aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Innlent 19.8.2025 19:25
Tilkynnt um par að slást Lögreglu barst tilkynning í dag um menn með háreysti og leiðindi í Árbænum í Reykjavík. Einnig barst tilkynning um par að slást í sama hverfi en engan var að sjá þegar lögreglumenn bar að. Innlent 19.8.2025 18:17
Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Lögregla réðst í dag í húsleit heima hjá þekktum íslenskum brotamanni, í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ. Hraðbankinn er enn ófundinn og nokkrir liggja undir grun hjá lögreglunni. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Sýnar. Innlent 19.8.2025 18:00
Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Lík sjúklings á Landspítalanum lá ekki innan um aðra sjúklinga á sjúkrastofu um klukkutímaskeið að nóttu til á dögunum, heldur var það eitt á sjúkrastofu. Innlent 19.8.2025 16:50
Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Norskir kafarar eru komnir til landsins til að sinna eftirliti í Haukadalsá fyrir Fiskistofu. Laxar með skýr einkenni eldisfiska hafa veiðst í ánni á undanförnum dögum. Innlent 19.8.2025 16:40
Ekki allt sem sýnist varðandi launin Slysavarnafélagið Landsbjörg segir framkvæmdastjóra félagsins fá sanngjörn laun en langt í frá að hann sé einn launahæsti starfsmaður á landinu. Innlent 19.8.2025 16:19