Hefur orðið heimsmeistari jafn oft og Usain Bolt Noah Lyles varð í dag heimsmeistari í 200 metra hlaupi í fjórða sinn í röð, sem aðeins Usain Bolt hefur tekist áður. Sport 19.9.2025 17:47
„Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Stangarstökkvarinn fyrrverandi Þórey Edda Elísdóttir segir að afrek Armands Duplantis séu í raun ótrúlegt. Hún telur að hann eigi enn eitthvað inni. Sport 19.9.2025 12:31
Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Hin bandaríska Sydney McLaughlin-Levrone, sexfaldur heimsmeistari í 400 metra grindahlaupi, varð heimsmeistari í 400 metra hlaupi á HM í Tókýó í dag. Sport 18.9.2025 17:50
Fljótasta fólk heims er frá Jamaíku og Bandaríkjunum Jamaíka eignaðist gull- og silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi karla á HM í frjálsíþróttum í Tókýó í dag og einnig silfurverðlaunahafa í 100 metra hlaupi kvenna. Sport 14. september 2025 13:40
Áfall fyrir Norðmenn: „Þetta var mun verra en ég hélt“ Þó að hlauparinn magnaði Jakob Ingebrigtsen hafi ekki keppt síðasta hálfa árið vegna meiðsla þá bundu Norðmenn vonir við að hann myndi jafnvel geta keppt um verðlaun á HM í frjálsíþróttum. Frammistaða hans í dag olli honum og öðrum miklum vonbrigðum. Sport 14. september 2025 11:15
Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir keppti á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í nótt þegar hún tók þátt í sleggjukasti á HM í frjálsíþróttum í Tókýó. Sport 14. september 2025 09:17
Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Noah Lyles, fljótasti maður heims í dag, segist aldrei hafa verið í betra formi en nú. Sport 13. september 2025 23:16
Heimsmethafinn hélt út Heimsmethafinn Beatrice Chebet frá Kenía bætti við titlasafn sitt á fyrsta degi HM í frjálsum íþróttum þegar hún hljóp til sigurs í spennandi 10.000 metra hlaupi. Sport 13. september 2025 15:09
Fagnar eins og Gyökeres og bjó til skýringu Kamerúnski spretthlauparinn Emmanuel Eseme sker sig nokkuð úr á HM í frjálsíþróttum. Hann var markvörður hjá áhugamannaliði í fótbolta en sneri sér svo að frjálsíþróttum 24 ára gamall og starfar samhliða því sem umhverfisverkfræðingur. Sport 13. september 2025 12:45
Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum er hafið í Tókýó og eitt af því sem vakti mesta athygli á fyrsta keppnisdeginum var falleg stund í 3.000 metra hindrunarhlaupi. Belgískur keppandi sætti sig þar við að koma síðastur í mark, til að hjálpa meiddum keppinaut. Sport 13. september 2025 11:32
Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Bandaríska frjálsíþróttagoðsögnin Mike Powell hefur verið úrskurðaður í ótímabundið bann frá öllum frjálsíþróttamótum, 34 árum eftir að hafa sett heimsmet í langstökki sem enn stendur. Leynd hvílir yfir ástæðu bannsins. Sport 12. september 2025 13:58
Hitabylgja hjá íslensku keppendunum í Tókýó Japanska sumarið hefur við verið hið hlýjasta frá því mælingar hófust og enn ein hitabylgjan ríður nú yfir, rétt áður en heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum á að hefjast. Íslensku keppendurnir þrír munu því þurfa að leita leiða til að kæla sig niður. Sport 10. september 2025 08:00
Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Mjög óvenjulegt maraþonhlaup mun fara fram í Svíþjóð í október næstkomandi. Sport 5. september 2025 12:01
Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Kynjapróf Alþjóða frjálsíþróttasambandsins, sem bara kvenkyns keppendur mótsins þurfa að gangast undir, hefur vakið mikið umtal alls staðar í íþróttaheiminum. Norska frjálsíþróttasambandið er aftur á móti í annars konar vandræðum. Sport 3. september 2025 07:31
Eir Chang fær norrænan styrk fyrir efnilegt íþróttafólk Íslenski spretthlauparinn Eir Chang Hlésdóttir hefur átt frábært ár þar sen hún hefur slegið Íslandsmet og unnið Norðurlandameistaratitil. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands hefur ákveðið að veita henni norrænan styrk fyrir ungt og efnilegt íþróttafólk. Sport 27. ágúst 2025 21:32
Þrír íslenskir kastarar keppa á HM í Tókýó Ísland mun eiga þrjá fulltrúa á heimsmeistaramótinu í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tókýó eftir rúmar tvær vikur. Sport 27. ágúst 2025 16:22
Fundu stelpuna sem gaf Duplantis happaarmbandið og nú vill hann nýtt Þegar unga stangarstökkskonan Klaara Kivistö, þá 14 ára gömul, gaf heimsmethafanum Armand Duplantis armband óraði hana ekki fyrir því að hann myndi enn hafa það á úlnliðnum, til heilla, þremur árum síðar. Sport 27. ágúst 2025 09:36
Hera bætti sjö ára Íslandsmet Hera Christensen bætti í kvöld Íslandsmetið í kringlukasti á móti í Hafnarfirði. Sport 26. ágúst 2025 18:00
Ofbeldismaðurinn fær ekki leyfi til að þjálfa á HM Hlaupaþjálfarinn og fjölskyldufaðirinn Gjert Ingebrigtsen var fyrr á þessu ári dæmdur fyrir heimilisofbeldi en er ekki hættur þjálfun. Hann hefur hins ekki fengið leyfi til að fara á heimsmeistaramótið í frjálsíþróttum í næsta mánuði, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Sport 26. ágúst 2025 16:47
„Hefur ekki gengið mjög vel þangað til í síðustu viku“ Guðrún Karítas Hallgrímsdóttir fann hlutina smella saman á æfingu í síðustu viku og sló Íslandsmetið í sleggjukasti um helgina. Hún er orðin vongóð um að komast á heimsmeistaramótið í frjálsum íþróttum sem fer fram í Tókýó í Japan í næsta mánuði. Sport 26. ágúst 2025 11:00
Ólympíumeistarinn hitti ekki dýnuna og missir af HM Norski tugþrautarkappinn Markus Rooth verður ekki meðal keppenda á heimsmeistaramótinu í Tókýó í næsta mánuði. Sport 25. ágúst 2025 18:01
Vel studdur í brautarmeti: „Mjög sérstakt og keyrði mig virkilega mikið áfram“ Íslandsmethafinn Baldvin Þór Magnússon hljóp til sigurs í tíu kílómetra hlaupi í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka, á nýju brautarmeti, eða 29 mínútum og 34 sekúndum. Hann fann virkilega fyrir vindi og stuðningi í hlaupinu. Sport 24. ágúst 2025 10:35
„Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson segir það frekar ósmekklegt hvernig Portúgalinn José Sousa nýtti sér Hlyn sem skjól fyrir vindinum stærstan hluta Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka í gær. Sousa hafi þó verðskuldað sigurinn og Hlynur ekki átt sinn besta dag. Sport 24. ágúst 2025 09:31
Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Halldóra Huld Ingvarsdóttir vann Íslandsmeistaratitilinn í maraþoni kvenna í dag eftir að hafa ákveðið á síðustu stundu að taka þátt. Hún eignaðist son í apríl síðastliðnum og hélt á honum í viðtali eftir að titillinn var í höfn. Sport 23. ágúst 2025 12:30