Hættið þessu fokki* við samningaborðið Anna Kristrún Sigurpálsdóttir skrifar 8. maí 2015 12:59 „Stuðla þarf að því að starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör, þar á meðal launakerfi, launastig og launaþróun og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins“. Nei, lesandi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáldsögu sem gerist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inngangur í kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir við 17 aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir hönd ríkissjóðs - já ég sagði fjármálaráðherra. Þessi miðlægi kjarasamningur hafði gildistíma frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Ég er iðjuþjálfi og tilheyri einu þessara aðildarfélaga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vikunni og hlustaði á háttvirta þingmenn í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði bærðust margvíslegar tilfinningar í brjósti mér. Fyrst ber að nefna algera undrun á nánast tómum þingsal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjármálaráðherra hvergi sjáanlegur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fylltist ég von þegar Katrín Jakobsdóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein manneskja á þingi sem er í tengslum við raunverulega stöðu í þjóðfélaginu. Ég sver að mér leið eins og móðir Theresa væri komin inn í þingsalinn, sem virðist stundum vatteraður fyrir veruleikanum, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sandkassinn á gamla leikskólanum mínum við Álfaskeið eða Þjóðleikhúsið svo yfirdrifin voru tilþrifin er háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór tjáði vanþóknun sína á því að verið væri að ræða raunverulega og grafalvarlega stöðu sem uppi er á vinnumarkaði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei. Ég fylltist líka stolti og baráttuanda þegar þingmenn Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar tóku til máls og langaði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lögreglu og þingvörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefjum. En ég veit hreinlega ekki hvað var að bærast innra með mér þegar hæstvirtur forsætiráðherra, sem var til andsvara, tjáði sig. Honum var tíðrætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin í landinu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskólanámi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mánaðarlaun fyrir skatt flokkast ekki einu sinni sem láglaunafólk hjá frændum okkar í Noregi. Þetta er fólkið sem forsætisráðherra vill meina að sé meðaltekjufólk. Þetta er fólkið sem Sigmundur Davíð svo snöfurmannlega minntist vart á í máli sínu. Þetta er fólkið sem sat 38 árangurlausa samningafundi eftir síðustu vopnahléssamninga áður en gripið var til þess örþrifaráðs sem verkfallsrétturinn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa samfélags, fólkið sem þinglýsir pappírum sem halda þjóðfélaginu gangandi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúkdómsgreina, fólkið sem endurhæfir þá sem verða fyrir slysum og skakkaföllum í lífinu, fólkið sem hefur eftirlit með matvælaframleiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum til virkrar þátttöku í samfélaginu og svona mætti lengi telja. Það þarf einhver að segja Sigmundi Davíð að kollegi hans Bjarni Benediktsson lagði línurnar í kjarastefnu ríkisins er hann hjó svo hressilega af eldivið og dreifði til einnar stéttar í heilbirgðisgeiranum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verðbólgubálinu. Það þarf líka einhver að upplýsa þá skógarhöggsbræður um að heilbrigðiskerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóðfélagið er samsett eingöngu af Kristjánum Loftssonum. Það þarf einhver að minna fjármálaráðherra á það sem hann skrifaði undir í febrúar 2014 og gera honum ljóst að menntun, sem fólk hefur lagt á sig fórnarkostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútímahugsun, það er sanngjörn krafa háskólamanna. *að fokka merkir að gaufa, að dunda Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Sjá meira
„Stuðla þarf að því að starfsmenn ríkisins búi við svipuð starfskjör, þar á meðal launakerfi, launastig og launaþróun og þekkist á hinum almenna vinnumarkaði svo ríkið geti til frambúðar staðist samkeppnina við aðra hluta vinnumarkaðarins“. Nei, lesandi góður þetta er ekki texti úr útópískri skáldsögu sem gerist árið 3015 í öðru landi. Þetta er inngangur í kjarasamningi sem fjármálaráðherra gerir við 17 aðildarfélög Bandalags háskólamanna (BHM) fyrir hönd ríkissjóðs - já ég sagði fjármálaráðherra. Þessi miðlægi kjarasamningur hafði gildistíma frá 1. febrúar 2014 til 28. febrúar 2015. Ég er iðjuþjálfi og tilheyri einu þessara aðildarfélaga BHM. Er ég sat á pöllum Alþingis fyrr í vikunni og hlustaði á háttvirta þingmenn í sérstakri umræðu um stöðuna á vinnumarkaði bærðust margvíslegar tilfinningar í brjósti mér. Fyrst ber að nefna algera undrun á nánast tómum þingsal. Hvar var allt fólkið sem kosið er á þing? Fjármálaráðherra hvergi sjáanlegur. Eru allir að fá sér köku? Síðan fylltist ég von þegar Katrín Jakobsdóttir tók til máls. Jú, það er a.m.k. ein manneskja á þingi sem er í tengslum við raunverulega stöðu í þjóðfélaginu. Ég sver að mér leið eins og móðir Theresa væri komin inn í þingsalinn, sem virðist stundum vatteraður fyrir veruleikanum, og allt yrði kannski í lagi. Svo allt í einu var ég ekki viss hvar ég var stödd en datt helst í hug sandkassinn á gamla leikskólanum mínum við Álfaskeið eða Þjóðleikhúsið svo yfirdrifin voru tilþrifin er háttvirtur þingmaður Guðlaugur Þór tjáði vanþóknun sína á því að verið væri að ræða raunverulega og grafalvarlega stöðu sem uppi er á vinnumarkaði með því að berja í ræðupúlt og öskra eins og frekur krakki sem aldrei hefur heyrt orðið nei. Ég fylltist líka stolti og baráttuanda þegar þingmenn Pírata, Samfylkingar og Bjartrar framtíðar tóku til máls og langaði að hrópa heyr! heyr! en þorði það ekki af ótta við að verða snúin niður af lögreglu og þingvörðum sem þarna voru til að halda fólki í skefjum. En ég veit hreinlega ekki hvað var að bærast innra með mér þegar hæstvirtur forsætiráðherra, sem var til andsvara, tjáði sig. Honum var tíðrætt um að allt snérist um að verja stöðu þeirra sem lökust hafa kjörin í landinu. Veit hann ekki að þeir sem lokið hafa 4-5 ára háskólanámi á Íslandi og ná ekki 270 þús kr. í mánaðarlaun fyrir skatt flokkast ekki einu sinni sem láglaunafólk hjá frændum okkar í Noregi. Þetta er fólkið sem forsætisráðherra vill meina að sé meðaltekjufólk. Þetta er fólkið sem Sigmundur Davíð svo snöfurmannlega minntist vart á í máli sínu. Þetta er fólkið sem sat 38 árangurlausa samningafundi eftir síðustu vopnahléssamninga áður en gripið var til þess örþrifaráðs sem verkfallsrétturinn er. Þetta er fólkið sem tekur á móti nýfæddum börnum þessa samfélags, fólkið sem þinglýsir pappírum sem halda þjóðfélaginu gangandi, fólkið sem gerir læknum kleift að sjúkdómsgreina, fólkið sem endurhæfir þá sem verða fyrir slysum og skakkaföllum í lífinu, fólkið sem hefur eftirlit með matvælaframleiðslu, vottar Eurovision og sér til þess að hægt sé að útskrifa fólk af sjúkrastofnunum til virkrar þátttöku í samfélaginu og svona mætti lengi telja. Það þarf einhver að segja Sigmundi Davíð að kollegi hans Bjarni Benediktsson lagði línurnar í kjarastefnu ríkisins er hann hjó svo hressilega af eldivið og dreifði til einnar stéttar í heilbirgðisgeiranum án þess að hafa nokkrar áhyggjur af verðbólgubálinu. Það þarf líka einhver að upplýsa þá skógarhöggsbræður um að heilbrigðiskerfið er ekki rekið af einni stétt ekki frekar en þjóðfélagið er samsett eingöngu af Kristjánum Loftssonum. Það þarf einhver að minna fjármálaráðherra á það sem hann skrifaði undir í febrúar 2014 og gera honum ljóst að menntun, sem fólk hefur lagt á sig fórnarkostnað við að afla, þarf að meta til launa – það er nútímahugsun, það er sanngjörn krafa háskólamanna. *að fokka merkir að gaufa, að dunda
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun