Opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá 1. maí Karl Lúðvíksson skrifar 24. apríl 2016 09:23 Ytri Rangá er ein aflahæsta laxveiðiá landsins og hefur verið um árabil en í henni er líka nokkuð af sjóbirting. Það veiðist slangur af sjóbirting á hinum hefðbundna laxveiðitíma en besti tíminn fyrir sjóbirtinginn er engu að síður á vorin og haustin en hingað til hefur ekki verið opip fyrir vorveiði. Nú verður breyting þar á og 1. maí verður opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá. Veiðisvæðið nær frá Árbæjarfossi og niður í sjó og á þessum svæði er fullt af flottum veiðistöðum þar sem sjóbirtingurinn liggur. Aðeins verður veitt á fjórar stangir svo það er vel rúmt um allar stangirnar en 16 stangir veiða þetta svæði á laxveiðitímanum. Það sem hefur reynst vel í Ytri Rangá, fyrir þá sem hafa ekki veitt hana, er að veiða hægt og djúpt. Þá þarf að nota sökktauma og þyngdar flugur. Þetta er skemmtileg nýjung í fjölbreytta flóru vorveiða á landinu. Stangirnar fjórar eru seldar saman í hollum og fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar geta haft samband við staðarhaldarann Jóhannes (johannes@westranga.is). Það skal tekið fram að öllum fiski skal sleppt. Mest lesið Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði
Ytri Rangá er ein aflahæsta laxveiðiá landsins og hefur verið um árabil en í henni er líka nokkuð af sjóbirting. Það veiðist slangur af sjóbirting á hinum hefðbundna laxveiðitíma en besti tíminn fyrir sjóbirtinginn er engu að síður á vorin og haustin en hingað til hefur ekki verið opip fyrir vorveiði. Nú verður breyting þar á og 1. maí verður opnað fyrir vorveiði í Ytri Rangá. Veiðisvæðið nær frá Árbæjarfossi og niður í sjó og á þessum svæði er fullt af flottum veiðistöðum þar sem sjóbirtingurinn liggur. Aðeins verður veitt á fjórar stangir svo það er vel rúmt um allar stangirnar en 16 stangir veiða þetta svæði á laxveiðitímanum. Það sem hefur reynst vel í Ytri Rangá, fyrir þá sem hafa ekki veitt hana, er að veiða hægt og djúpt. Þá þarf að nota sökktauma og þyngdar flugur. Þetta er skemmtileg nýjung í fjölbreytta flóru vorveiða á landinu. Stangirnar fjórar eru seldar saman í hollum og fyrir þá sem vilja skoða þetta nánar geta haft samband við staðarhaldarann Jóhannes (johannes@westranga.is). Það skal tekið fram að öllum fiski skal sleppt.
Mest lesið Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði