Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2016 12:00 Hreinsunardagurinn í Elliðaánum er 7. júní Mynd: SVFR Hreinsun Elliðaánna fer fram þriðjudaginn 7. júní nk. og er þess vænst að velunnarar Elliðaánna leggi þessu árlega hreinsunarátaki Stangaveiðifélags Reykjavíkur lið. Vart þarf að hafa orð á mikilvægi þess að halda umhverfi Elliðaánna hreinu, enda eru Elliðaárnar andlit félagsins út á við. Mæting er við veiðihúsið kl. 17 þar sem skipt verður liði og allt rusl hreinsað af árbökkunum og úr ánni sjálfri allt frá Elliðavatni og niður í ós. Gert er ráð fyrir að hreinsunin taki um tvær og hálfa klukkustund – en skemmri tíma ef mannafli er nægur. Undanfarin ár hafa áhugamenn um Elliðaárnar tekið vel tilmælum um að taka þátt í hreinsun ánna, enda tilvalið að kynnast Elliðaánum á þennan hátt í fylgd með kunnugum, en fáir þekkja Elliðaárnar betur en árnefndarmenn sem fara munu fyrir hreinsunarátakinu eins og endranær. Elliðaárnar opna síðan með viðhöfn kl. 7 mánudaginn 20. júní eins og endranær. Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði
Hreinsun Elliðaánna fer fram þriðjudaginn 7. júní nk. og er þess vænst að velunnarar Elliðaánna leggi þessu árlega hreinsunarátaki Stangaveiðifélags Reykjavíkur lið. Vart þarf að hafa orð á mikilvægi þess að halda umhverfi Elliðaánna hreinu, enda eru Elliðaárnar andlit félagsins út á við. Mæting er við veiðihúsið kl. 17 þar sem skipt verður liði og allt rusl hreinsað af árbökkunum og úr ánni sjálfri allt frá Elliðavatni og niður í ós. Gert er ráð fyrir að hreinsunin taki um tvær og hálfa klukkustund – en skemmri tíma ef mannafli er nægur. Undanfarin ár hafa áhugamenn um Elliðaárnar tekið vel tilmælum um að taka þátt í hreinsun ánna, enda tilvalið að kynnast Elliðaánum á þennan hátt í fylgd með kunnugum, en fáir þekkja Elliðaárnar betur en árnefndarmenn sem fara munu fyrir hreinsunarátakinu eins og endranær. Elliðaárnar opna síðan með viðhöfn kl. 7 mánudaginn 20. júní eins og endranær.
Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Stórbleikjur á Arnarvatnsheiði Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði