Tesla Model S P100D er 2,5 sek. í 100 Finnur Thorlacius skrifar 24. ágúst 2016 09:17 Tesla P100D markar enn eitt stökkið í hraðri þróun Tesla bíla. Tesla kynnti í gær nýja gerð rafhlaða í Model S bíl sinn og eru það öflugustu rafhlöður sem sést hafa í nokkrum bíl frá Tesla. Þau eru 100 kWh, eins og nafnið á bílgerðinni bendir til og með þeim kemst hann 507 km á hverri hleðslu. Ekki nóg með það, þá er bíllinn ofuröflugur og kemst í 100 km hraða á litlum 2,5 sekúndum. Tesla segir að með þessum rafhlöðum sé bíllinn langdrægasti rafmagnsbíll sem fjöldaframleiddur er. Tesla Model X mun einnig fást með þessum rafhlöðum og kemst hann 465 km á hverri hleðslu, eða 42 km styttra en Model S bíllinn sem er léttari. Tesla segir ennfremur að Model S P100D sé sneggsti bíll sem framleiddur er að undanskildum ofurdýru bílunum Porsche 918 og Ferrari LaFerrari. Verð Tesla Model S P100D verður 134.000 dollarar, eða 15,7 milljónir króna og Model X P100D mun kosta 15,9 milljónir. Núverandi eigendur Model S P90D og Model X P90D geta uppfært bíla sína með þessum nýju rafhlöðum fyrir 20.000 dollara, eða fyrir 2,34 milljónir króna. Þeir sem pantað hafa sér Tesla Model S og X P90D bíla en hafa ekki enn fengið þá afhenta geta auk þess ákveðið að fá í þá þessa öflugu rafhlöður og mun sú uppfærsla kosta aukalega 10.000 dollara. Elon Musk, eigandi Tesla segir það að koma fyrir 100 kWh rafhlöðum í bílana í stað 90 kWh hafi reynst erfitt og að framleiðsla þeirra verði fyrir vikið í takmörkuðu magni til að byrja með. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent
Tesla kynnti í gær nýja gerð rafhlaða í Model S bíl sinn og eru það öflugustu rafhlöður sem sést hafa í nokkrum bíl frá Tesla. Þau eru 100 kWh, eins og nafnið á bílgerðinni bendir til og með þeim kemst hann 507 km á hverri hleðslu. Ekki nóg með það, þá er bíllinn ofuröflugur og kemst í 100 km hraða á litlum 2,5 sekúndum. Tesla segir að með þessum rafhlöðum sé bíllinn langdrægasti rafmagnsbíll sem fjöldaframleiddur er. Tesla Model X mun einnig fást með þessum rafhlöðum og kemst hann 465 km á hverri hleðslu, eða 42 km styttra en Model S bíllinn sem er léttari. Tesla segir ennfremur að Model S P100D sé sneggsti bíll sem framleiddur er að undanskildum ofurdýru bílunum Porsche 918 og Ferrari LaFerrari. Verð Tesla Model S P100D verður 134.000 dollarar, eða 15,7 milljónir króna og Model X P100D mun kosta 15,9 milljónir. Núverandi eigendur Model S P90D og Model X P90D geta uppfært bíla sína með þessum nýju rafhlöðum fyrir 20.000 dollara, eða fyrir 2,34 milljónir króna. Þeir sem pantað hafa sér Tesla Model S og X P90D bíla en hafa ekki enn fengið þá afhenta geta auk þess ákveðið að fá í þá þessa öflugu rafhlöður og mun sú uppfærsla kosta aukalega 10.000 dollara. Elon Musk, eigandi Tesla segir það að koma fyrir 100 kWh rafhlöðum í bílana í stað 90 kWh hafi reynst erfitt og að framleiðsla þeirra verði fyrir vikið í takmörkuðu magni til að byrja með.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent