86.761 Þorbjörn Þórðarson skrifar 30. ágúst 2016 07:00 Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóðveldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðiskerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnuninni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsframleiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin meðferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkissjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðisráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu leiðarans var ranghermi um heilbrigðisþjónustu barna. Það hefur verið leiðrétt í rafrænni útgáfu hans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig það stenst 76. gr. stjórnarskrárinnar að langt leiddur krabbameinssjúklingur þurfi að greiða mörg hundruð þúsund krónur fyrir eigin meðferð á Landspítalanum. Þetta er vegna fyrirbæris sem kallast „kostnaðarhlutdeild sjúklinga“. Það má í raun kalla þetta hvað sem er. Það breytir því ekki að þetta er bæði siðferðislega og lögfræðilega rangt á Íslandi. Á Íslandi á stjórnarskráin að tryggja að sjúkum og meiddum sé hjúkrað til heilsu á kostnað okkar allra. Það er hluti af því að vera Íslendingur. Það er í raun dálítið athyglisvert að þeir sjúklingar sem hafa þurft að greiða mörg hundruð þúsund króna hlutdeild í eigin meðferð á Landspítalanum eða annars staðar í kerfinu hafi ekki látið reyna á rétt sinn fyrir dómstólum. Þessi vitund samhjálpar og stuðnings meðbræðra er inngróin í vitund Íslendinga allt síðan í íslenska þjóðveldinu. Hrepparnir pössuðu upp á fjárstyrk þegar bærinn brann. Á Íslandi hefur hins vegar skíðlogað í bænum um langa hríð og slökkvistarfið hefur gengið illa. Það er ekki síst af þessari ástæðu sem 86.761 Íslendingur lagði nafn sitt við undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar á vefnum endurreisn.is Kári lagði til fjármála- og efnahagsráðherra með sverði úr þungmálmum í texta sem hann sendi frá sér um síðustu helgi. Ekki skal vikið að lýsingum Kára á ráðherranum hér heldur hinni efnislegu kröfu sem sett var fram. Kári virðist telja það svik að í fimm ára stefnu í ríkisfjármálum séu útgjöld ekki aukin til heilbrigðiskerfisins í samræmi við gefin loforð. Krafan í söfnuninni var að Alþingi myndi tryggja að útgjöld ríkisins til heilbrigðiskerfisins næmu 11 prósentum af landsframleiðslu. Þetta þýðir aukningu upp á 50 milljarða króna á ári. Hversu raunhæft er að gera kröfu um slíkt? Hinn 16. júní á þessu ári samþykkti Alþingi lög um breytingar á lögum um sjúkratryggingar sem mun setja þak á útgjöld þeirra sem borga hlutdeild í eigin meðferð en lögin taka gildi 1. janúar næstkomandi. Þakið er hvergi tilgreint í lögunum og kostnaðarhlutdeild sjúklinga verður áfram til staðar en hámark hennar er ákveðið með reglugerð sem ráðherra setur. Fram kemur í umsögn Öryrkjabandalags Íslands um frumvarpið áður en það varð að lögum að kostnaður ríkissjóðs við að gera heilbrigðisþjónustu, sem lögin fjalla um, gjaldfrjálsa er eingöngu um 6,5 milljarðar króna. Það er ekkert sérstaklega há fjárhæð. Í raun eru þessi lög ekki sú gríðarlega stefnubreyting sem heilbrigðisráðherra vill meina að þau séu. Ef ráðherrann festir þakið í einni krónu gæti næsti ráðherra alltaf hækkað það. Þá á sjúklingurinn enga vörn í settum lögum. Það þarf að verða eitt af forgangsverkefnum næsta þings að taka þetta til enn frekari endurskoðunar og afleggja hlutdeildina með lögum. Eða festa þakið í lögin sjálf.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Í prentaðri útgáfu leiðarans var ranghermi um heilbrigðisþjónustu barna. Það hefur verið leiðrétt í rafrænni útgáfu hans.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar