Veiði hefst í þjóðgarðinum 20. apríl Karl Lúðvíksson skrifar 18. apríl 2017 10:08 Vænn urriði úr Þingvallavatni Mynd: Veiðikortið Það eru margir veiðimenn sem bíða spenntir eftir fimmtudeginum en þá hefst veiði í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það má reikna með því að það verði margir sem mæta á þessum fyrsta degi en svo kemur í ljós hvernig menn endast út daginn því vatnið á þessum tíma er ansi kalt og spáin á fimmtudaginn heldur köld og hvöss en það á sem betur fer að vera frostlaust að minnsta kosti samkvæmt spánni. Það veiðist nú engu að síður oft í leiðinlegu veðri á þessum árstíma því ekki er verið að kasta á bleikju en sem komið er heldur eru veiðimenn að leita að urriðanum sem á þessum tíma þvælist upp að landgrunninu víða við vatnið. Það koma alltaf upp stórir urriðar í landi þjóðgarðsins þó betri veiðisvæði fyrir hann séu annars staðar í vatninu en þar sem þjóðgarðurinn er innan Veiðikortsins eru margir sem nýta sér það og eru duglegir að mæta og freista þess að setja í einn af þessum stóru urriðum sem er í vatninu. Aðeins má veiða á flugu til 31. maí og verða veiðiverðir vakandi fyrir því að ekki verði veitt á annað agn á þessum tíma en nokkuð hefur borið á því að verið sé að veiða með beitu og sá urriði sem fellur á agnið drepinn þrátt fyrir þau tilmæli um að virða þá verndum sem er í gangi. Mest lesið Framboð til stjórnar SVFR Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Glimrandi laxveiði á Vesturlandi Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði
Það eru margir veiðimenn sem bíða spenntir eftir fimmtudeginum en þá hefst veiði í þjóðgarðinum á Þingvöllum. Það má reikna með því að það verði margir sem mæta á þessum fyrsta degi en svo kemur í ljós hvernig menn endast út daginn því vatnið á þessum tíma er ansi kalt og spáin á fimmtudaginn heldur köld og hvöss en það á sem betur fer að vera frostlaust að minnsta kosti samkvæmt spánni. Það veiðist nú engu að síður oft í leiðinlegu veðri á þessum árstíma því ekki er verið að kasta á bleikju en sem komið er heldur eru veiðimenn að leita að urriðanum sem á þessum tíma þvælist upp að landgrunninu víða við vatnið. Það koma alltaf upp stórir urriðar í landi þjóðgarðsins þó betri veiðisvæði fyrir hann séu annars staðar í vatninu en þar sem þjóðgarðurinn er innan Veiðikortsins eru margir sem nýta sér það og eru duglegir að mæta og freista þess að setja í einn af þessum stóru urriðum sem er í vatninu. Aðeins má veiða á flugu til 31. maí og verða veiðiverðir vakandi fyrir því að ekki verði veitt á annað agn á þessum tíma en nokkuð hefur borið á því að verið sé að veiða með beitu og sá urriði sem fellur á agnið drepinn þrátt fyrir þau tilmæli um að virða þá verndum sem er í gangi.
Mest lesið Framboð til stjórnar SVFR Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Gjörbylting fyrir starfsfólk í Langá Veiði Koma fyrstu laxarnir á land 5. júní? Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Óvissa um Norðurá - Tilboðum SVFR hafnað Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Glimrandi laxveiði á Vesturlandi Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Jökla vex sem laxá og bleikjan er bónus Veiði