„Allir skuli vera jafnir….” Nichole Leigh Mosty skrifar 21. mars 2018 10:02 Fyrir 70 árum, þann 10. desember 1948 var mannréttindalöggjöfin svonefnda samþykkt (The Universal Declaration of Human Rights), eða alhliða mannréttindayfirlýsingin, fyrsta yfirlýsingin af þessu tagi. Síðan var lögð vinna í alþjóðasamningana tvo, þar sem ákvæði hennar voru nánar útfærð, þ.e. alþjóðasamninginn um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og alþjóðasamninginn um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi. Báðir samningarnir voru samþykktir á Alsherjarþinginu í desember 1966 og gengu í gildi árið 1976 (fullgiltir á Íslandi árið 1979). Réttur til jafnræðis og bann við mismunun er eitt af grundvallarhugtökum alþjóðlegu mannréttindalaganna. Ég deili hér nokkrum greinum úr sáttmálanum sem skýra vel þessi grunvallarhugtök. 1. grein: Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan. 2. grein: Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein: Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 7. grein: Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar. Í dag, 21. mars er alþjóðleg dagur gegn kynþáttamisrétti (International Day for the Elemination of Racial Discrimination). Í ár er áhersla lögð á að stuðla að umburðarlyndi, samþættingu, samheldni og virðingu fyrir margbreytileika, í þeim tilgangi að sporna gegn kynþáttamisrétti. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna sem birtust þjóðinni í tengslum við #MEtoo byltinguna segja okkur að við eigum langt í land að sækja í að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingu fullgilds samnings. Kannski er best að ég taki fram hér að frásagnirnar sem birtust okkur eru bara hluti af fordómunum og þeirri mismunun sem innflytjendur mæta á vinnustaðnum, í kerfum og í íslensku samfélagi almennt. Ég ætla að vera svo djörf að fullyrða hér að fólk sem hingað flytur, sem er með litaða húð, mætir verstu mismununinni og fordómunum og það er ekki einungis sorglegt, það er til skammar. Ég furða mig á þessu í ljósi þess að þegar mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar voru endurskoðuð árið 1995, var almenn jafnréttisregla lögfest, ásamt sérreglu um jafnrétti á grundvelli kynferðis. Hljómar 65. grein stjórnarskrárinnar á eftirfarandi hátt; Allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Svo er það þannig að í almennum lögum má víða finna ákvæði sem stefna að því að vernda jafnrétti. Helst eru það jafnréttislögin nr. 10/2008 og jafnræðisregla stjórnsýsluréttar, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt má víða finna einstök lagaákvæði sem leggja bann við mismunun eða leitast við að tryggja ákveðin réttindi. Við hljótum öll að staldra við hér og spyrja hvað við viljum gera og hvort við viljum ekki koma í veg fyrir fleiri sögur sem lýsa augljósum brotum á okkar alþjóðlegu skuldbindingum, okkar eigin lögum og gildum sem samfélag og þjóð. Við þurfum einnig að spyrja hvað við getum gert til þess að sporna gegn og útrýma mismunun og alvarlegum mannréttindabrotum, sem kynþáttamismunun svo sannarlega er. Við getum öll, hvert og eitt okkar , spornað gegn kynþáttamisrétti, fordómum og umburðarlausum viðhorfum sem eru undirliggjandi í samfélaginu. Stöndum með okkur núna á 70 ára afmæli Alhliða Mannréttindayfirlýsingarinnar. Í tilefni dagsins munum við mæta klukkan 17:00 við Hallgrímskirkju og ganga saman gegn kynþáttamisrétti, -mismunun og -fordómum. Sameinist okkur og standið upp fyrir mannréttindum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nichole Leigh Mosty Mest lesið Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir 70 árum, þann 10. desember 1948 var mannréttindalöggjöfin svonefnda samþykkt (The Universal Declaration of Human Rights), eða alhliða mannréttindayfirlýsingin, fyrsta yfirlýsingin af þessu tagi. Síðan var lögð vinna í alþjóðasamningana tvo, þar sem ákvæði hennar voru nánar útfærð, þ.e. alþjóðasamninginn um borgaraleg- og stjórnmálaleg réttindi og alþjóðasamninginn um efnahagsleg-, félagsleg- og menningarleg réttindi. Báðir samningarnir voru samþykktir á Alsherjarþinginu í desember 1966 og gengu í gildi árið 1976 (fullgiltir á Íslandi árið 1979). Réttur til jafnræðis og bann við mismunun er eitt af grundvallarhugtökum alþjóðlegu mannréttindalaganna. Ég deili hér nokkrum greinum úr sáttmálanum sem skýra vel þessi grunvallarhugtök. 1. grein: Allir eru bornir frjálsir og jafnir öðrum að virðingu og réttindum. Allir eru gæddir skynsemi og samvisku og ber að breyta bróðurlega hverjum við annan. 2. grein: Allir eiga kröfu á réttindum þeim og því frelsi sem fólgin eru í yfirlýsingu þessari og skal þar engan greinarmun gera vegna kynþáttar, litarháttar, kynferðis, tungu, trúar, stjórnmálaskoðana eða annarra skoðana, þjóðernis, uppruna, eigna, ætternis eða annarra aðstæðna. Eigi má heldur gera greinarmun á mönnum fyrir sakir stjórnskipulags lands þeirra eða landsvæðis, þjóðréttarstöðu þess eða lögsögu yfir því, hvort sem landið er sjálfstætt ríki, umráðasvæði, sjálfstjórnarlaust eða á annan hátt háð takmörkunum á fullveldi sínu. 3. grein: Allir eiga rétt til lífs, frelsis og mannhelgi. 7. grein: Allir skulu jafnir fyrir lögunum og eiga rétt á jafnri vernd þeirra, án nokkurrar mismununar. Ber öllum jafn réttur til verndar gegn hvers konar mismunun, sem í bága brýtur við yfirlýsingu þessa, svo og gagnvart hvers konar áeggjan til slíkrar mismununar. Í dag, 21. mars er alþjóðleg dagur gegn kynþáttamisrétti (International Day for the Elemination of Racial Discrimination). Í ár er áhersla lögð á að stuðla að umburðarlyndi, samþættingu, samheldni og virðingu fyrir margbreytileika, í þeim tilgangi að sporna gegn kynþáttamisrétti. Frásagnir kvenna af erlendum uppruna sem birtust þjóðinni í tengslum við #MEtoo byltinguna segja okkur að við eigum langt í land að sækja í að standa við okkar alþjóðlegu skuldbindingu fullgilds samnings. Kannski er best að ég taki fram hér að frásagnirnar sem birtust okkur eru bara hluti af fordómunum og þeirri mismunun sem innflytjendur mæta á vinnustaðnum, í kerfum og í íslensku samfélagi almennt. Ég ætla að vera svo djörf að fullyrða hér að fólk sem hingað flytur, sem er með litaða húð, mætir verstu mismununinni og fordómunum og það er ekki einungis sorglegt, það er til skammar. Ég furða mig á þessu í ljósi þess að þegar mannréttindaákvæði stjórnarskrárinnar voru endurskoðuð árið 1995, var almenn jafnréttisregla lögfest, ásamt sérreglu um jafnrétti á grundvelli kynferðis. Hljómar 65. grein stjórnarskrárinnar á eftirfarandi hátt; Allir skuli vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Konur og karlar skulu njóta jafns réttar í hvívetna. Svo er það þannig að í almennum lögum má víða finna ákvæði sem stefna að því að vernda jafnrétti. Helst eru það jafnréttislögin nr. 10/2008 og jafnræðisregla stjórnsýsluréttar, sbr. 11. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Jafnframt má víða finna einstök lagaákvæði sem leggja bann við mismunun eða leitast við að tryggja ákveðin réttindi. Við hljótum öll að staldra við hér og spyrja hvað við viljum gera og hvort við viljum ekki koma í veg fyrir fleiri sögur sem lýsa augljósum brotum á okkar alþjóðlegu skuldbindingum, okkar eigin lögum og gildum sem samfélag og þjóð. Við þurfum einnig að spyrja hvað við getum gert til þess að sporna gegn og útrýma mismunun og alvarlegum mannréttindabrotum, sem kynþáttamismunun svo sannarlega er. Við getum öll, hvert og eitt okkar , spornað gegn kynþáttamisrétti, fordómum og umburðarlausum viðhorfum sem eru undirliggjandi í samfélaginu. Stöndum með okkur núna á 70 ára afmæli Alhliða Mannréttindayfirlýsingarinnar. Í tilefni dagsins munum við mæta klukkan 17:00 við Hallgrímskirkju og ganga saman gegn kynþáttamisrétti, -mismunun og -fordómum. Sameinist okkur og standið upp fyrir mannréttindum!
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar