Silungasvæðið í Miðfjarðará komið á Veiða.is Karl Lúðvíksson skrifar 5. apríl 2018 14:55 Mynd úr safni Miðfjarðará er án efa ein gjöfulasta laxveiðiá landsins en það sem kannski færri vissu er að í hana gengur líka töluvert af bleikju. Það má líka finna sjóbirting í henni og svo auðvitað gengur feyknamikið af laxi þarna í gegn og það getur verið ótrúlega gaman að lenda í göngunum. Veiðivefurinn Veiða.is hefur sett lausa daga á þetta svæði á vefinn og þar sem það hefur verið draumur margra veiðimanna að veiða í Miðfjarðará þó ekki nema á þessu svæði langaði okkur á Veiðivísi bara að deila því með ykkur og bíðum spennt eftir myndum úr veiðitúrunum ykkar. Hér er lýsing á svæðinu af vefnum hjá veiða.is"Silungasvæði Miðfjarðarár er 3 km langt veiðisvæði sem nær frá veiðistað 117 Tjarnarhyl og niður að ósi Miðfjarðarár. Veitt er með 3 dagsstöngum á svæðinu og eru þær seldar saman. Veitt er frá morgni til kvölds og er veiðimönnum heimilt að koma í veiðihúsið eftir kl 22:00 kvöldið fyrir veiði. Ágætt veiðihús fylgir svæðinu með svefnaðstöðu fyrir 6 manns. Góð sturtuaðstaða er í húsinu. Veiðimenn þurfa að hafa með sér sængur/svefnpoka, borðtuskur, handklæði. Allur helsti útbúnaður er til staðar til eldunnar einnig er grill við húsið. Veiðimenn er hvattir til að ganga vel um veiðihúsið og þrífa vel við brottför og taka með sér allt rusl. Veiðihúsið er staðsett neðan við veginn rétt áður en ekið er yfir brúnna yfir Vesturá. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Sleppiskylda er á laxi, 70 cm og stærri." Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði
Miðfjarðará er án efa ein gjöfulasta laxveiðiá landsins en það sem kannski færri vissu er að í hana gengur líka töluvert af bleikju. Það má líka finna sjóbirting í henni og svo auðvitað gengur feyknamikið af laxi þarna í gegn og það getur verið ótrúlega gaman að lenda í göngunum. Veiðivefurinn Veiða.is hefur sett lausa daga á þetta svæði á vefinn og þar sem það hefur verið draumur margra veiðimanna að veiða í Miðfjarðará þó ekki nema á þessu svæði langaði okkur á Veiðivísi bara að deila því með ykkur og bíðum spennt eftir myndum úr veiðitúrunum ykkar. Hér er lýsing á svæðinu af vefnum hjá veiða.is"Silungasvæði Miðfjarðarár er 3 km langt veiðisvæði sem nær frá veiðistað 117 Tjarnarhyl og niður að ósi Miðfjarðarár. Veitt er með 3 dagsstöngum á svæðinu og eru þær seldar saman. Veitt er frá morgni til kvölds og er veiðimönnum heimilt að koma í veiðihúsið eftir kl 22:00 kvöldið fyrir veiði. Ágætt veiðihús fylgir svæðinu með svefnaðstöðu fyrir 6 manns. Góð sturtuaðstaða er í húsinu. Veiðimenn þurfa að hafa með sér sængur/svefnpoka, borðtuskur, handklæði. Allur helsti útbúnaður er til staðar til eldunnar einnig er grill við húsið. Veiðimenn er hvattir til að ganga vel um veiðihúsið og þrífa vel við brottför og taka með sér allt rusl. Veiðihúsið er staðsett neðan við veginn rétt áður en ekið er yfir brúnna yfir Vesturá. Leyfilegt agn er fluga, maðkur og spónn. Sleppiskylda er á laxi, 70 cm og stærri."
Mest lesið Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði Fjórar stangir með 100 birtinga í Eldvatni Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði 99 laxar á einum degi í Miðfjarðará Veiði Einföld og öflug straumfluga Veiði Hreggnasi selur síðsumars veiðileyfi í Hofsá Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Íslendingar eiga strax að banna allt laxeldi í sjó Veiði