Það er kominn tími á endurræsingu ferðaþjónustunnar, útgáfa 2.0 Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar 5. júní 2020 08:31 Fyrir lok mars setti Íslenski ferðaklasinn niður tillögu að áætlun um hvernig væri hægt að standa að endurræsingu ferðaþjónustunnar / Restart Tourism á grunni sjálfbærni, nýsköpunar og tækni. Áætlunin gekk alla tíð út á að tengja við helstu markmið nýrrar stefnu ferðaþjónustunnar um að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Tímasetningin var vissulega í miðjum stormi þar sem við vissum ennþá lítið um framhaldið en við vissum þó að við þyrftum sterk og burðug fyrirtæki til að standa vaktina þegar að ástandinu lyki. Lykilatriðið var líka að hugsa nokkur skref fram í tímann og halda þannig mikilvægu samkeppnisforskoti áfangastaðarins og þeirri staðreynd að með skapandi lausnum og hugmyndum hefur okkur farnast að gera ótrúlega stóra og merkilega hluti með litlum aðföngum. Mikilvægi verkefnisins felst fyrst og fremst í að verja mikilvægan árangur fyrir íslenskt efnahagslíf en á árinu 2019 stóð ferðaþjónusta undir 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapaði yfir 25þúsund störf um allt land. Að standa í því að verja mikilvægi þess að þurfa að verja atvinnugreinina og uppbyggingu hennar er með ólíkindum en um það snýst þessi pistill ekki. Hugmyndinni að Ferðaþjónustu 2.0 – Endurræsingu, var ágætlega tekið og við hvött áfram en þeir opinberu aðilar sem við kynntum verkefnið fyrir voru ekki komin á þennan stað á þeim tíma að stokkið væri af stað í að útfæra hugmyndirnar eða fjármagna þær með einhverjum hætti. Það hefði vissulega verið dálítið geggjað að vera fyrst til að opinberlega setja fram áætlun um endurræsingu og það undir hatti Restart Tourism á heimsvísu. Í dag, 4.júní tilkynnti UNTWO um aðgerðaráætlun undir heitinu: Restarting Tourism. Gott og vel, við styðjum það heilshugar og klöppum okkur bara nokkuð stolt á bakið fyrir að hafa verið í nákvæmlega sama hugsanagangi fyrir tveimur mánuðum síðan. Nýkjörin stjórn Íslenska ferðaklasans. Elín Árnadóttir Isavia, Rannveig Grétarsdóttir Eldingu, Sævar Skaptason Hey Iceland, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Sölvi Sturluson Íslandsbanka, Árni Gunnarsson Iceland Travel og Þóra Eggertsdóttir frá Air Iceland Connect. Á myndina vantar Helgu Árnadóttur Bláa lóninu og Helga Jóhannesson Landsvirkjun, ásamt Dóru Gunnarsdóttur og Þorsteini Hjaltasyni frá Landsbankanum.Íslenski ferðaklasinn Reyndar er það svo að við ákváðum að bíða ekki samþykkis eða fleiri stuðningsmanna við verkefnið heldur keyrðum það fullum fetum af stað innan okkar raða. Við gáfum út þrjár upptökur af samtölum við sérfræðinga út um allan heim um stöðuna, settum af stað vinnustofur og héldum stafræna ráðstefnu um tækni í ferðaþjónustu sem náði til yfir 1.000 þátttakenda frá yfir 10.löndum. Endurræsum ferðaþjónustu 2.0 / Restart Toursim er því komið á fullt skrið og munum við nota þetta verkefnaheiti sem regnhlíf fyrir verkefni Ferðaklasans sem tengjast sjálfbærni, nýsköpun og tækni. Við vilum vinna fyrir og með ferðaþjónustu um allt land sem hefur metnað til að stunda ábyrga ferðaþjónustu en við viljum líka koma að því að styðja fyrirtækin uppúr þeim erfiðu hjólförum sem þau eru eðli málsins samkvæmt sum föst í. Til þess þurfum við umboð og samstarfsvilja breiðs hóps. Aðalfundur Íslenska ferðaklasans fór fram þann 4.júní þar gerðu klasaaðilar upp síðastliðið starfsár sem var það allra viðamesta frá stofnun klasans árið 2015. Verkefnin eru ærin framundan og aldrei verið eins mikilvægt að ólíkir aðilar innan virðiskeðju ferðaþjónustunnar komi saman og efli hvort annað á alla vegu. Stórar ákvarðanir voru teknar og sumar erfiðar, m.a sú að segja okkur frá leigusamningi um Hús ferðaklasans að Fiskislóð 10, það verkefni var sett af stað með Íslenska sjávarklasanum í upphafi árs 2018 en Íslenski ferðaklasinn tók alfarið við rekstri árið 2019. Nú er svo komið að viðskiptamódel hússins stendur ekki undir sér og betra að setja punktinn hér en að halda áfram inní óvissuna. Húsið hefur ekki aðeins verið vettvangur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem nýtt hafa sér sameiginlega vinnuaðstöðu heldur einnig miðstöð fræðslu, viðburða og tengsla milli aðila í greininni. Tímamótum fylgja vissulega ný tækifæri og er Íslenski ferðaklasinn hvergi banginn við að grípa þau, nú sem fyrr. Nýtum sumarið til að upplifa ferðaþjónustu sem á sér enga líka, njótið náttúrunnar og þeirrar yfirburða þjónustu og upplifunar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru rómaðir fyrir um allan heim. Komdu með - hittumst á ferðinni! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Nýsköpun Ásta Kristín Sigurjónsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fyrir lok mars setti Íslenski ferðaklasinn niður tillögu að áætlun um hvernig væri hægt að standa að endurræsingu ferðaþjónustunnar / Restart Tourism á grunni sjálfbærni, nýsköpunar og tækni. Áætlunin gekk alla tíð út á að tengja við helstu markmið nýrrar stefnu ferðaþjónustunnar um að vera leiðandi í sjálfbærri þróun. Tímasetningin var vissulega í miðjum stormi þar sem við vissum ennþá lítið um framhaldið en við vissum þó að við þyrftum sterk og burðug fyrirtæki til að standa vaktina þegar að ástandinu lyki. Lykilatriðið var líka að hugsa nokkur skref fram í tímann og halda þannig mikilvægu samkeppnisforskoti áfangastaðarins og þeirri staðreynd að með skapandi lausnum og hugmyndum hefur okkur farnast að gera ótrúlega stóra og merkilega hluti með litlum aðföngum. Mikilvægi verkefnisins felst fyrst og fremst í að verja mikilvægan árangur fyrir íslenskt efnahagslíf en á árinu 2019 stóð ferðaþjónusta undir 40% af útflutningstekjum þjóðarinnar og skapaði yfir 25þúsund störf um allt land. Að standa í því að verja mikilvægi þess að þurfa að verja atvinnugreinina og uppbyggingu hennar er með ólíkindum en um það snýst þessi pistill ekki. Hugmyndinni að Ferðaþjónustu 2.0 – Endurræsingu, var ágætlega tekið og við hvött áfram en þeir opinberu aðilar sem við kynntum verkefnið fyrir voru ekki komin á þennan stað á þeim tíma að stokkið væri af stað í að útfæra hugmyndirnar eða fjármagna þær með einhverjum hætti. Það hefði vissulega verið dálítið geggjað að vera fyrst til að opinberlega setja fram áætlun um endurræsingu og það undir hatti Restart Tourism á heimsvísu. Í dag, 4.júní tilkynnti UNTWO um aðgerðaráætlun undir heitinu: Restarting Tourism. Gott og vel, við styðjum það heilshugar og klöppum okkur bara nokkuð stolt á bakið fyrir að hafa verið í nákvæmlega sama hugsanagangi fyrir tveimur mánuðum síðan. Nýkjörin stjórn Íslenska ferðaklasans. Elín Árnadóttir Isavia, Rannveig Grétarsdóttir Eldingu, Sævar Skaptason Hey Iceland, Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans, Sölvi Sturluson Íslandsbanka, Árni Gunnarsson Iceland Travel og Þóra Eggertsdóttir frá Air Iceland Connect. Á myndina vantar Helgu Árnadóttur Bláa lóninu og Helga Jóhannesson Landsvirkjun, ásamt Dóru Gunnarsdóttur og Þorsteini Hjaltasyni frá Landsbankanum.Íslenski ferðaklasinn Reyndar er það svo að við ákváðum að bíða ekki samþykkis eða fleiri stuðningsmanna við verkefnið heldur keyrðum það fullum fetum af stað innan okkar raða. Við gáfum út þrjár upptökur af samtölum við sérfræðinga út um allan heim um stöðuna, settum af stað vinnustofur og héldum stafræna ráðstefnu um tækni í ferðaþjónustu sem náði til yfir 1.000 þátttakenda frá yfir 10.löndum. Endurræsum ferðaþjónustu 2.0 / Restart Toursim er því komið á fullt skrið og munum við nota þetta verkefnaheiti sem regnhlíf fyrir verkefni Ferðaklasans sem tengjast sjálfbærni, nýsköpun og tækni. Við vilum vinna fyrir og með ferðaþjónustu um allt land sem hefur metnað til að stunda ábyrga ferðaþjónustu en við viljum líka koma að því að styðja fyrirtækin uppúr þeim erfiðu hjólförum sem þau eru eðli málsins samkvæmt sum föst í. Til þess þurfum við umboð og samstarfsvilja breiðs hóps. Aðalfundur Íslenska ferðaklasans fór fram þann 4.júní þar gerðu klasaaðilar upp síðastliðið starfsár sem var það allra viðamesta frá stofnun klasans árið 2015. Verkefnin eru ærin framundan og aldrei verið eins mikilvægt að ólíkir aðilar innan virðiskeðju ferðaþjónustunnar komi saman og efli hvort annað á alla vegu. Stórar ákvarðanir voru teknar og sumar erfiðar, m.a sú að segja okkur frá leigusamningi um Hús ferðaklasans að Fiskislóð 10, það verkefni var sett af stað með Íslenska sjávarklasanum í upphafi árs 2018 en Íslenski ferðaklasinn tók alfarið við rekstri árið 2019. Nú er svo komið að viðskiptamódel hússins stendur ekki undir sér og betra að setja punktinn hér en að halda áfram inní óvissuna. Húsið hefur ekki aðeins verið vettvangur fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum sem nýtt hafa sér sameiginlega vinnuaðstöðu heldur einnig miðstöð fræðslu, viðburða og tengsla milli aðila í greininni. Tímamótum fylgja vissulega ný tækifæri og er Íslenski ferðaklasinn hvergi banginn við að grípa þau, nú sem fyrr. Nýtum sumarið til að upplifa ferðaþjónustu sem á sér enga líka, njótið náttúrunnar og þeirrar yfirburða þjónustu og upplifunar sem íslenskir ferðaþjónustuaðilar eru rómaðir fyrir um allan heim. Komdu með - hittumst á ferðinni! Höfundur er framkvæmdastjóri Íslenska ferðaklasans.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar