Rugl eða redding? - Opnun landsins 15. júní Ýmir Björgvin Arthúrsson skrifar 10. júní 2020 08:00 Að galopna landið 15. júní er mögulega galið. Sagt er að í „besta falli“ komi hingað allt að 2.000 erlendir ferðamenn á dag. Það eru 180.000 gestir alls á 90 dögum. Af þessum gestum er óumflýjanlegt að einhverjir þeirra séu smitaðir af kórónuveirunni, hvort sem hún greinist við komu eða ekki. Það þýðir að sjálfsögðu að landið verður vart veiru-frítt. Í besta falli munu einhverjir fara í sóttkví. Miklar líkur eru þá á dreifingu smita, þar sem engar hömlur eru nú, ólíkt þegar við náðum að verjast veirunni. Í versta falli mun veiran dreifa sér margfalt hraðar en áður, þegar við gættum að okkur, og við erum komin byrjunarreit með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið, samkomubanni og lokunum veitingastaða, hótela, o.þ.h. Þá er „íslenska ferðasumarið“ ónýtt og allir tapa, almenningur jafnt sem þeir sem starfa í ferðaþjónustu. Ein leið væri að opna landið eingöngu fyrir skipulagða hópa erlendis frá. Skipulagðir hópar yrðu í fylgd með íslenskum leiðsögumönnum frá lendingu til brottfarar þannig að hægt sé að rekja allar ferðir og lágmarka skaðann komi upp smit í hópnum þar sem hér um að ræða lokuð mengi sem auðveldara er að eiga við. Þar að auki eru skipulagðir hópar, stórir sem smáir, í fylgd með íslenskum leiðsögumönnum oftar en ekki þeir sem meira skilja eftir í hagkerfinu. Við bjóðum velkomna ferðamenn sem koma á okkar forsendum eingöngu. Er það nokkuð svo slæmt að fylla hótel um allt land af Íslendingum meðan faraldurinn geisar utan eyjunnar fögru og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir hann fara versnandi og bóluefni enn ófundið? Hér eigum við að setja öryggi okkar og gesta ofar áherslum á fjölda. Er það áhættunnar virði að fá mögulega 180.000 erlenda gesti í sumar og fara á byrjunarreit með tilheyrandi samkomu- og ferðabönnum. Er þá ekki verr farið af stað en heima setið ? Sérstaklega fyrir aðila í ferðaþjónustu, sem bíða spenntir eftir ferðaþyrstum íslenskum fjölskyldum í sumar? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Að galopna landið 15. júní er mögulega galið. Sagt er að í „besta falli“ komi hingað allt að 2.000 erlendir ferðamenn á dag. Það eru 180.000 gestir alls á 90 dögum. Af þessum gestum er óumflýjanlegt að einhverjir þeirra séu smitaðir af kórónuveirunni, hvort sem hún greinist við komu eða ekki. Það þýðir að sjálfsögðu að landið verður vart veiru-frítt. Í besta falli munu einhverjir fara í sóttkví. Miklar líkur eru þá á dreifingu smita, þar sem engar hömlur eru nú, ólíkt þegar við náðum að verjast veirunni. Í versta falli mun veiran dreifa sér margfalt hraðar en áður, þegar við gættum að okkur, og við erum komin byrjunarreit með tilheyrandi álagi á heilbrigðiskerfið, samkomubanni og lokunum veitingastaða, hótela, o.þ.h. Þá er „íslenska ferðasumarið“ ónýtt og allir tapa, almenningur jafnt sem þeir sem starfa í ferðaþjónustu. Ein leið væri að opna landið eingöngu fyrir skipulagða hópa erlendis frá. Skipulagðir hópar yrðu í fylgd með íslenskum leiðsögumönnum frá lendingu til brottfarar þannig að hægt sé að rekja allar ferðir og lágmarka skaðann komi upp smit í hópnum þar sem hér um að ræða lokuð mengi sem auðveldara er að eiga við. Þar að auki eru skipulagðir hópar, stórir sem smáir, í fylgd með íslenskum leiðsögumönnum oftar en ekki þeir sem meira skilja eftir í hagkerfinu. Við bjóðum velkomna ferðamenn sem koma á okkar forsendum eingöngu. Er það nokkuð svo slæmt að fylla hótel um allt land af Íslendingum meðan faraldurinn geisar utan eyjunnar fögru og Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin segir hann fara versnandi og bóluefni enn ófundið? Hér eigum við að setja öryggi okkar og gesta ofar áherslum á fjölda. Er það áhættunnar virði að fá mögulega 180.000 erlenda gesti í sumar og fara á byrjunarreit með tilheyrandi samkomu- og ferðabönnum. Er þá ekki verr farið af stað en heima setið ? Sérstaklega fyrir aðila í ferðaþjónustu, sem bíða spenntir eftir ferðaþyrstum íslenskum fjölskyldum í sumar? Höfundur er frumkvöðull og Gourmet Guide.