Fer framtíðin auðveldlega framhjá okkur? Tómas Ellert Tómasson skrifar 19. ágúst 2022 07:32 Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Árið er 1967, róstursamt ár í mannkynssögunni, þeirri stuttu. Í erlendum fréttum var það helst að Sex daga stríðið í júní það ár, tók sex virka daga; Víetnamstríðið varð sífellt minna vinsælt í heimalandi árásarliðsins; Dr. Martin Luther King talaði fyrir friði og hvatti ungt fólk til að elska friðinn. Og Ítalskir ferðamenn fóru lofsamlegum orðum um Ísland og íslendinga í marshefti ítalska kvennablaðsins Arianna[1]. Ítalskir eru í kvennablaðinu hvattir til taka sér ferð á hendur til Íslands í töfrandi hreinleika forsögulegra tíma og upplifa hinn dramatíska skáldskap bíblíulegra atburða. Atburði sem þeir ítölsku ferðafrömuðir lýstu sem svo að þannig hefði jörðin litið út eftir sköpunina og að þannig myndi hún líta út daginn sem búið yrði að sprengja síðustu kjarnorkusprengjuna. Af innlendum vettvangi var það helst að frétta þetta ár samkvæmt fjölmiðlum þeirra tíma, hliðvarðanna svokölluðu, að Surtseyjargosinu lauk og að strákagöng og brúin yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi voru opnuð fyrir umferð. Eyjapeyjar gátu þá tekið gleði sína á ný, spilað áfram tveggja liða heimsmeistaramót án þess að eiga það á hættu að þriðja liðið bættist við sem kosta myndu undanúrslitaleiki og auka rifrildi. Siglfirðingar urðu vitrari, ekki heimskari líkt og mun gerast hjá okkurSelfyssingum þegar að ný Selfossbrú yfir Ölfusá verður tekin í notkun. Og loks gátu Öræfingar riðið í hina áttina, óhræddir. Neil Armstrong og félagar á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Það sem fáir útvöldu vissu Þetta sama ár, 1967 gerðist það að Geimferðastofnun Bandaríkjanna (NASA) sendi síðari hóp væntanlegra Apollo tunglfara til æfinga og þjálfunar hingað til Íslands, fyrri hópurinn hafði verið sendur hingað til lands tveimur árum fyrr. Markmið æfinganna á Íslandi var að auka skilning tunglfaranna á jarðfræði, svo þeir gætu valið betur þau sýni sem þeir fluttu heim frá Tunglinu. Það sem fáir útvaldir vissu fyrir rúmum fimmtíu árum síðan og fáeinum misserum síðan, en trössuðu að láta vita af eins og þeir sögðust ætla að gera og kemur nú fyrir sjónir almennings vegna óþols undirritaðs, er að seinni hópurinn sem að Neil Armstrong, fyrsti maðurinn sem steig á tunglið, tilheyrði kom við á Selfossi sunnudaginn 9. júlí 1967 næstum því tveimur árum upp á dag áður heldur en að hann steig á tunglið fyrstur manna og mælti þau frægu orð að þetta væru lítil skref fyrir manninn en risastórt stökk fyrir mannkynið. Af myndunum að dæma sem að tilheyra einkasafni/dánarbúi ljósmyndarans sem ferðaðist með hópnum sem að var að undirbúa tungllendinguna 1969 er að sjá að Neil sé í verulega þungum þönkum yfir því hvort að hann eigi að fá sér pylsu eða ís. Hvað heldur þú? Hvort fékk hann sér pylsu eða ís? Og hver er unga stúlkan á neðri myndinni? Ætli unga stúlkan sé á þessum tíma meðvituð um hve merkileg tímamót í þróun og getu mannsins séu á næsta leyti er hún gæðir sér þarna á karamellu? Eða fór framtíðin á þessum tíma bara auðveldlega framhjá henni, eins og svo getur gerst hjá okkur öllum í nútíðinni? Neil Armstrong að bíða afgreiðslu eftir pulsu/pylsu eða ís á Selfossi, sunnudaginn 9. júlí 1967.Aðsent Höfundur er Tómas Ellert Tómasson, byggingarverkfræðingur fyrrv. bæjarfulltrúi í Svf. Árborg og Selfyssingur. [1] https://timarit.is/page/2629095#page/n7/mode/2up
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar