Upp­gjörið: Tinda­stóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úr­slita­ein­vígið

Arnar Skúli Atlason skrifar
Dedrick Deon Basile og Giannis Agravanis skiluðu sínu í kvöld.
Dedrick Deon Basile og Giannis Agravanis skiluðu sínu í kvöld. Vísir/Hulda Margrét

Eftir niðurlægingu í Garðabæ á sunnudag þá svöruðu heimamenn fyrir sig í kvöld með frábærri frammistöðu í þriðja leik Tindastóls og Stjörnunnar í úrslitaeinvígi Íslandsmótsins í körfubolta. Uppgjörið og viðtöl væntanleg.

Tindastóll byrjaði betur í kvöld og komust yfir í upphafi leiks. Stjarnan var samt ekki langt undan. Arnar Björnsson var öflugur og og var að setja boltann í körfuna. Hilmar Smári var öflugur í liði Stjörnunnar og það héldu honum enginn bönd. Hann skoraði bara að vild fyrir þá. Tindastóll var skrefi á undan eftir fyrsta leikhlutann 27-24.

Bæði lið voru á eldi í 2 leikhluta. Sadio Doucoure vaknaði fyrir stólana og var að ógna fyrir utan þriggja stiga línuna og einnig að keyra á körfuna, Dedrick Basile var góður og kom með sterkt framlag. Ægir var einnig öflugur ásamt Hilmari að halda Stjörnunni inn í þessu. Einnig ber að nefna Júlíus Orri sem var öflugur. Tindastól samt skrefinu á undan og Basile lokaði öðrmum leikhluta með þrist og heimamenn leiddu með fimm stigum, staðan 63-58.

Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn betur. Opnuðu heimamenn leikhlutann á þremur þriggja stiga körfum og keyrðu muninn upp í sjö stig. Stjarnan náði að hægja svakalega á Tindastól um miðjan fjórðunginn. Þeir nöguðu niður muninn og komust yfir í leikhlutanum. Stemningin virtist vera að sveiflast til Garðbæinga en Tindastóll náði að jafna áður en leikhlutinn var allur. Staðan fyrir seinasta fjórðung jöfn, 84-84.

Stjarnan hélt áfram og komst fjórum stigum yfir í upphafi leikhlutans, öll stemningin var þeirra megin. Tindastóll breytti hins vegar stöðunni úr 86-90 í 107-92 með ótrúlegu áhlaupi. Giannis Agravanis fór mikinn og Basile voru frábærir á þessum kafla leiksins. Stjarnan átti enginn svör. Hilmar Smári Henningsson, sem hafði verið á eldi í fyrri hálfleik, komst ekki í sama gír og skoraði aðeins tvö stig í seinni hálfleik. Tindastóll sigldi á endanum frekar þægilegum sigri heim. Lokatölur 110-97 og Stólarnir komnir 2-1 yfir í einvíginu.

Atvikið

Af mörgu að taka í kvöld. Þristurinn frá Adomas Drungilas sem kom Tindastól stigi yfir í stöðunni 91-90. Verður svo til þess að Stjarnan tekur leikhlé. Það er sennilega atvikið sem skildi liðin að í dag.

Stjörnur

Hjá Tindastól var Dedrick Basile frábær með 24 stig og 10 stoðsendingar. Sadio Docoure skoraði 20 stig og tók 13 fráköst. Giannis Agravanis setti 20 stig og Arnar Björnsson 17 stig. Adomas Drungilas var frábær í vörninni.

Basile átti góðan leik.Vísir/Hulda Margrét

Hjá Stjörnunni var Hilmar Smári bestur með 22 stig. Jase Fabres var með 20 stig og 11 fráköst. Ægir Þór Steinarsson með 15 stig og 7 stoðsendingar. Orri 12 stig. Hlynur og Júlíus báðir með flott framlag af bekknum.

Stemning og umgjörð

Þetta var geggjað í kvöld. Grettismenn frábærir. Silfurskeiðin geggjaðir. Fullt af fólki og allt fór friðsamlega fram.

Alltaf stemmning hjá Grettismönnum.Vísir/Hulda Margrét

Dómarar [9]

Sigmundur Herbertsson, Gunnlaugur Briem og Davíð Hreiðarsson voru gjörsamlega frábærir í kvöld. Einn af þeirra bestu leikjum í vetur.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira