Stórhuga leið 22. júní 2004 00:01 Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Það getur verið auðvelt að gleyma því hversu stórhuga verkefni forystumenn Evrópusambandsins hafa ráðist í þegar við sjáum þá verjast spurningum á blaðamannafundum eða standa hver á sínu þjóðþingi fyrir málamiðlun innan sambandsins. Það er sama hversu auðvelt er að gera lítið úr Evrópusambandinu og henda grín að skriffinnskunni þar og öllum reglugerðunum; það eru ekki til kröftugri eða merkari tilraunir til að forðast mistök fortíðar og þoka samfélagsgerð okkar áfram. Evrópusambandið er síður en svo sjálfgefin staðreynd. Það var stofnað til þess að minnka hættuna á stríði í Evrópu. Og þótt okkur finnist sú hætta æ léttvægari þá er enn stríð í Evrópu og aðeins sextíu ár síðan álfan öll logaði. Það hafa verið stofnuð önnur samtök ríkja á þessum árum með svipuð markmið en þau hafa flest ýmist lognast út af eða verið sprengd upp. Á sama tíma hafa Evrópulöndin fellt niður landamæri sín og opnað þau fyrir fólki og viðskiptum. Það má margt finna að evrópskri hagstjórn -- þunglamalegum vinnumarkaði og of fyrirferðarmiklu ríkisvaldi. En rót þessa vanda má rekja aftur fyrir Evrópusambandið og það er ekkert sem segir að erfiðara verði að glíma við hann innan sambandsins en ef hvert land væri sjálfstæð eining. Það er ekki hægt að skamma Evrópusambandið fyrir að bera einkenni evrópsku ríkjanna. Evrópusambandið er vissulega viðskiptalegt varnarsamband. Eitt af markmiðum þess er að styrkja Evrópu sem markaðssvæði í samkeppni við Bandaríkin, Asíu og önnur öflug svæði. Við þurfum ekki að horfa nema þrjátíu ár aftur í tímann til að sjá að einhverjum árangri hefur Evrópusambandið náð. Þá þótti það ekki fráleitur spádómur að gamla heimsálfan myndi sitja eftir þegar spútniklönd Asíu og Suður-Ameríku myndu sækja fram. Mikill fjöldi starfa hefur verið fluttur frá Evrópu undanfarna áratugi og til fátækari svæða en Evrópusambandinu hefur tekist að halda uppi nokkrum stöðugleika og hagsæld þrátt fyrir miklar breytingar á atvinnulífi álfunnar. Pólitísk þróun Evrópusambandsins hefur alla tíð verið í átt að bandalagsríki Evrópu. Þetta hefur ekki verið yfirlýst markmið en öll þróun hefur stefnt í þessa átt. Af þjóðernisástæðum hefur hins vegar ekki mátt nefna þetta upphátt. Þrátt fyrir augljósa kosti hvers aðildarlands að Evrópusambandinu hefur það aldrei verið vinsælt meðal þjóðanna. Hverri þjóð fyrir sig finnst sem verið sé að troða upp á sig útlendu valdi. Pólitísk þróun sambandsins hefur því mjakast áfram í smáskömmtum; nógu stórum til að gagnast en nógu litlum til að meirihluti hverrar þjóðar geti kyngt þeim. Það er mikill galdur að laga skammtana. Ef þeir eru of stórir gæti sambandið leyst upp í erjur og þjóðernissinnar fengið byr í öll segl. Slíkt ástand var ástæða þess að menn réðust í þessa djörfu tilraun og jafnframt helsta upplausnarhættan. En því lengra sem þróun Evróusambandsins þokast, því veigaminni verða hin þjóðernislegu rök. Á endanum munu þau vonandi gefa eftir -- og þá um leið forsendur þess að við Íslendingar viljum ekki taka þátt í þessari tilraun.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar