6,1 milljarðs halli á ríkissjóði 30. september 2004 00:01 6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
6,1 milljarðs króna halli varð á rekstri ríkissjóðs á síðasta ári samanborið við 8,1 milljarðs króna halla árið á undan. Þetta kemur fram í niðurstöðutölum ríkisreiknings fyrir árið 2003 sem birtar voru í dag. Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Þegar afkoman er skoðuð án tilfallandi liða eins og eignasölu, lífeyrisskuldbindinga og afskrifta á skattkröfum kemur fram 1,1 milljarðs króna halli sem er í meginatriðum í samræmi við forsendur fjárlaga, að viðbættum tvennum fjáraukalögum, að því er segir í tilkynningu fjármálaráðuneytisins. Lánsfjárjöfnuður Rekstur ríkissjóðs skilaði 3,4 milljarða króna lánsfjárafgangi, umfram 8,6 milljarða greiðslur vegna lífeyrisskuldbindinga, sem er verulegur viðsnúningur frá fyrra ári en þá var 14,6 milljarða króna lánsfjárþörf. Ríkissjóður nýtti lánsfjárafgang ársins til að greiða niður langtímaskuldir. Aðstæður á innlendum skuldabréfamarkaði voru jafnframt nýttar til að lækka erlendar skuldir og auka vægi innlendra skulda. Þannig voru erlendar skuldir greiddar niður um 18 milljarða á árinu og námu þær 20,3% af landframleiðslu í árslok 2003 í stað 23,4% árið áður. Tekin lán ríkissjóðs námu 277 milljörðum króna í lok árs 2003 eða 34,2% af landsframleiðslu samanborið við 36,1% í árslok 2002 Tekjur ríkissjóðs Tekjur ársins urðu 275 milljarðar króna, 33,9% af landsframleiðslu samanborið við 33,3% árið 2002. Tekjubreytingin milli ára endurspeglar góða afkomu fyrirtækja í landinu og vaxandi kaupmátt almennings. Þannig aukast tekjur af skattlagningu á lögaðila um nálægt 40% frá fyrra ári. Einnig kemur fram töluverð raunaukning í tekjum af veltusköttum eins og virðisaukaskatti og vörugjöldum á milli ára. Hins vegar lækka vaxtatekjur ríkissjóðs á milli ára um 4,5 milljarða króna sem má bæði rekja til lægra vaxtastigs og þeirrar tiltektar sem hefur farið fram varðandi afskriftir á ofmetnum skattkröfum á undanförnum árum. Gjöld ríkissjóðs Gjöld ársins voru 281 milljarðar króna eða 34,6% af landsframleiðslu sem er svipað hlutfall og á fyrra ári. Útgjöld til heilbrigðismála, almannatrygginga og fræðslumála vega þungt hjá ríkissjóði og námu þau alls 152 milljörðum króna eða 54,2% af útgjöldum ríkisins. Árið 2002 námu þessi útgjöld tæplega 137 milljörðum króna eða 51,1%. Hækkunin á milli ára nam tæplega 16 milljörðum króna eða um 9,4% að raungildi. Mest aukning útgjalda varð til almannatrygginga en þau hækkuðu um 9,4 milljarða króna eða 17,5% að raungildi. Af þeirri hækkun eru 5,5 milljarðar króna vegna hækkunar lífeyris- og félagslegra bóta sem endurspeglar þær áherslur sem lagðar eru á framlög til þessa málaflokks. Framlög til heilbrigðismála jukust um 3,6 milljarða eða 3,3% að raungildi og til fræðslumála um 2,6 milljarða eða 8,7% að raungildi. Loks jukust framlög til samgöngumála um 2,2 milljarða króna eða 11,6% að raungildi. Á móti vegur að fjármagnskostnaður lækkaði um 0,7 milljarða á árinu og er nú 2,7 milljörðum lægri en árið 2001.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent