Annir vestra tefja varnarviðræður 15. febrúar 2005 00:01 Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira
Annir hjá forseta Bandaríkjanna og nýjum utanríkisráðherra hafa tafið varnarviðræðurnar við Ísland, segir Davíð Oddsson utanríkisráðherra. Óvíst er hvenær þær geta hafist að nýju. Davíð þakkar stjórnarandstöðunni að hafa hlíft sér svo að honum hafi tekist að ná 80 prósenta styrk eftir veikindi sín. Hann hvetur hana núna til að vaða í sig. Viðræður um framhald varnarsamstarfsins hafa verið í biðstöðu undanfarið en búist hafði verið við að þær yrðu teknar upp að nýju í janúar. Davíð segir að staðan hafi breyst þegar skipt hafi verið um utanríkisráðherra í Bandaríkjunum. Þá hafi skort á fyrirmæli til nefndarmanna frá Hvíta húsinu vegna þess að þar hafi menn verið að undirbúa innsetningarræðu George Bush og ræðu hans um stöðu mála. Þeir hafi því verið mjög uppteknir. Því sé ekki við íslensk stjórnvöld að sakast og tafirnar hafi ekki orðið vegna þess að hann hafi verið í burtu því hann hafi sagt að viðræðurnar hefðu getað farið fram við embættismenn hér á landi þótt hann væri í fríi. Spurður hvenær hann eigi von á því að viðræður verði teknar upp að nýju segir Davíð að ekki verði langt að bíða þess. Öruggast sé þó að nefna ekki tímasetningu til þess að hann verði ekki tekin upp á því prófi aftur. Davíð segir aðspurður að ekki hafi farið fram neinar formlegar viðræður á milli utanríkisráðuneyta landanna heldur aðeins rætt um hvenær hægt sé að hefja vinnuna. Það hafi verið rætt við bæði utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna og Hvíta húsið. Óvissa ríkir einnig um framhald á framboði Íslendinga til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, en upplýsingar um mikinn kostnað við framboðið hafa vakið upp spurningar um hvort það sé þess virði. Davíð segir ákvörðunina um að leita eftir sæti í Öryggisráðinu hafa byggst á því að menn hafi viljað vera þjóð meðal þjóða og þegar kæmi að Íslendingum meðal Norðurlandaþjóðanna hlypu þeir ekki í burtu vegna þess að þeir væru of fámennir og veikburða. Hugmyndin hafi fyrst vaknað í tíð Geirs Hallgrímssonar í utanríkisráðuneytinu 1983-1986 og því hafi hún verið lengi í burðarliðnum. Rétt sé að framboðið kosti heilmikið og svokölluð kosningabarátta geti kostað á milli 200 og 500 milljónir króna. Þá kosti 200 milljónir hið minnsta halda uppi sæti þannig að Íslendingar ynnu og kæmust að. Davíð minnir á að Svíar hafi ekki komist að þegar þeir hafi reynt síðast ekki alls fyrir löngu. Þetta orki því allt tvímælis. Stjórnvöld séu að þreifa fyrir sér og ef þau telji að möguleikar Íslendinga séu ekki nægilega góðir þurfi þau að hugsa sinn gang. Endanleg ákvörðun um framboð hefur ekki verið tekin. Davíð Oddsson veiktist sem kunnugt er alvarlega í sumar þegar nokkur mein herjuðu á hann. Hann hefur verið í endurhæfingu og er nýkominn heim úr mánaðarleyfi í Bandaríkjunum og segist allur að hressast. Hann sé kominn með 80-90 prósenta styrk og hann verði að þakka stjórnarandstöðunni fyrir að vera góð við hann og fyrir að hafa ekki ráðist á hann. Nú telji hann að hún eigi að fara að gera það og hann bjóði henni upp í dans. Það má sem sagt búast við fjörugum dansi í þingsal strax á morgun þegar Davíð svarar fyrirspurnum frá þingmönnum.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Fleiri fréttir Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Sjá meira