Á leið til ófarnaðar 22. júní 2005 00:01 Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Svar við ádrepu Örvars Marteinssonar - Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Á sjómannadaginn setti ég fram hugmyndir um breytingar í sjávarútvegi. Þær eiga að leiða til þess að nýir menn geti haslað sér völl í atvinnugreininni og keppt við þá sem fyrir eru. Með því móti verður auðlindin í sjónum nýtt á hagkvæman hátt og byggðarlögin munu njóta nálægrar auðlindar. Til þess að ná þessu fram legg ég til að veiðiheimildir verði tímabundnar og miðist við ákveðið magn. Auk þess legg ég til að sveitarfélög ráðstafi verulegu magni gegn leigugjaldi sem renni í sveitarsjóð. Breytingarnar verði gerðar á löngum tíma en tiltekin sveitarfélög fái strax veiðiheimildir til mótvægis við uppgang sem er annars staðar á landinu, það verði þeirra álver. Fyrir nokkru andmælti Örvar Marteinsson, sjómaður í Ólafsvík þessum hugmyndum í Fréttablaðinu. Hann telur að stöðugleiki þurfi að vera í lagaumhverfi greinarinnar svo fyrirtæki geti horft til framtíðar í rekstri sínum og fjárfestingum. Tillögur mínar geri fyrirtækjunum erfitt fyrir, fjárfesting í veiðiheimildum geti ekki borgað sig þegar heimildirnar eru skertar. Veiðiheimildir einum færðar séu af öðrum teknar og það veiki byggðirnar. Um þetta er það að segja að þótt kvótakerfið hafi verið við lýði í 20 ár, þá hefur það aldrei verið lokað fyrr en núna. Með lögum hefur ítrekað verið gripið inn í upphaflega úthlutun aflaheimilda til þess að hleypa nýjum aðilum inn í greinina. Lætur nærri að um 25 prósent af heimildum í þorski hafi verið fluttar frá upphaflegum aðilum til nýrra aðila, auk heimilda í öðrum tegundum. Þeir eru líklega 1500 til 2000 samtals útgerðarmennirnir, sem þannig hafa komið inn í kerfið án þess að kaupa veiðiheimildirnar. Þessar tölur eru að vísu eftir minni, svo einhverju getur skeikað, en ekki miklu. Þessu til viðbótar er byggðakvóti í nokkrum mismunandi útgáfum, kannski 1 til 1,5 prósent af botnfisktegundum. Einn af þeim sem hefur barist fyrir því að komast inn í kerfið er Örvar Marteinsson. Hann hefur notið þess árum saman að geta gert út í sóknardagakerfi á smábát án þess að kaupa veiðiheimildir. Á síðasta ári fannst honum nóg komið af því og vildi leggja niður sóknardagakerfið og fá kvóta. Honum varð að ósk sinni. Kvótakerfinu var loksins lokað, um 300 sóknardagabátar fengu úthlutað um 10 þúsund tonna kvóta í þorski. Örvar sjálfur fékk um 40 tonna kvóta úthlutað, ókeypis. Þennan kvóta getur Örvar selt fyrir um 35 til 40 milljónir króna. Þessi kvóti var að mestu tekinn af öðrum. Þeir voru skertir, bótalaust. Það fannst Örvari í lagi. Nú vill hann ekki neina leið fyrir nýja menn inn í greinina og alls ekki þá leið sem hann fékk að fara. Nú verða þeir að kaupa allan kvóta fullu verði. Af honum. Eftir stendur óleyst, hvernig á endurnýjunin og samkeppnin að vera í sjávarútveginum. Hvernig á að stöðva samþjöppunina í greininni? Ég set fram mínar tillögur vegna þess vanda sem lokað kvótakerfi leiðir af sér. Vandi sem verður ekki leystur nema með því að opna kerfið og það verður aðeins gert með aðgangi að veiðiheimildum. Óbreytt kerfi leiðir til ófarnaðar.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun