Meiri áhætta Íbúðalánasjóðs 20. júlí 2005 00:01 Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samninganna og þá hvort Íbúðalánasjóður eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. "Það er ljóst að allt fé Íbúðalánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins," segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. "Húsnæðislán sjóðsins voru fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð." Pétur bendir á að Íbúðalánasjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. "Annars tapar sjóðurinn fé og þá getur reynt á ríkisábyrgðina ef eigið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýstum markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóðurinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé." Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sínum. "Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á húsnæði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúðalánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum laganna. Við verðum að fá botn í þennan vanda." Pétur Blöndal var stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til síðustu áramóta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. "Ég bíð átekta og skoða dagsetningar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag," segir Pétur Blöndal. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Félagsmálanefnd Alþingis kemur saman fyrir hádegi í dag til að fjalla um lánasamninga Íbúðalánasjóðs við sparisjóði og banka. Álitamál hafa risið um lögmæti lánveitinganna og hvort þau samrýmist markmiðum sjóðsins. Búist er við að á fundinum verði upplýst um efni samninganna og þá hvort Íbúðalánasjóður eða ríkið beri einhverja ábyrgð á hugsanlegu tapi sem af samningunum kann að hljótast. "Það er ljóst að allt fé Íbúðalánasjóðs er með ríkisábyrgð. Allir peningar sem hann hefur til ráðstöfunar eru teknir að láni nema eigið fé sjóðsins," segir Pétur Blöndal þingmaður Sjálfstæðisflokksins, en hann á sæti í félagsmálanefnd. Hann segir að öll lán umfram eigin fé sjóðsins ábyrgist ríkið þar með. "Húsnæðislán sjóðsins voru fjármögnuð með lánum sem sjóðurinn tók með ríkisábyrgð. Þegar fólk greiðir upp lán sín hjá sjóðnum er það að greiða upp fé sem aflað var með slíkri ábyrgð." Pétur bendir á að Íbúðalánasjóður sé nauðbeygður til að ávaxta milljarða uppgreiðslur lána á hærri vöxtum en hann borgar sjálfur fyrir lánin. "Annars tapar sjóðurinn fé og þá getur reynt á ríkisábyrgðina ef eigið fé hrekkur ekki til. Menn gleyma því alltaf að á upplýstum markaði eru lágir vextir og áhættulausir eru jafnir háum vöxtum með meiri áhættu. Sjóðurinn eykur áhættu sína ef hann teygir sig eftir háum vöxtum á þetta uppgreiðslufé." Pétur gagnrýnir einnig Íbúðalánasjóð fyrir að víkja frá lögbundnum markmiðum sínum. "Bankarnir lána peninga frá Íbúðalánasjóði gegn veði en setja ekki kvaðir um kaup á húsnæði. Þannig getur fólk keypt til dæmis bíla eða hlutabréf fyrir lánsfé sem ættað er frá Íbúðalánasjóði. Ef þetta er raunin fer sjóðurinn gegn markmiðum laganna. Við verðum að fá botn í þennan vanda." Pétur Blöndal var stjórnarformaður Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis til síðustu áramóta og kveðst ekki hafa fengið að sjá umræddan samning sparisjóðsins við Íbúðalánasjóð þótt hann hefði beðið um það. "Ég bíð átekta og skoða dagsetningar og undirskriftir þegar og ef ég fæ að sjá samningana í dag," segir Pétur Blöndal.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Lögregla lýsir eftir ökumanni sem ók á konu Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent