Tvenns konar tortryggni 14. september 2005 00:01 Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Vinstri og hægri - Geir Ágústsson verkfræðingur. Vinstrimaður hefur, að vitund undirritaðs, aldrei í sögu Íslands kosið með skattalækkun og gegn afnámi ríkiseinokunar eða íþyngjandi reglugerða. Hvers vegna? Eftirfarandi hugleiðing gæti kannski hjálpað við að varpa ljósi á það. Í mjög einfölduðu máli má segja að fólk skiptist í tvo hópa þegar kemur að tortryggni – einn sem tortryggir ríkisvaldið og annan sem tortryggir hinn frjálsa markað. Gjarnan eru hóparnir nefndir hægri- og vinstrimenn og verður það gert hér þótt mikill misskilningur umlyki jafnan bæði orðin. Báðir hópar hafa sínar eigin túlkanir á orðum eins og frelsi, jafnrétti, auði og velferð, og tala þar af leiðandi gjarnan í kross. Þetta er afar óheppilegt ástand því einföld atriði flækjast gjarnan þegar sömu orð hafa mismunandi merkingar. Vinstrimenn eru duglegir við að stinga upp á nýjum sköttum og reglugerðum með það að markmiði að styrkja ríkisvaldið á kostnað einstaklinga og fyrirtækja. Hægrimenn vilja gjarnan lækka skatta og fækka reglum svo hinn frjálsi markaður fái meira svigrúm á kostnað ríkisvaldsins. Ólík nálgun kemur til af ólíkri tortryggni hópanna tveggja. Reglur og skattar eru að mati vinstrimanna hin upplögðu verkfæri stjórnmálamanna til að móta samfélagið í ákveðið form. Margir vinstrimenn berjast t.d. hart fyrir því að ríkið jafni magn efnislegra gæða milli einstaklinga, og jafni aðgang einstaklinga að tilteknum þjónustustofnunum og verslunum en ekki endilega öðrum. Til dæmis vilja vinstrimenn að ríkið selji vatn og strætóferðir en ekki mat og bíla. Þessi nálgun hefur oft haft slæmar afleiðingar í för með sér. Skólar og sjúkrahús líða stanslaust fjársvelti í höndum hins opinbera og þeir fátækustu fá fyrstir allra að finna fyrir því. Þeir ríku geta alltaf borgað aukalega fyrir þjónustu kennara og lækna þótt skattbyrðin sé þung. Þessu hafa þeir fátæku ekki möguleika á og þurfa treysta á að skattbyrðin dugi fyrir nauðsynlegri þjónustu. Það að reka hið opinbera með jöfnun efnislegra gæða að leiðarljósi virkar oft einfaldlega öfugt. Þeir fátækustu hafa það best þar sem ríkisvaldið einbeitir sér að því að halda uppi lögum og reglu og sér e.t.v. um að grípa þá fáu sem ekki geta spjarað sig á eigin spýtur. Flókið og fjárþyrst ríkisvald hárra skatta og fjölskrúðugrar bóta- og styrkjaflóru auk mikils magns laga og reglugerða er bæði afvegaleitt og óskilvirkt fyrirbæri.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar