Endurnýjun óperuforms 5. mars 2007 10:00 Búið er að sjóða bresku útgáfuna af The Apprentice niður í hálftímalanga óperu. Óperumiðillinn fær nú yfirhalningu í breska sjónvarpinu. Ætli íslenskir óperuunnendur geti lært eitthvað af þeirri frumlegu tilraun? Að undanförnu hefur verið deilt töluvert um óperur og áherslur á síðum íslenskra blaða en sitt sýnist hverjum um þau stykki sem færð eru á fjalir í Ingólfsstræti. Nú reyna Bretar á þanþol óperumiðilsins, sem sumir hérlendir fúlsa við og kalla gamaldags, því háðfuglinn og tónskáldið Richard Thomas er búin að koma óperunni á frumlegan hátt inn í afþreyingardagskrá breska ríkissjónvarpsins. Vefrit bresku dagblaðanna The Independent og Tele-graph greindu nýlega frá þessu. Tónskáldið Thomas kom sér á kortið með óperunni um Jerry Springer sem hann samdi með félaga sínum Stewart Lee en hún fjallar um einn meistara lágkúrunnar, spjallþáttakónginn Springer og hyski hans. Ópera sú var frumsýnd 2003 en hún er nú margverðlaunuð þrátt fyrir að vekja litla hylli meðal trúrækins fólks; kvörtunum rigndi inn þegar verkið var sýnt í sjónvarpi – sjálfur Jesú Kristur er sýndur samkynhneigður í því stykki og félagar í Ku Klux Klan sjást þar stíga fjörugan steppdans. Nú er Thomas búinn að skrifa sex litla söngleiki sem eru til sýninga á sjónvarpsrásinni BBC2. Þættir þeir byggja, líkt og Spring-er-óperan, á sjónvarpsefni en Thomas leitar fanga í raunveruleikasjónvarpsþáttum, breskum heimildamyndum og hámenningarlegri dagskrárgerð en vitanlega snýr hann út úr öllu saman. Þættirnir sem hér um ræðir heita The Apprentice, Question Time, The South Bank Show, Panorama og Wife Swap en þá er búið að afbaka og sjóða niður í hálftíma langar óperur þar sem lágmenningin mætir hámenningunni á svaðalegan hátt. Blótsyrði, uppköst og munnmök eru í það minnsta ekki viðtekin viðfangsefni í óperum – hvað þá þær gjörðir að sprengja spendýr í loft upp. Thomas er sjálfmenntað tónskáld og óttalegt undrabarn í músík af lýsingunum að dæma. Hann er einnig reynslumikill uppistandari og kveðst hafa þá hugsjón að gleðja fólk. Áhorfendur verða síðan að dæma um hvernig til tekst en mögulega fær hann fleiri til þess að vilja forvitnast um óperur. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Óperumiðillinn fær nú yfirhalningu í breska sjónvarpinu. Ætli íslenskir óperuunnendur geti lært eitthvað af þeirri frumlegu tilraun? Að undanförnu hefur verið deilt töluvert um óperur og áherslur á síðum íslenskra blaða en sitt sýnist hverjum um þau stykki sem færð eru á fjalir í Ingólfsstræti. Nú reyna Bretar á þanþol óperumiðilsins, sem sumir hérlendir fúlsa við og kalla gamaldags, því háðfuglinn og tónskáldið Richard Thomas er búin að koma óperunni á frumlegan hátt inn í afþreyingardagskrá breska ríkissjónvarpsins. Vefrit bresku dagblaðanna The Independent og Tele-graph greindu nýlega frá þessu. Tónskáldið Thomas kom sér á kortið með óperunni um Jerry Springer sem hann samdi með félaga sínum Stewart Lee en hún fjallar um einn meistara lágkúrunnar, spjallþáttakónginn Springer og hyski hans. Ópera sú var frumsýnd 2003 en hún er nú margverðlaunuð þrátt fyrir að vekja litla hylli meðal trúrækins fólks; kvörtunum rigndi inn þegar verkið var sýnt í sjónvarpi – sjálfur Jesú Kristur er sýndur samkynhneigður í því stykki og félagar í Ku Klux Klan sjást þar stíga fjörugan steppdans. Nú er Thomas búinn að skrifa sex litla söngleiki sem eru til sýninga á sjónvarpsrásinni BBC2. Þættir þeir byggja, líkt og Spring-er-óperan, á sjónvarpsefni en Thomas leitar fanga í raunveruleikasjónvarpsþáttum, breskum heimildamyndum og hámenningarlegri dagskrárgerð en vitanlega snýr hann út úr öllu saman. Þættirnir sem hér um ræðir heita The Apprentice, Question Time, The South Bank Show, Panorama og Wife Swap en þá er búið að afbaka og sjóða niður í hálftíma langar óperur þar sem lágmenningin mætir hámenningunni á svaðalegan hátt. Blótsyrði, uppköst og munnmök eru í það minnsta ekki viðtekin viðfangsefni í óperum – hvað þá þær gjörðir að sprengja spendýr í loft upp. Thomas er sjálfmenntað tónskáld og óttalegt undrabarn í músík af lýsingunum að dæma. Hann er einnig reynslumikill uppistandari og kveðst hafa þá hugsjón að gleðja fólk. Áhorfendur verða síðan að dæma um hvernig til tekst en mögulega fær hann fleiri til þess að vilja forvitnast um óperur.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Afhjúpaði óléttuna á epískan hátt enn og aftur Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Klækir, prettir og kardínálaklíkur í páfakjöri Gagnrýni Héldu upp á eins árs afmæli Heiðdísar Emblu Lífið Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Menning Fleiri fréttir Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira