Endurkoma Spice Girls samþykkt af Mel C. 18. júní 2007 03:15 Kryddpíurnar munu að öllum líkindum koma saman í lok þess árs og halda sex tónleika víðsvegar um heiminn. Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi aldrei koma aftur fram með hljómsveitinni. Við áttum frábæra tíma saman fyrir nokkrum árum sem voru töfrum líkastir. Ég hélt að sá tími yrði aldrei toppaður. En eftir alla umræðuna og vangavelturnar upp á síðkastið um endurkomu Spice Girls hef ég fundið fyrir stemningu og miklum þrýsting frá aðdáendum. Og ég vill ekki vera stelpan sem eyðileggur allt," sagði Mel C í útvarpsviðtali í gær. Fátt getur nú komið í veg fyrir stutta tónleikaferð Kryddpíanna um heiminn í lok ársins en til stendur að þær komi fram á sex tónleikum í öllum heimsálfunum. Tónleikarnir verða þeir allra síðustu hjá hljómsveitinni og í framhaldinu verður gefin út safnplata sem mun innihalda öll vinsælustu lög sveitarinnar. Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Söngkonan Mel C hefur loksins samþykkt að koma fram með sínum fyrri félögum í hljómsveitinni Spice Girls og er nú ekkert því til fyrirstöðu að Kryddpíurnar snúi aftur á sjónarsviðið. Hinar Kryddpíurnar, Geri Halliwell, Mel B, Emma Bunton og Victoria Beckham, höfðu allar samþykkt endurkomuna en það var hjá Mel C sem hnífurinn stóð í kúnni - allt þar til í gær. „Ég hef alltaf sagt að ég myndi aldrei koma aftur fram með hljómsveitinni. Við áttum frábæra tíma saman fyrir nokkrum árum sem voru töfrum líkastir. Ég hélt að sá tími yrði aldrei toppaður. En eftir alla umræðuna og vangavelturnar upp á síðkastið um endurkomu Spice Girls hef ég fundið fyrir stemningu og miklum þrýsting frá aðdáendum. Og ég vill ekki vera stelpan sem eyðileggur allt," sagði Mel C í útvarpsviðtali í gær. Fátt getur nú komið í veg fyrir stutta tónleikaferð Kryddpíanna um heiminn í lok ársins en til stendur að þær komi fram á sex tónleikum í öllum heimsálfunum. Tónleikarnir verða þeir allra síðustu hjá hljómsveitinni og í framhaldinu verður gefin út safnplata sem mun innihalda öll vinsælustu lög sveitarinnar.
Mest lesið Calvin Harris orðinn faðir Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Sjónræn tónlistarhátíð í fyrsta sinn Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Frábær lausn fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira