Börnum á Norðurlöndum líður best 16. febrúar 2007 00:01 Í vikunni birtist skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um velferð barna og ungmenna í þeim löndum sem eru efnahagslega best sett í heiminum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem UNICEF birtir slíka skýrslu um stöðu barna í velferðarríkjunum en sem kunnugt er hefur stofnunin einbeitt sér að því að kanna, og ekki síður bæta, hag barna meðal fátækari þjóða. Ýmislegt vekur athygli í þessari skýrslu, til dæmis hversu illa Bandaríkin og Bretland virðast búa að börnum sínum miðað við hinar þjóðirnar sem könnunin tekur til. Þessar tvær þjóðir verma 20. og 21. sætið á heildarlistanum, neðstu tvö sætin. Sömuleiðis vekur athygli, án þess að það komi beinlínis á óvart, hversu vel Norðurlöndin virðast standa en Svíþjóð, Danmörk og Finnland röðuðu sér í efstu sætin á heildarlistanum, á eftir Hollandi, og Noregur var þar í sjöunda sæti. Meirihluti þeirra sem til var leitað hér á landi skilaði því miður annað hvort ekki upplýsingum eða ekki fullnægjandi upplýsingum þannig að Íslandi er aðeins raðað í tveimur flokkum af sex sem kannaðir eru í úttektinni. Ísland var í öðru sæti, á eftir Svíum, í flokknum um heilsu og öryggi og er full ástæða til að vera stolt af því. Ísland er í þrettánda sæti og nákvæmlega í meðaltali í menntunarflokknum og raðast neðst Norðurlandanna. Það er algerlega viðunandi þótt gott hefði verið að sjá Ísland hærra á þessum lista. Hér er þó ekki annað hægt en að hnjóta um þá staðreynd að Bandaríkin eru í næsta sæti fyrir neðan Ísland á listanum yfir stöðu menntunar og Bretland allnokkrum sætum neðar en einmitt til þessara landa hafa fyrirmyndir iðulega verið sóttar í íslensku menntakerfi. Óneitanlega hefði verið fróðlegt að sjá útkomu Íslands í stærra samhengi og vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Annað sem er eftirtektarvert í þessari skýrslu UNICEF er að ekki virðast augljós tengsl á milli velferðar barna og vergrar þjóðarframleiðslu ríkjanna. Til dæmis er Tékkland, sem er í 15. sæti, ofar á listanum en mun ríkari lönd eins og Frakkland, Austurríki, Bandaríkin og Bretland. Þegar upp er staðið hlýtur hinn raunverulegi mælikvarði á stöðu þjóðar að snúast um það hvernig hún býr að börnum sínum, heilsufari þeirra, skólagöngu og líðan allri því á börnunum byggist framtíðin. Vitanlega er grundvallaratriði að grunnþörfum barna sé vel sinnt, að þau hafi í sig og á og njóti menntunar. Í ljós kemur þó, og kemur líklega fæstum á óvart, að raunveruleg lífsgæði barna byggjast ekki á eingöngu á efnahagslegum gæðum. Þar koma til aðrir þættir svo sem að fá að alast upp við ást, öryggi og nærveru við foreldra og fjölskyldu. Í því felast hin raunverulegu lífsgæði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Stefánsdóttir Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Í vikunni birtist skýrsla Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna um velferð barna og ungmenna í þeim löndum sem eru efnahagslega best sett í heiminum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem UNICEF birtir slíka skýrslu um stöðu barna í velferðarríkjunum en sem kunnugt er hefur stofnunin einbeitt sér að því að kanna, og ekki síður bæta, hag barna meðal fátækari þjóða. Ýmislegt vekur athygli í þessari skýrslu, til dæmis hversu illa Bandaríkin og Bretland virðast búa að börnum sínum miðað við hinar þjóðirnar sem könnunin tekur til. Þessar tvær þjóðir verma 20. og 21. sætið á heildarlistanum, neðstu tvö sætin. Sömuleiðis vekur athygli, án þess að það komi beinlínis á óvart, hversu vel Norðurlöndin virðast standa en Svíþjóð, Danmörk og Finnland röðuðu sér í efstu sætin á heildarlistanum, á eftir Hollandi, og Noregur var þar í sjöunda sæti. Meirihluti þeirra sem til var leitað hér á landi skilaði því miður annað hvort ekki upplýsingum eða ekki fullnægjandi upplýsingum þannig að Íslandi er aðeins raðað í tveimur flokkum af sex sem kannaðir eru í úttektinni. Ísland var í öðru sæti, á eftir Svíum, í flokknum um heilsu og öryggi og er full ástæða til að vera stolt af því. Ísland er í þrettánda sæti og nákvæmlega í meðaltali í menntunarflokknum og raðast neðst Norðurlandanna. Það er algerlega viðunandi þótt gott hefði verið að sjá Ísland hærra á þessum lista. Hér er þó ekki annað hægt en að hnjóta um þá staðreynd að Bandaríkin eru í næsta sæti fyrir neðan Ísland á listanum yfir stöðu menntunar og Bretland allnokkrum sætum neðar en einmitt til þessara landa hafa fyrirmyndir iðulega verið sóttar í íslensku menntakerfi. Óneitanlega hefði verið fróðlegt að sjá útkomu Íslands í stærra samhengi og vonandi gefst tækifæri til þess síðar. Annað sem er eftirtektarvert í þessari skýrslu UNICEF er að ekki virðast augljós tengsl á milli velferðar barna og vergrar þjóðarframleiðslu ríkjanna. Til dæmis er Tékkland, sem er í 15. sæti, ofar á listanum en mun ríkari lönd eins og Frakkland, Austurríki, Bandaríkin og Bretland. Þegar upp er staðið hlýtur hinn raunverulegi mælikvarði á stöðu þjóðar að snúast um það hvernig hún býr að börnum sínum, heilsufari þeirra, skólagöngu og líðan allri því á börnunum byggist framtíðin. Vitanlega er grundvallaratriði að grunnþörfum barna sé vel sinnt, að þau hafi í sig og á og njóti menntunar. Í ljós kemur þó, og kemur líklega fæstum á óvart, að raunveruleg lífsgæði barna byggjast ekki á eingöngu á efnahagslegum gæðum. Þar koma til aðrir þættir svo sem að fá að alast upp við ást, öryggi og nærveru við foreldra og fjölskyldu. Í því felast hin raunverulegu lífsgæði.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun