Kings of Leon gefur út nýja plötu 2. apríl 2007 15:10 Kings of Leon sendir frá sér plötuna "Because of the times" í dag. Nashvillerokksveitin góðkunna Kings Of Leon sendir í dag frá sér sína þriðju stúdeóplötu. Platan sú heitir "Because Of The Times" og inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem mikið er spilað hér á landi. Titill plötunnar vísar til þess tíma þegar hljómsveitarmeðlimir voru að alast upp og fóru með foreldrum sínum á hina árlegu Because Of The Times (BOTT) ráðstefnu, en þar koma saman prestar, predikarar, trúboðar og aðrir boðberar fagnaðarerindisins, en faðir þriggja meðlima sveitarinnar er prestur. Síðasta plata sveitarinnar "Aha Shake Heartbeat" kom út fyrir tveimur árum, en þeir Followill bræður Nathan, Caleb og Jared ásamt frænda sínum Matthew Fallowill sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 2003, en það var platan "Youth And Young Manhood". Sveitin hefur skapað sér sinn eigin stíl, en þessi suðurríkjarokksveit er nánast auðþekkjanleg fyrir hinn sérstæða söngstíl söngvarans og gítarleikarans Caleb Followil Upptökutjórn á "Because Of The Times" var í höndum Ethan Johns (sem hefur m.a. unnið með Ray LaMontange og Ryan Adams) og Angelo Petraglia. Kings of Leon hafa verið iðnir við að hita upp fyrir goðsagnir tónlistarinnar undanfarin ár. Árið 2005 hituðu þeir upp fyrir U2 og í fyrra hituðu þeir upp á tónleikaferðum Pearl Jam og síðar Bob Dylan. Til gamans má geta þess að eftir eina slíka upphitun hjá Dylan kom meistarinn baksviðs og spurði þá hvað lagið héti sem þeir spiluðu síðast í setti dagsins. Caleb tjáði honum að lagið héti Trani (sem er af fyrstu plötu sveitarinnar) og Dylan sagði það hafa verið fjandi gott lag...... það var besta kikk sem ég hef fengið um ævina segir Caleb Followill. Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Nashvillerokksveitin góðkunna Kings Of Leon sendir í dag frá sér sína þriðju stúdeóplötu. Platan sú heitir "Because Of The Times" og inniheldur meðal annars smáskífulagið On Call sem mikið er spilað hér á landi. Titill plötunnar vísar til þess tíma þegar hljómsveitarmeðlimir voru að alast upp og fóru með foreldrum sínum á hina árlegu Because Of The Times (BOTT) ráðstefnu, en þar koma saman prestar, predikarar, trúboðar og aðrir boðberar fagnaðarerindisins, en faðir þriggja meðlima sveitarinnar er prestur. Síðasta plata sveitarinnar "Aha Shake Heartbeat" kom út fyrir tveimur árum, en þeir Followill bræður Nathan, Caleb og Jared ásamt frænda sínum Matthew Fallowill sendu frá sér sína fyrstu plötu árið 2003, en það var platan "Youth And Young Manhood". Sveitin hefur skapað sér sinn eigin stíl, en þessi suðurríkjarokksveit er nánast auðþekkjanleg fyrir hinn sérstæða söngstíl söngvarans og gítarleikarans Caleb Followil Upptökutjórn á "Because Of The Times" var í höndum Ethan Johns (sem hefur m.a. unnið með Ray LaMontange og Ryan Adams) og Angelo Petraglia. Kings of Leon hafa verið iðnir við að hita upp fyrir goðsagnir tónlistarinnar undanfarin ár. Árið 2005 hituðu þeir upp fyrir U2 og í fyrra hituðu þeir upp á tónleikaferðum Pearl Jam og síðar Bob Dylan. Til gamans má geta þess að eftir eina slíka upphitun hjá Dylan kom meistarinn baksviðs og spurði þá hvað lagið héti sem þeir spiluðu síðast í setti dagsins. Caleb tjáði honum að lagið héti Trani (sem er af fyrstu plötu sveitarinnar) og Dylan sagði það hafa verið fjandi gott lag...... það var besta kikk sem ég hef fengið um ævina segir Caleb Followill.
Mest lesið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira