Kippi og töfratækin 17. september 2007 15:30 Guðmundur Vignir hefur komið víða við og auk þess að vera raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus er hann með BA-próf í guðfræði, 5. stig í söng og MA gráðu í hljóð- og myndlist sem hann nam í Hollandi. MYND/HÖRÐUR Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann. Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Raftónlistarmaðurinn Kippi Kaninus, öðru nafni Guðmundur Vignir Karlsson, á tvö uppáhaldsforrit þegar kemur að tónlistarsköpun. Vignir, eins og hann er oftast kallaður, hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum tengdum tónlist og myndlist. Hann hefur verið með í fjölda samsýninga í Hollandi, sýnt á tvíæringi í Cararra á Ítalíu, séð um unglistarþátt kirkjulistarhátíðar, verið í innsetningargjörningi Rúríar í tengslum við sömu hátíð, sungið með ýmsum kórum, Björk og Sigur Rós og gefið út diska sem Kippi Kaninus. Þegar hann semur raftónlist notar hann mikið tvö forrit. „Renoise er hugbúnaður sem byggist á tracker- forritunum. Tracker-forrit er nútímaútgáfa af gömlum forritum sem voru upphaflega gerð fyrir Amiga-tölvur sem voru vinsælar á níunda og tíunda áratugnum. Þannig að þetta byggir á tuttugu ára gamalli hefð sem er langur tími í tölvubransanum. Það er mjög öflugt forrit til að klippa og þess háttar," segir Vignir. Ólíkt helstu hugbúnaðarrisunum þá vinnur þróunarteymi Renoise náið með notendum hugbúnaðarins á netinu og fá þeir þannig hugmyndir að nýjungum og lagfæringum. Hitt forritið sem Vignir heldur upp á er Ableton Live. „Það er ferskt og skemmtilegt forrit að vinna í og auðvelt að nota í spuna. Það er auðvelt að henda inn hugmyndum, byrja á einhverju litlu og láta síðan vaxa utan á það. Þá getur maður sett inn hljóð og látið forritið spinna í kringum þau. Það er því hægt að vera mjög hvatvís." Ableton Live er hannað til þess að geta í senn verið hljóðfæri fyrir lifandi flutning sem og verkfæri til að útsetja og vinna tónlist með. Með þessum forritum getur Vignir unnið nánast alla sína tónlist heima við. „Ég nota aðallega tölvuna þegar ég sem tónlist en svo nota ég líka ýmiss konar hljóðfæri, hljóðgjafa og „sample". Ég hef gefið út fjóra diska og þeir hafa allir verið unnir heima." Hægt er að benda áhugasömum á heimasíðu Kippa Kaninus, http://kippikaninus.com, en þar má finna fjöldamörg lög eftir hann.
Mest lesið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Lífið Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Lífið Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf BAUHAUS býður þér í glæsilega afmælisveislu! Lífið samstarf Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Lífið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Lífið Fleiri fréttir Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira