Ný þöggunarstefna? Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 18. nóvember 2008 00:01 Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á landsfundi flokksins í ársbyrjun verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoðað og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar forystumenn hafa alla tíð verið í forystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES-samninginn, ásamt Alþýðuflokknum. Snemma árs 2007 lauk stefnumótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónarmið okkar. Og við teljum nauðsynlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræður. Þannig vinnur Sjálfstæðisflokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónarhorni sem allt of mikið hefur einkennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðsins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Skyndilega er farið að glitta í þöggunarstefnu í umræðunni um Ísland og Evrópu. Þegar Sjálfstæðisflokkurinn ákveður að efna til vinnu á vegum nefndar sem skoðar stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu, þá bregst annar ritstjóra Fréttablaðsins, Jón Kaldal, svo við að hann nefnir það fum og máttleysi. Hans sjónarmið er greinilega það að umræða um Evrópumálin eigi ekki að fara fram með lýðræðislegum og opnum hætti. Er það til marks um máttleysi þegar hrint er af stað skipulegri vinnu við endurmat á stefnu Sjálfstæðisflokksins í stóru máli? Er það til marks um fum að á landsfundi flokksins í ársbyrjun verði tekin afstaða til þessa máls eftir að það hafi verið skoðað og rætt opinskátt í nýju ljósi? Auðvitað ekki. Jón Kaldal aðhyllist bersýnilega einhvers konar þöggunarstefnu. Honum finnst greinilega ekki að lýðræðislegur stjórnmálaflokkur eigi að virkja flokksmenn sína í opinni umræðu um mikilvæg mál, þar sem málin eru rædd á grundvelli bestu fáanlegrar þekkingar. Það finnst honum máttlaust. Honum finnst þetta óttalegt fum. Sannleikurinn er sá að innan Sjálfstæðisflokksins hafa löngum farið fram miklar og kraftmiklar umræður um stöðu Íslands í alþjóðasamfélaginu. Okkar forystumenn hafa alla tíð verið í forystu þeirrar umræðu. Það var á grundvelli slíkrar umræðu sem flokkurinn hafði forystu um EES-samninginn, ásamt Alþýðuflokknum. Snemma árs 2007 lauk stefnumótun nefndar í Evrópumálum, sem allir stjórnmálaflokkar komu að og þáverandi forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, Davíð Oddsson, hafði forystu um. Núverandi ríkisstjórn hefur síðan skipað Evrópumálunum í tiltekinn farveg undir forystu tveggja öflugra þingmanna. Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið virkur þátttakandi í umræðunni um stöðu Íslands í evrópsku samhengi. Við höfum ekki staðið í vegi fyrir slíkri umræðu. Þvert á móti. Við höfum hvatt til hennar, við höfum tekið þátt í henni og sett fram sjónarmið okkar. Og við teljum nauðsynlegt að þessari umræðu vindi fram. Og nú í breyttri heimsmynd og vegna nýrrar stöðu okkar í ljósi fjármálakreppunnar, ákveður Sjálfstæðisflokkurinn að skoða þessi mál vegna gjörbreyttra aðstæðna. Við slíkt endurmat er það grundvallaratriði að fram fari lýðræðislegar opnar umræður. Þannig vinnur Sjálfstæðisflokkurinn og lætur tilraunir til þöggunar ekki trufla sig. Við slíkt endurmat þarf að skoða stöðu okkar í víðu ljósi, en ekki út frá því þrönga sjónarhorni sem allt of mikið hefur einkennt Evrópuumræðuna upp á síðkastið og hefur til dæmis nær einokað leiðaraskrif Fréttablaðsins um þessi mál upp á síðkastið. Höfundur er sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar