Umhverfisstefna fyrir sjávarútveginn Árni Finnsson skrifar 14. júní 2008 00:01 Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólítískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og tamarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár." Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorskveiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4-5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorkunýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðarstefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár" - svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra - verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólítískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og tamarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár." Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorskveiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4-5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorkunýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðarstefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár" - svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra - verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar